Óvíst með áformað útboð Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. mars 2019 06:15 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K „Það kemur til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Icelandair Hotels vel og það verða ekki „frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Markaðinn, og nefnir að það hafi komið fram á hluthafafundi fyrirtækisins á föstudag. „Eins og staðan er núna, líta tilboðin ágætlega út.“ Stefnt var að hlutafjárútboði Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi í ár, sem lýkur í mars, en upplýst var um á aðalfundinum að nú væri horft til fyrri helmings ársins. Fjárhæðin sem safna á er 625 milljónir að nafnvirði, miðað við markaðsvirðið núna er um rúmlega 4,4 milljarða króna að ræða.Hvers vegna var ákveðið að fresta hlutafjárútboðinu? „Upphaflega var ákveðið að auka hlutafé Icelandair Group til að fjármagna kaup á WOW air. Þau kaup gengu ekki eftir, eins og upplýst var í lok nóvember. Engu að síður sóttum við um heimild til hluthafa þess efnis að auka hlutafé til að nýta til vaxtar ef breytingar verða á samkeppnisumhverfinu. Enn er stefnt að útboðinu en við viljum fá skýrari mynd á það hvernig landið liggur áður en efnt verður til hlutafjárútboðs.“Getur Icelandair farið í hlutafjárútboð áður en myndin skýrist varðandi framtíð WOW air? „Já það getur félagið, við erum að fylgjast með samkeppnisumhverfinu í heild sinni og tækifærunum þar.“KeflavÃkurflugvöllur, flug, flugsamgöngur, millilandaflug, Iceland air, flugstæði, flugvélar, IcelandairTíu milljarða lán Icelandair Group hefur gengið frá 80 milljóna dollara láni, jafnvirði 9,7 milljarða króna, frá innlendum banka. Morgunblaðið sagði í gær að Landsbankinn væri lánveitandinn. Bogi Nils segir að lánið verði nýtt til að endurfjármagna skuldabréf á hagstæðari kjörum. Að auki sé lengt í láninu en það sé til fimm ára. Skuldir félagsins muni því ekki aukast fyrir vikið. „Við höfum unnið að fjármögnuninni í nokkra mánuði.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að vegna erfiðleika í rekstri hafi Icelandair Group brotið lánaskilmála skuldabréfanna. Að hans sögn greiddi félagið 73 milljónir dollara inn á skuldabréfaflokkinn í janúar. Félagið muni því á skömmum tíma hafa greitt 153 milljónir dollara inn á lánið, jafnvirði 18,5 milljarða króna. „Þá standa 60 milljónir dollara eftir og það kemur til greina að endurfjármagna þá að fullu fyrir lok annars fjórðungs. Við höfum nokkuð mikinn sveigjanleika. Við getum veðsett flugvélar í okkar eigu sem eru óveðsettar og getum því stokkið til ef viðunandi kjör bjóðast á markaðnum.“Ekki rætt um stærra lánVildi bankinn ekki lána nægilega mikið til að greiða skuldabréfaflokkinn upp að fullu? „Það var ekki rætt um það. Það eru fleiri aðilar, sérstaklega erlendis, sem bjóða fjármögnun sem þessa. Það eru því margir möguleikar opnir.“Er ekki erfiðara að ráðast í endurskipulagningu á rekstrinum þegar þið eruð með skráð skuldabréf? Eflaust auðveldara að ræða við einn banka í stað fleiri skuldabréfaeigenda? „Það er alveg rétt. Það er ókyrrð í loftinu í flugrekstri, afkoman á síðasta ári var ekki góð og ýmislegt að eiga sér stað í þessum geira á Íslandi. Við þær aðstæður er mun þægilegra að ræða við einn banka í stað tuga fjárfesta.“ Icelandair Group á 42 flugvélar, þar af eru 30 óveðsettar. Flestar þeirra eru Boeing 757.Á hvað eru þessar flugvélar sem nýttar eru sem veð bókfærðar? Þær eru komnar til ára sinna, hafa þær verið afskrifaðar að fullu? „Flugvélarnar hafa ekki verið afskrifaðar að fullu. Markaðsvirði flugvélanna hefur á undanförnum tveimur árum verið að aukast fremur en að dragast saman. Það er mjög virkur markaður með þessar flugvélar. Það er mjög misjafnt á hvaða verði þær eru bókfærðar. Það fer eftir því hvenær þær voru keyptar og hve mikið þær hafa verið notaðar. Flugvélarnar eru ekki bókfærðar í heilu lagi heldur er skrokkur bókfærður sér og hreyflar sér.“Í ljósi erfiðari tíma í flugrekstri: Hafa greiðslukortafyrirtæki þrengt skilmála sína að undanförnu? „Ekki hvað okkur varðar.“Ákvörðunin ekkert að gera með flugörygg „Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri,“ sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Hlutabréf félagsins höfðu skömmu áður hríðfallið í verði eftir að bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að engar Boeing 737 MAX vélar mættu fljúga innan breskrar lofthelgi. Gengi bréfanna lækkaði um rúmlega 5 prósent í samtals 482 milljóna króna veltu og stóð í 7,1 krónu á hlut við lokun markaða. Frá áramótum hafa bréfin lækkað í verði um nærri 26 prósent. Bogi segir að flugmálayfirvöld í löndum sem Icelandair flýgur til hafi bannað flug umræddra flugvéla. Það trufli leiðakerfi flugfélagsins og því hafi verið ákveðið að stöðva rekstur þeirra og nota aðrar vélar í staðinn. „Ákvörðunin hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til öryggis vélanna. Við teljum þær, eins og áður, öruggar til flugs.“ Icelandair mun fá innan skamms sex 737 flugvélar frá Boeing, þar af eru þrjár 737 MAX 8 og þrjár MAX 9. Á næsta ári mun það fá tvær MAX 8 vélar og eina árið 2021. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um þrjár vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum, segir í tilkynningunni.Skapar það mikið fjárhagstjón fyrir Icelandair Group að geta ekki nýtt MAX 8 flugvélarnar sem það á og eru á leiðinni? „Til skamms tíma eru áhrifin óveruleg, við erum með svigrúm í flugflota félagsins til að bregðast við þessum aðstæðum. Eins og fram kom í tilkynningunni eru þetta 3 vélar af 33 í núverandi flota.“Hafið þið sett ykkur í samband við Boeing og reynt að gera breytingar á afhendingu flugvélanna, annaðhvort fyrir sumarið eða næsta sumar? „Við erum í stöðugu sambandi við Boeing en það hefur ekki komið til umræðu að fresta afhendingu véla.“Enn meiri þrýstingur á hagræðingu Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að það líti út fyrir að fyrsti fjórðungur ársins hjá Icelandair Group verði verri en í fyrra. „Verkföll eru að bresta á og búið að taka Boeing MAX 8 vélar úr rekstri, sem hefur neikvæð áhrif á reksturinn, sem leiðir til þess að útlit er fyrir að annar fjórðungur verði líka verri en árið áður. Stjórnendur flugfélagsins hafa því knappari tíma en áður til að snúa við rekstrinum, þótt vissulega sé það vel gerlegt. Sveiflur í rekstri flugfélaga geta verið ótrúlegar. Nú hefur skapast enn meiri þrýstingur á að hagrætt verði hjá félaginu. Ef ekki, gæti farið svo að árið í ár verði verra en í fyrra og þá eru horfur fyrir árið 2020 ekki góðar,“ segir hann en nefnir að fjárhagur fyrirtækisins þoli umtalsvert tap. Icelandair Group tapaði 52 milljónum dollara á fyrri helmingi ársins 2018 og 110 milljónum dollara á árinu öllu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það kemur til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Icelandair Hotels vel og það verða ekki „frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Markaðinn, og nefnir að það hafi komið fram á hluthafafundi fyrirtækisins á föstudag. „Eins og staðan er núna, líta tilboðin ágætlega út.“ Stefnt var að hlutafjárútboði Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi í ár, sem lýkur í mars, en upplýst var um á aðalfundinum að nú væri horft til fyrri helmings ársins. Fjárhæðin sem safna á er 625 milljónir að nafnvirði, miðað við markaðsvirðið núna er um rúmlega 4,4 milljarða króna að ræða.Hvers vegna var ákveðið að fresta hlutafjárútboðinu? „Upphaflega var ákveðið að auka hlutafé Icelandair Group til að fjármagna kaup á WOW air. Þau kaup gengu ekki eftir, eins og upplýst var í lok nóvember. Engu að síður sóttum við um heimild til hluthafa þess efnis að auka hlutafé til að nýta til vaxtar ef breytingar verða á samkeppnisumhverfinu. Enn er stefnt að útboðinu en við viljum fá skýrari mynd á það hvernig landið liggur áður en efnt verður til hlutafjárútboðs.“Getur Icelandair farið í hlutafjárútboð áður en myndin skýrist varðandi framtíð WOW air? „Já það getur félagið, við erum að fylgjast með samkeppnisumhverfinu í heild sinni og tækifærunum þar.“KeflavÃkurflugvöllur, flug, flugsamgöngur, millilandaflug, Iceland air, flugstæði, flugvélar, IcelandairTíu milljarða lán Icelandair Group hefur gengið frá 80 milljóna dollara láni, jafnvirði 9,7 milljarða króna, frá innlendum banka. Morgunblaðið sagði í gær að Landsbankinn væri lánveitandinn. Bogi Nils segir að lánið verði nýtt til að endurfjármagna skuldabréf á hagstæðari kjörum. Að auki sé lengt í láninu en það sé til fimm ára. Skuldir félagsins muni því ekki aukast fyrir vikið. „Við höfum unnið að fjármögnuninni í nokkra mánuði.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að vegna erfiðleika í rekstri hafi Icelandair Group brotið lánaskilmála skuldabréfanna. Að hans sögn greiddi félagið 73 milljónir dollara inn á skuldabréfaflokkinn í janúar. Félagið muni því á skömmum tíma hafa greitt 153 milljónir dollara inn á lánið, jafnvirði 18,5 milljarða króna. „Þá standa 60 milljónir dollara eftir og það kemur til greina að endurfjármagna þá að fullu fyrir lok annars fjórðungs. Við höfum nokkuð mikinn sveigjanleika. Við getum veðsett flugvélar í okkar eigu sem eru óveðsettar og getum því stokkið til ef viðunandi kjör bjóðast á markaðnum.“Ekki rætt um stærra lánVildi bankinn ekki lána nægilega mikið til að greiða skuldabréfaflokkinn upp að fullu? „Það var ekki rætt um það. Það eru fleiri aðilar, sérstaklega erlendis, sem bjóða fjármögnun sem þessa. Það eru því margir möguleikar opnir.“Er ekki erfiðara að ráðast í endurskipulagningu á rekstrinum þegar þið eruð með skráð skuldabréf? Eflaust auðveldara að ræða við einn banka í stað fleiri skuldabréfaeigenda? „Það er alveg rétt. Það er ókyrrð í loftinu í flugrekstri, afkoman á síðasta ári var ekki góð og ýmislegt að eiga sér stað í þessum geira á Íslandi. Við þær aðstæður er mun þægilegra að ræða við einn banka í stað tuga fjárfesta.“ Icelandair Group á 42 flugvélar, þar af eru 30 óveðsettar. Flestar þeirra eru Boeing 757.Á hvað eru þessar flugvélar sem nýttar eru sem veð bókfærðar? Þær eru komnar til ára sinna, hafa þær verið afskrifaðar að fullu? „Flugvélarnar hafa ekki verið afskrifaðar að fullu. Markaðsvirði flugvélanna hefur á undanförnum tveimur árum verið að aukast fremur en að dragast saman. Það er mjög virkur markaður með þessar flugvélar. Það er mjög misjafnt á hvaða verði þær eru bókfærðar. Það fer eftir því hvenær þær voru keyptar og hve mikið þær hafa verið notaðar. Flugvélarnar eru ekki bókfærðar í heilu lagi heldur er skrokkur bókfærður sér og hreyflar sér.“Í ljósi erfiðari tíma í flugrekstri: Hafa greiðslukortafyrirtæki þrengt skilmála sína að undanförnu? „Ekki hvað okkur varðar.“Ákvörðunin ekkert að gera með flugörygg „Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri,“ sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Hlutabréf félagsins höfðu skömmu áður hríðfallið í verði eftir að bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að engar Boeing 737 MAX vélar mættu fljúga innan breskrar lofthelgi. Gengi bréfanna lækkaði um rúmlega 5 prósent í samtals 482 milljóna króna veltu og stóð í 7,1 krónu á hlut við lokun markaða. Frá áramótum hafa bréfin lækkað í verði um nærri 26 prósent. Bogi segir að flugmálayfirvöld í löndum sem Icelandair flýgur til hafi bannað flug umræddra flugvéla. Það trufli leiðakerfi flugfélagsins og því hafi verið ákveðið að stöðva rekstur þeirra og nota aðrar vélar í staðinn. „Ákvörðunin hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til öryggis vélanna. Við teljum þær, eins og áður, öruggar til flugs.“ Icelandair mun fá innan skamms sex 737 flugvélar frá Boeing, þar af eru þrjár 737 MAX 8 og þrjár MAX 9. Á næsta ári mun það fá tvær MAX 8 vélar og eina árið 2021. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um þrjár vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum, segir í tilkynningunni.Skapar það mikið fjárhagstjón fyrir Icelandair Group að geta ekki nýtt MAX 8 flugvélarnar sem það á og eru á leiðinni? „Til skamms tíma eru áhrifin óveruleg, við erum með svigrúm í flugflota félagsins til að bregðast við þessum aðstæðum. Eins og fram kom í tilkynningunni eru þetta 3 vélar af 33 í núverandi flota.“Hafið þið sett ykkur í samband við Boeing og reynt að gera breytingar á afhendingu flugvélanna, annaðhvort fyrir sumarið eða næsta sumar? „Við erum í stöðugu sambandi við Boeing en það hefur ekki komið til umræðu að fresta afhendingu véla.“Enn meiri þrýstingur á hagræðingu Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að það líti út fyrir að fyrsti fjórðungur ársins hjá Icelandair Group verði verri en í fyrra. „Verkföll eru að bresta á og búið að taka Boeing MAX 8 vélar úr rekstri, sem hefur neikvæð áhrif á reksturinn, sem leiðir til þess að útlit er fyrir að annar fjórðungur verði líka verri en árið áður. Stjórnendur flugfélagsins hafa því knappari tíma en áður til að snúa við rekstrinum, þótt vissulega sé það vel gerlegt. Sveiflur í rekstri flugfélaga geta verið ótrúlegar. Nú hefur skapast enn meiri þrýstingur á að hagrætt verði hjá félaginu. Ef ekki, gæti farið svo að árið í ár verði verra en í fyrra og þá eru horfur fyrir árið 2020 ekki góðar,“ segir hann en nefnir að fjárhagur fyrirtækisins þoli umtalsvert tap. Icelandair Group tapaði 52 milljónum dollara á fyrri helmingi ársins 2018 og 110 milljónum dollara á árinu öllu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira