Foreldrar þurfa að leggja fötluð börn sín á gólf almenningssalerna til að skipta á þeim Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. mars 2019 20:15 Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál. Félagsmál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Sjá meira
Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál.
Félagsmál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Sjá meira