Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 12:43 Lee Seung-hyun við komuna á lögreglustöðina í Seúl í dag. Getty/Han Myung-Gu Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar. Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar.
Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira