Hvert einasta smáatriði skiptir máli Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 08:00 Margrét Pála Ólafsdóttir. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Við erum rétt byrjuð að snerta á þessu máli hvað varðar drengina okkar en það er enn langt í land. Það er alltaf vonleysi við þá tilhugsun en þá snýr maður sér aftur að lausnum og hugsar með sér: hvað get ég gert hér og nú til að leggja mitt af mörkum? Hvert einasta smáatriði skiptir máli,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar. Hún hefur starfað í skólaumhverfi í 40 ár og segir að eina hugtakið sem hún heyri sífellt sé niðurskurður og áhyggjur af kostnaði. Margrét Pála segir að íslenskt skólakerfi með öllum sínum skólum sé mannað af frábærum kennurum sem langflestir vilji sjá breytingar og nýjungar, prófa sig áfram og taka kerfið í gegn. Enda þegar hún gagnrýni skólakerfið snúi það ekki að kennurum heldur að hinu hefðbundna kerfi. „Tímar sem eru 40 mínútur að lengd, með sína námskrá, mínútutalningu, dagafjölda og frímínútur, þar er ekki verið að opna á breytingar. Mesta eineltið af öllu verður til dæmis í frímínútum og drengir lenda þar oft í miklu einelti, þegar fjöldi barna er úti í einu og kennarinn ekki nálægt,“ segir Margrét Pála. Breyta þurfi kerfinu til að það geti sinnt öllum einstaklingum, til að hægt sé að mæta hverju og einu barni. Síðan verði að taka tillit til kynjamunar og ólíkrar menningar kynjanna. Á meðan verið sé að kenna stúlkum og drengjum það sama, á sama tíma, með sömu aðferðum, alla daga í öllum fögum, þá viðhaldist mynstrið og vandamálið standi í stað. „Stóra spurningin er að mínu mati hvort fólk vilji skoða bæði kynjamuninn og ólíka menningu kynjanna því ef svo er ekki, þarf ekkert að breyta kerfinu. Ég hins vegar sé þennan kynjamun alla daga hjá börnum, ungmennum og fullorðnum,“ segir Margrét Pála. „Það myndast talsvert þroskabil milli stúlkna og drengja á fyrstu æviárunum sem verður mjög afdrifaríkt í kringum 5, 6 ára aldurinn. Þar byrjar vandinn því að þroskabilið veldur umtalsverðum frammistöðumun milli kynjanna. Stúlkur eru á undan í skólaþáttum eins og einbeitingu, að geta setið kyrrar, ná valdi á fínhreyfingum og fleira. Þetta eru þættir sem eru svo gagnlegir í skólanum. Drengir þurfa aðeins lengri tíma til að ná sínum árangri en síðan jafnast munurinn út með aldrinum. Þess vegna eru drengir ekki eins tilbúnir og stelpurnar fyrir þetta formlega nám. Þar byrjar tap drengjanna okkar, þessi vandi að þeir skynji sig ekki nógu sterka og þar með byrjar að molna úr námslegri sjálfsmynd drengja, hún skaðast.“ Rannsóknir hafa sýnt fram á þennan umrædda frammistöðumun, sem er þó aðeins tímabundinn. En hann virðist vera dýrkeyptur fyrir börn og það er hátt gjald fyrir drengi að upplifa sig ekki nógu góða í samanburði við stúlkurnar, að þeir nái ekki eins góðum árangri.Efnið þarf að vera áhugavert „Blómatími stúlkna og drengja er á ólíkum tímum í námi, bæði í upphafi skólagöngu og áfram þegar kynþroskinn tekur við. Önnur spurning er því sú hvort við viljum mæta frammistöðumuninum og menningu kynjanna að einhverju leyti? Ef ekki, þá þarf heldur engu að breyta. Ég hef aftur á móti horft upp á það og séð það í mælingum að við náum á annan hátt til stúlkna heldur en til drengja,“ segir Margrét Pála. „Ef við tökum dæmi um efni sem við bjóðum börnunum upp á í lestri þá er það alls ekki sniðið að drengjaáhuga. Auðvitað er skörun þar líka, við erum aldrei að tala bara um tvö box fyrir kynin og ég ítreka það. En þegar kemur að drengjunum okkar, þá eru aðrir þættir sem höfða til þeirra og þar af leiðandi þarf að beita ólíkri nálgun. Við hjá Hjallastefnunni trúum að við þurfum þess. Þess vegna pössum við að vera ekki með gamlar hefðbundnar kynjafyrirmyndir í námsefni en um leið fjölbreytni þannig að ólík börn finni eitthvað fyrir sig, ekki síst að hafa lesefni og námsefni sem höfðar til bæði stúlknamenningar og drengjamenningar.“ Ekki aðeins efnið skiptir máli við kennslu heldur einnig aðferðir. Drengir og stúlkur þurfa ólíka nálgun í náminu og flestar stúlkur hafa meiri áhuga og meira úthald á meðan flestir drengir gætu þurft að fara út að hlaupa eftir 10 mínútur og koma svo aftur að verkefninu. Ekki það að öll börn í Hjallastefnuskólum geta farið úr kennslu til að hreyfa sig og koma aftur þegar þeim hentar en drengirnir notfæra sér það miklu meira en stelpurnar. Margrét Pála tók þátt í skólaráðstefnu á vegum Samtaka atvinnulífsins á dögunum þar sem hún hélt erindi um stöðu ungra drengja. „Þá var ég að skoða niðurstöður úr samræmdum prófum hjá okkur síðastliðin þrjú ár og þar kemur fram að drengir í Hjallastefnunni eru ekki bara yfir meðallagi í lestri á landsvísu heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu, þeir eru á toppnum í lestri. Það er ekki af því að okkar drengir eru öðruvísi en aðrir drengir, það er af því að við mætum þessum ólíku þörfum. Við sjáum líka alveg að drengirnir okkar verða læsir seinna en stúlkurnar en það er allt í lagi, því þeir vita ekki einu sinni af því. Þessi grunnur sem er lagður að börnum í upphafi skólagöngunnar mun fylgja þeim allt skólakerfið,“ segir hún. Vanda þurfi til verka þegar kemur að börnum og þörf sé á að gefa þeim besta mögulega atlæti sem unnt er. „Ég finn til þegar ég sé að stúlkur í 1., 2., og 3. bekk í grunnskóla eru með alltof létt efni og drengir með alltof þungt efni. Ef drengir geta ekki lesið sér til gagns munu þeir alltaf lenda í vandræðum út lífið. Og hvað gera börn í vandræðum?“Ótrúlegt að enn sé afneitun „Stúlkurnar fá minni athygli og hvatningu í skólakerfinu. Drengirnir fá meiri athygli en hún er oft svo neikvæð. Það er verið að skammast svo oft í drengjunum og þeir fara að taka þetta til sín og eru blórabögglar. Ef það er stanslaust verið að segja þér að þú sért óþekkur, þá ferðu að trúa því og það hefur afleiðingar. Það er sterk samsömun á þessum aldri, fyrsta ári í grunnskóla. Þegar einn drengur er skammaður, þá upplifa allir drengirnir það. Stelpur fá aftur á móti skilaboð um að þær séu duglegar og prúðar og þær fara að þróa með sér þennan ótta um að þær eigi alltaf að vera duglegar og prúðar. Þetta er stórkostlegt vandamál,“ segir Margrét Pála. „Mér finnst bara svo ótrúlegt hvað það er ennþá mikil afneitun á áhrifum kynferðis á stöðu barna. Drengir þurfa miklu meiri hvatningu til að tala um tilfinningar sínar og þora að treysta öðrum drengjum fyrir sér, að læra að taka á móti vinum sínum og umfaðma þá. Þetta er nokkuð sem stúlkurnar æfast svo mikið í sjálfkrafa, því þetta er í fyrirmyndunum þeirra. Hjá stúlkunum þarf meiri hvatningu til sjálfstæðis, að þora að sleppa tökum og taka sér rými.“ Jafnrétti er ekki í höfn enn, en konur hafa verið að taka sér meira rými í samfélaginu í eina og hálfa öld. Í dag eru mun fleiri kvenkyns fyrirmyndir í samfélaginu sem stíga fram og ögra rótgróinni kynjamenningu, margir sigrar hafa unnist og margt neikvætt er horfið. Hins vegar verður því ekki neitað að umræðan um stöðu drengja og karlmanna hefur verið á undanhaldi. Drengja- og karlamenningin hefur lítið verið endurskoðuð. „Auðvitað er ég ekki að segja að við séum komin alla leið en íslenskar konur hafa staðið sig frábærlega vel. Nú þurfa drengir og karlar að rísa upp og ræða sína stöðu. Karlar sem eru með ung börn og ná ekki að sinna börnum sínum nógu vel á unga aldri, og svo þegar börnin verða eldri þora þau síður að tala við pabba því að mamma var bara til staðar. Karlar sem eru líka beittir ofbeldi, karlar sem verða fyrir nauðgun, karlar sem lokast frekar inni með tilfinningar sínar og ræða síður sinn sálarháska. Karlar sem þora ekki að ræða sína stöðu. Þetta er mín tilfinning, mjög sterk,“ segir Margrét Pála. Það sé sársaukafullt og kostnaðarsamt að vera sífellt að takast á við afleiðingar af samfélagi sem sinnir ekki börnum og ungmennum á besta mögulegan hátt. Rót vandans þurfi að skoða í upphafi, hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri og þá sé nauðsynlegt að líta til kynjamunar.Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skólaÞverfagleg teymi hluti af lausn Eitt af því sem myndi hjálpa til við að mæta stöðu drengja og barna almennt er blanda af fagfólki. Þetta segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Erfitt sé þó að hrinda hugmyndum í framkvæmd þó vissulega sé viljinn til staðar. „Það sem maður sér fyrir sér eru þessar helstu hindranir fyrir því í kerfinu að gera í alvörunni einhverjar breytingar til að geta lagað þessa stöðu sem allir eru að tala um að sé vond fyrir drengi. Kerfið er rosalega þungt og það eru mjög margir sem myndu vilja gera annað og fara aðrar leiðir og myndu vilja breyta. En það eru líka margir sem hugsa bara með sér að þetta sé bara það sem við erum með í dag og gerum bara það besta úr því. Þetta er alltaf svolítið pælingin í því, að gera það besta úr því sem er til staðar frekar en að vera með einhverjar sviptingar og gjörbreyta sem er í rauninni það sem þarf að gera,“ segir Sara Dögg. „Það þarf að endurskipuleggja kerfið því það er enginn sem tekur af skarið. Það var mikið talað um þetta þegar evrópska úttektin Menntun og nærgreining kom inn í kerfið, en það vantar eftirfylgni og hvernig eigi að framkvæma hlutina. Hvernig ætla sveitarfélögin að aðstoða sína skóla? Það er búið að tala um það nógu lengi hvað þarf að gera, en það vantar aðgerðaplön og framkvæmd.“ Vandinn í kerfinu eins og það er núna sé meðal annars að það vanti þverfagleg teymi sem starfi með börnunum. Það hafi sjálfstæðu skólarnir gengið fram í að gera. „Það er kjarkur til að prófa aðra samsetningu og við höfum verið með þverfagleg teymi sem sinna ákveðnum hópum nemenda. Oft er það aðili með kennsluréttindi og svo aðilar með sálfræðimenntun og uppeldisfræðimenntun,“ segir Sara Dögg. Hún hampar nýju frumvarpi sem senn verður lagt fram. Það miðar að því að það sé eitt leyfisbréf á alla kennara sem hafa kennaramenntað sig og á hvaða skólastigi sem er. Þá geta kennarar haft meira frelsi til að flakka á milli skólastiga. „Þannig er hægt að smíða sterk fagleg teymi í hvaða skóla sem er. Besta teymi sem ég hef verið í, allan minn starfsferil, var leikskólakennari og grunnskólakennari saman með yngstu börnin í grunnskóla, frá 6 til 9 ára aldurs. Þá ertu með ólíka styrkleika og þessir menntuðu einstaklingar vega hver annan upp.“ Sara Dögg segir að eitt það mikilvægasta við slík þverfagleg teymi sé að þá þurfi ekki að bíða eftir sérfræðingum úti í bæ til að tækla vandamál sem upp koma. Þá sé hægt að leysa vandann strax. „Ef fólk starfar saman við skólastarfið komumst við miklu nær því að ná utan um hvern og einn nemanda. Það verða engin verkefni afgangs og þetta hefur sýnt sig. Því ef kennari er með 25 nemendur þá segir það sig sjálft að ákveðnir þættir lenda undir, eðlilega. En þegar við getum bætt í og haft fjölbreyttan faghóp saman í teymi þá ertu kominn með allt öðruvísi virkni.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Við erum rétt byrjuð að snerta á þessu máli hvað varðar drengina okkar en það er enn langt í land. Það er alltaf vonleysi við þá tilhugsun en þá snýr maður sér aftur að lausnum og hugsar með sér: hvað get ég gert hér og nú til að leggja mitt af mörkum? Hvert einasta smáatriði skiptir máli,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar. Hún hefur starfað í skólaumhverfi í 40 ár og segir að eina hugtakið sem hún heyri sífellt sé niðurskurður og áhyggjur af kostnaði. Margrét Pála segir að íslenskt skólakerfi með öllum sínum skólum sé mannað af frábærum kennurum sem langflestir vilji sjá breytingar og nýjungar, prófa sig áfram og taka kerfið í gegn. Enda þegar hún gagnrýni skólakerfið snúi það ekki að kennurum heldur að hinu hefðbundna kerfi. „Tímar sem eru 40 mínútur að lengd, með sína námskrá, mínútutalningu, dagafjölda og frímínútur, þar er ekki verið að opna á breytingar. Mesta eineltið af öllu verður til dæmis í frímínútum og drengir lenda þar oft í miklu einelti, þegar fjöldi barna er úti í einu og kennarinn ekki nálægt,“ segir Margrét Pála. Breyta þurfi kerfinu til að það geti sinnt öllum einstaklingum, til að hægt sé að mæta hverju og einu barni. Síðan verði að taka tillit til kynjamunar og ólíkrar menningar kynjanna. Á meðan verið sé að kenna stúlkum og drengjum það sama, á sama tíma, með sömu aðferðum, alla daga í öllum fögum, þá viðhaldist mynstrið og vandamálið standi í stað. „Stóra spurningin er að mínu mati hvort fólk vilji skoða bæði kynjamuninn og ólíka menningu kynjanna því ef svo er ekki, þarf ekkert að breyta kerfinu. Ég hins vegar sé þennan kynjamun alla daga hjá börnum, ungmennum og fullorðnum,“ segir Margrét Pála. „Það myndast talsvert þroskabil milli stúlkna og drengja á fyrstu æviárunum sem verður mjög afdrifaríkt í kringum 5, 6 ára aldurinn. Þar byrjar vandinn því að þroskabilið veldur umtalsverðum frammistöðumun milli kynjanna. Stúlkur eru á undan í skólaþáttum eins og einbeitingu, að geta setið kyrrar, ná valdi á fínhreyfingum og fleira. Þetta eru þættir sem eru svo gagnlegir í skólanum. Drengir þurfa aðeins lengri tíma til að ná sínum árangri en síðan jafnast munurinn út með aldrinum. Þess vegna eru drengir ekki eins tilbúnir og stelpurnar fyrir þetta formlega nám. Þar byrjar tap drengjanna okkar, þessi vandi að þeir skynji sig ekki nógu sterka og þar með byrjar að molna úr námslegri sjálfsmynd drengja, hún skaðast.“ Rannsóknir hafa sýnt fram á þennan umrædda frammistöðumun, sem er þó aðeins tímabundinn. En hann virðist vera dýrkeyptur fyrir börn og það er hátt gjald fyrir drengi að upplifa sig ekki nógu góða í samanburði við stúlkurnar, að þeir nái ekki eins góðum árangri.Efnið þarf að vera áhugavert „Blómatími stúlkna og drengja er á ólíkum tímum í námi, bæði í upphafi skólagöngu og áfram þegar kynþroskinn tekur við. Önnur spurning er því sú hvort við viljum mæta frammistöðumuninum og menningu kynjanna að einhverju leyti? Ef ekki, þá þarf heldur engu að breyta. Ég hef aftur á móti horft upp á það og séð það í mælingum að við náum á annan hátt til stúlkna heldur en til drengja,“ segir Margrét Pála. „Ef við tökum dæmi um efni sem við bjóðum börnunum upp á í lestri þá er það alls ekki sniðið að drengjaáhuga. Auðvitað er skörun þar líka, við erum aldrei að tala bara um tvö box fyrir kynin og ég ítreka það. En þegar kemur að drengjunum okkar, þá eru aðrir þættir sem höfða til þeirra og þar af leiðandi þarf að beita ólíkri nálgun. Við hjá Hjallastefnunni trúum að við þurfum þess. Þess vegna pössum við að vera ekki með gamlar hefðbundnar kynjafyrirmyndir í námsefni en um leið fjölbreytni þannig að ólík börn finni eitthvað fyrir sig, ekki síst að hafa lesefni og námsefni sem höfðar til bæði stúlknamenningar og drengjamenningar.“ Ekki aðeins efnið skiptir máli við kennslu heldur einnig aðferðir. Drengir og stúlkur þurfa ólíka nálgun í náminu og flestar stúlkur hafa meiri áhuga og meira úthald á meðan flestir drengir gætu þurft að fara út að hlaupa eftir 10 mínútur og koma svo aftur að verkefninu. Ekki það að öll börn í Hjallastefnuskólum geta farið úr kennslu til að hreyfa sig og koma aftur þegar þeim hentar en drengirnir notfæra sér það miklu meira en stelpurnar. Margrét Pála tók þátt í skólaráðstefnu á vegum Samtaka atvinnulífsins á dögunum þar sem hún hélt erindi um stöðu ungra drengja. „Þá var ég að skoða niðurstöður úr samræmdum prófum hjá okkur síðastliðin þrjú ár og þar kemur fram að drengir í Hjallastefnunni eru ekki bara yfir meðallagi í lestri á landsvísu heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu, þeir eru á toppnum í lestri. Það er ekki af því að okkar drengir eru öðruvísi en aðrir drengir, það er af því að við mætum þessum ólíku þörfum. Við sjáum líka alveg að drengirnir okkar verða læsir seinna en stúlkurnar en það er allt í lagi, því þeir vita ekki einu sinni af því. Þessi grunnur sem er lagður að börnum í upphafi skólagöngunnar mun fylgja þeim allt skólakerfið,“ segir hún. Vanda þurfi til verka þegar kemur að börnum og þörf sé á að gefa þeim besta mögulega atlæti sem unnt er. „Ég finn til þegar ég sé að stúlkur í 1., 2., og 3. bekk í grunnskóla eru með alltof létt efni og drengir með alltof þungt efni. Ef drengir geta ekki lesið sér til gagns munu þeir alltaf lenda í vandræðum út lífið. Og hvað gera börn í vandræðum?“Ótrúlegt að enn sé afneitun „Stúlkurnar fá minni athygli og hvatningu í skólakerfinu. Drengirnir fá meiri athygli en hún er oft svo neikvæð. Það er verið að skammast svo oft í drengjunum og þeir fara að taka þetta til sín og eru blórabögglar. Ef það er stanslaust verið að segja þér að þú sért óþekkur, þá ferðu að trúa því og það hefur afleiðingar. Það er sterk samsömun á þessum aldri, fyrsta ári í grunnskóla. Þegar einn drengur er skammaður, þá upplifa allir drengirnir það. Stelpur fá aftur á móti skilaboð um að þær séu duglegar og prúðar og þær fara að þróa með sér þennan ótta um að þær eigi alltaf að vera duglegar og prúðar. Þetta er stórkostlegt vandamál,“ segir Margrét Pála. „Mér finnst bara svo ótrúlegt hvað það er ennþá mikil afneitun á áhrifum kynferðis á stöðu barna. Drengir þurfa miklu meiri hvatningu til að tala um tilfinningar sínar og þora að treysta öðrum drengjum fyrir sér, að læra að taka á móti vinum sínum og umfaðma þá. Þetta er nokkuð sem stúlkurnar æfast svo mikið í sjálfkrafa, því þetta er í fyrirmyndunum þeirra. Hjá stúlkunum þarf meiri hvatningu til sjálfstæðis, að þora að sleppa tökum og taka sér rými.“ Jafnrétti er ekki í höfn enn, en konur hafa verið að taka sér meira rými í samfélaginu í eina og hálfa öld. Í dag eru mun fleiri kvenkyns fyrirmyndir í samfélaginu sem stíga fram og ögra rótgróinni kynjamenningu, margir sigrar hafa unnist og margt neikvætt er horfið. Hins vegar verður því ekki neitað að umræðan um stöðu drengja og karlmanna hefur verið á undanhaldi. Drengja- og karlamenningin hefur lítið verið endurskoðuð. „Auðvitað er ég ekki að segja að við séum komin alla leið en íslenskar konur hafa staðið sig frábærlega vel. Nú þurfa drengir og karlar að rísa upp og ræða sína stöðu. Karlar sem eru með ung börn og ná ekki að sinna börnum sínum nógu vel á unga aldri, og svo þegar börnin verða eldri þora þau síður að tala við pabba því að mamma var bara til staðar. Karlar sem eru líka beittir ofbeldi, karlar sem verða fyrir nauðgun, karlar sem lokast frekar inni með tilfinningar sínar og ræða síður sinn sálarháska. Karlar sem þora ekki að ræða sína stöðu. Þetta er mín tilfinning, mjög sterk,“ segir Margrét Pála. Það sé sársaukafullt og kostnaðarsamt að vera sífellt að takast á við afleiðingar af samfélagi sem sinnir ekki börnum og ungmennum á besta mögulegan hátt. Rót vandans þurfi að skoða í upphafi, hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri og þá sé nauðsynlegt að líta til kynjamunar.Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skólaÞverfagleg teymi hluti af lausn Eitt af því sem myndi hjálpa til við að mæta stöðu drengja og barna almennt er blanda af fagfólki. Þetta segir Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Erfitt sé þó að hrinda hugmyndum í framkvæmd þó vissulega sé viljinn til staðar. „Það sem maður sér fyrir sér eru þessar helstu hindranir fyrir því í kerfinu að gera í alvörunni einhverjar breytingar til að geta lagað þessa stöðu sem allir eru að tala um að sé vond fyrir drengi. Kerfið er rosalega þungt og það eru mjög margir sem myndu vilja gera annað og fara aðrar leiðir og myndu vilja breyta. En það eru líka margir sem hugsa bara með sér að þetta sé bara það sem við erum með í dag og gerum bara það besta úr því. Þetta er alltaf svolítið pælingin í því, að gera það besta úr því sem er til staðar frekar en að vera með einhverjar sviptingar og gjörbreyta sem er í rauninni það sem þarf að gera,“ segir Sara Dögg. „Það þarf að endurskipuleggja kerfið því það er enginn sem tekur af skarið. Það var mikið talað um þetta þegar evrópska úttektin Menntun og nærgreining kom inn í kerfið, en það vantar eftirfylgni og hvernig eigi að framkvæma hlutina. Hvernig ætla sveitarfélögin að aðstoða sína skóla? Það er búið að tala um það nógu lengi hvað þarf að gera, en það vantar aðgerðaplön og framkvæmd.“ Vandinn í kerfinu eins og það er núna sé meðal annars að það vanti þverfagleg teymi sem starfi með börnunum. Það hafi sjálfstæðu skólarnir gengið fram í að gera. „Það er kjarkur til að prófa aðra samsetningu og við höfum verið með þverfagleg teymi sem sinna ákveðnum hópum nemenda. Oft er það aðili með kennsluréttindi og svo aðilar með sálfræðimenntun og uppeldisfræðimenntun,“ segir Sara Dögg. Hún hampar nýju frumvarpi sem senn verður lagt fram. Það miðar að því að það sé eitt leyfisbréf á alla kennara sem hafa kennaramenntað sig og á hvaða skólastigi sem er. Þá geta kennarar haft meira frelsi til að flakka á milli skólastiga. „Þannig er hægt að smíða sterk fagleg teymi í hvaða skóla sem er. Besta teymi sem ég hef verið í, allan minn starfsferil, var leikskólakennari og grunnskólakennari saman með yngstu börnin í grunnskóla, frá 6 til 9 ára aldurs. Þá ertu með ólíka styrkleika og þessir menntuðu einstaklingar vega hver annan upp.“ Sara Dögg segir að eitt það mikilvægasta við slík þverfagleg teymi sé að þá þurfi ekki að bíða eftir sérfræðingum úti í bæ til að tækla vandamál sem upp koma. Þá sé hægt að leysa vandann strax. „Ef fólk starfar saman við skólastarfið komumst við miklu nær því að ná utan um hvern og einn nemanda. Það verða engin verkefni afgangs og þetta hefur sýnt sig. Því ef kennari er með 25 nemendur þá segir það sig sjálft að ákveðnir þættir lenda undir, eðlilega. En þegar við getum bætt í og haft fjölbreyttan faghóp saman í teymi þá ertu kominn með allt öðruvísi virkni.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira