Íslenskar melónur ræktaðar í Garðyrkjuskólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2019 19:21 Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur Garðyrkja Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur
Garðyrkja Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira