Atkvæðagreiðslunni um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í dag er lýst sem síðustu og örvæntingarfullri tilraun hennar til að stilla eigin þingmönnum upp við vegg og knýja þá til að samþykkja samning sem þeir hafa kolfellt í tvígang áður. May reynir nú að spila á ótta stuðningsmanna Brexit við útgöngu án samnings eða langa frestun. Upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í dag, 29. mars. Útgöngusamningur May hefur verið kolfelldur á breska þinginu í tvígang á þessu ári. Hvorki hefur gengið né rekið hjá bresku ríkisstjórninni að koma sér saman um hvernig hátta eigi útgöngunni. Þráteflið varð til þess að May óskaði eftir fresti frá evrópskum ráðamönnum og fékk hann til 12. apríl. Komi May samningnum ekki í gegn í dag þurfa Bretar annað hvort að ganga úr Evrópusambandinu án samnings 12. apríl eða sætta sig við að útgöngunni verði frestað um lengri tíma. Talað hefur verið um allt að ár í því samhengi. Verði samningurinn hins vegar samþykktur hafa leiðtogar Evrópusambandsins samþykkt að veita stuttan viðbótarfrest til 22. maí til að ganga frá lausum endum fyrir útgönguna. May hefur lofað þingmönnum að hún muni stíga til hliðar komi hún samningnum í gegn í von um að óánægja sumra þingmanna Íhaldsflokksins með störf hennar dugi til að vinna stuðning þeirra við hann.Atkvæðagreiðslan í breska þinginu á að hefjast klukkan 14:30. Hægt er að fylgjast með henni á vefsíðu breska þingsins hér.Kemst í kringum ákvörðun þingforsetans Brexit-sinnar sem felldu útgöngusamninginn tvisvar voru sérstaklega ósáttir við ákvæði samningsins um svonefnda baktryggingu fyrir Írland. Það felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollabandalagi ESB eftir útgönguna þar til samið verður um varanlegt fyrirkomulag. Ákvæðið var sett inn til þess að forða því að setja þyrfti upp landamæraeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagst ekki vera til viðræðu um breytingar á írsku baktryggingunni þrátt fyrir að May hafi ítrekað gert sér ferð til Brussel til að ræða um málamiðlanir um samninginn sem gætu tryggt honum stuðning á breska þinginu. Eftir að samningur May var felldur öðru sinni hugðist forsætisráðherrann enn reyna að leggja hann fyrir þingið í lokatilraun til að knýja þingmenn til fylgilags við hann. John Bercow, forseti þingsins, kom í veg fyrir þau áform þegar hann vitnaði í ævaforn þingsköp um að bannað væri að leggja sama þingmálið ítrekað fram óbreytt til atkvæðagreiðslu. Krókur May á móti bragði þingforsetans í dag er að tálga utan af því sem þingmenn greiða atkvæði um.Jacob Rees-Mogg hefur verið einn harðasti gagnrýnandi útgöngusamnings May í Íhaldsflokknum. Hann er einn þeirra sem hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að styðja hann nú.Vísir/EPAUm hvað eru atkvæði greidd í dag? Fram að þessu hafa þingmenn greitt atkvæði um útgöngusamninginn, sem kveður á um hluti eins og fjárhagslegt uppgjör við ESB og írsku baktrygginguna, og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti við Evrópusambandið saman. Nú leggur May aðeins fram útgöngusamninginn án pólitísku yfirlýsingarinnar. Gagnrýnendur May hafa ítrekað sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu og reyna að vinna sér tíma fram að útgöngudeginum. Markmið hennar sé að gefa þingmönnum sínum enga aðra valkosti en samning á hennar forsendum eða útgöngu án samnings. Síðarnefndu niðurstöðuna óttast flestir enda er því spáð að efnahagslegu áhrifin af slíkri útgöngu yrðu hrikaleg fyrir Bretland til skemmri tíma litið. Breska þingið hefur samþykkt tillögur um að útiloka útgöngu án samnings. Því er líklegt að May meti stöðuna sem svo að þingmenn sem styðja Brexit óttist að útgöngunni verði þannig frestað um lengri tíma 12. apríl samþykki þeir ekki samning hennar. Þá neyðist Bretar jafnframt til að taka þátt í Evrópuþingskosningum í vor. Það hugnast hörðustu stuðningsmönnum útgöngunnar alls ekki. Nái hún samningnum í gegn í dag fái hún frest til að ganga frá forsendum útgöngunnar til 22. maí. Eftir þá dagsetningu hafa evrópskir ráðamenn lýst því skýrt yfir að frekari fresti sé ekki að fá frá þeim. Þannig gæti May sett þingmönnum afarkosti: annað hvort fallast þeir á útgöngusamninginn hennar eða Bretland gengur úr sambandinu án samnings 22. maí með fyrirsjáanlegum efnahagslegum skakkaföllum. Virðist May þannig leggja traust sitt á að ótti þingmanna við langa frestun útgöngunnar og útgöngu án samnings hræði þá til að láta undan með útgöngusamning hennar.Fylgjendur Brexit standa fyrir kröfugöngu í London í dag. Hún á að enda við þinghúsið þar sem þingmenn taka afstöðu til útgöngusamnings May í þriðja skipti.Vísir/EPASamningurinn að öllum líkindum felldurThe Guardian segir að þrátt fyrir að sumir harðlínumenn í flokki May sem felldu samninginn áður séu viljugir til að samþykkja hann nú sé afar ólíklegt að forsætisráðherranum verði að ósk sinni í dag. Norður-írski sambandssinnaflokkurinn DUP, sem ver minnihlutastjórn May falli, ætlar enn að greiða atkvæði á móti og flestir þingmenn Verkamannaflokksins sömuleiðis. Til viðbótar eru um þrjátíu íhaldsþingmenn sagðir einarðir á móti samningnum eftir sem áður.Breska ríkisútvarpið BBC tekur í sama streng. Líklegast sé að samningurinn verði felldur en ekki með sama afgerandi mun og í fyrri tvö skiptin. Jafnvel þó að samningur May verði á einhvern hátt samþykktur í dag er björninn enn ekki unninn fyrir hana. Útgönguskilmálarnir verða ekki fullgiltir endanlega fyrr en þingið samþykkir pólitísku yfirlýsinguna um framtíðarsamskiptin við Evrópu. Til þess þyrfti May þá að vinna aðra atkvæðagreiðslu á þingi sem hefur greitt henni hvert þunga höggið á eftir öðru undanfarnar vikur og mánuði. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-laus útgöngudagsetning Bretar áttu upphaflega að ganga út úr ESB í dag. Það hefur ekki gerst. Erfið pattstaða er komin upp og alls óvíst að loforð May forsætisráðherra um afsögn skili meirihluta á bak við samning hennar. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent
Atkvæðagreiðslunni um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í dag er lýst sem síðustu og örvæntingarfullri tilraun hennar til að stilla eigin þingmönnum upp við vegg og knýja þá til að samþykkja samning sem þeir hafa kolfellt í tvígang áður. May reynir nú að spila á ótta stuðningsmanna Brexit við útgöngu án samnings eða langa frestun. Upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í dag, 29. mars. Útgöngusamningur May hefur verið kolfelldur á breska þinginu í tvígang á þessu ári. Hvorki hefur gengið né rekið hjá bresku ríkisstjórninni að koma sér saman um hvernig hátta eigi útgöngunni. Þráteflið varð til þess að May óskaði eftir fresti frá evrópskum ráðamönnum og fékk hann til 12. apríl. Komi May samningnum ekki í gegn í dag þurfa Bretar annað hvort að ganga úr Evrópusambandinu án samnings 12. apríl eða sætta sig við að útgöngunni verði frestað um lengri tíma. Talað hefur verið um allt að ár í því samhengi. Verði samningurinn hins vegar samþykktur hafa leiðtogar Evrópusambandsins samþykkt að veita stuttan viðbótarfrest til 22. maí til að ganga frá lausum endum fyrir útgönguna. May hefur lofað þingmönnum að hún muni stíga til hliðar komi hún samningnum í gegn í von um að óánægja sumra þingmanna Íhaldsflokksins með störf hennar dugi til að vinna stuðning þeirra við hann.Atkvæðagreiðslan í breska þinginu á að hefjast klukkan 14:30. Hægt er að fylgjast með henni á vefsíðu breska þingsins hér.Kemst í kringum ákvörðun þingforsetans Brexit-sinnar sem felldu útgöngusamninginn tvisvar voru sérstaklega ósáttir við ákvæði samningsins um svonefnda baktryggingu fyrir Írland. Það felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollabandalagi ESB eftir útgönguna þar til samið verður um varanlegt fyrirkomulag. Ákvæðið var sett inn til þess að forða því að setja þyrfti upp landamæraeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagst ekki vera til viðræðu um breytingar á írsku baktryggingunni þrátt fyrir að May hafi ítrekað gert sér ferð til Brussel til að ræða um málamiðlanir um samninginn sem gætu tryggt honum stuðning á breska þinginu. Eftir að samningur May var felldur öðru sinni hugðist forsætisráðherrann enn reyna að leggja hann fyrir þingið í lokatilraun til að knýja þingmenn til fylgilags við hann. John Bercow, forseti þingsins, kom í veg fyrir þau áform þegar hann vitnaði í ævaforn þingsköp um að bannað væri að leggja sama þingmálið ítrekað fram óbreytt til atkvæðagreiðslu. Krókur May á móti bragði þingforsetans í dag er að tálga utan af því sem þingmenn greiða atkvæði um.Jacob Rees-Mogg hefur verið einn harðasti gagnrýnandi útgöngusamnings May í Íhaldsflokknum. Hann er einn þeirra sem hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að styðja hann nú.Vísir/EPAUm hvað eru atkvæði greidd í dag? Fram að þessu hafa þingmenn greitt atkvæði um útgöngusamninginn, sem kveður á um hluti eins og fjárhagslegt uppgjör við ESB og írsku baktrygginguna, og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti við Evrópusambandið saman. Nú leggur May aðeins fram útgöngusamninginn án pólitísku yfirlýsingarinnar. Gagnrýnendur May hafa ítrekað sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu og reyna að vinna sér tíma fram að útgöngudeginum. Markmið hennar sé að gefa þingmönnum sínum enga aðra valkosti en samning á hennar forsendum eða útgöngu án samnings. Síðarnefndu niðurstöðuna óttast flestir enda er því spáð að efnahagslegu áhrifin af slíkri útgöngu yrðu hrikaleg fyrir Bretland til skemmri tíma litið. Breska þingið hefur samþykkt tillögur um að útiloka útgöngu án samnings. Því er líklegt að May meti stöðuna sem svo að þingmenn sem styðja Brexit óttist að útgöngunni verði þannig frestað um lengri tíma 12. apríl samþykki þeir ekki samning hennar. Þá neyðist Bretar jafnframt til að taka þátt í Evrópuþingskosningum í vor. Það hugnast hörðustu stuðningsmönnum útgöngunnar alls ekki. Nái hún samningnum í gegn í dag fái hún frest til að ganga frá forsendum útgöngunnar til 22. maí. Eftir þá dagsetningu hafa evrópskir ráðamenn lýst því skýrt yfir að frekari fresti sé ekki að fá frá þeim. Þannig gæti May sett þingmönnum afarkosti: annað hvort fallast þeir á útgöngusamninginn hennar eða Bretland gengur úr sambandinu án samnings 22. maí með fyrirsjáanlegum efnahagslegum skakkaföllum. Virðist May þannig leggja traust sitt á að ótti þingmanna við langa frestun útgöngunnar og útgöngu án samnings hræði þá til að láta undan með útgöngusamning hennar.Fylgjendur Brexit standa fyrir kröfugöngu í London í dag. Hún á að enda við þinghúsið þar sem þingmenn taka afstöðu til útgöngusamnings May í þriðja skipti.Vísir/EPASamningurinn að öllum líkindum felldurThe Guardian segir að þrátt fyrir að sumir harðlínumenn í flokki May sem felldu samninginn áður séu viljugir til að samþykkja hann nú sé afar ólíklegt að forsætisráðherranum verði að ósk sinni í dag. Norður-írski sambandssinnaflokkurinn DUP, sem ver minnihlutastjórn May falli, ætlar enn að greiða atkvæði á móti og flestir þingmenn Verkamannaflokksins sömuleiðis. Til viðbótar eru um þrjátíu íhaldsþingmenn sagðir einarðir á móti samningnum eftir sem áður.Breska ríkisútvarpið BBC tekur í sama streng. Líklegast sé að samningurinn verði felldur en ekki með sama afgerandi mun og í fyrri tvö skiptin. Jafnvel þó að samningur May verði á einhvern hátt samþykktur í dag er björninn enn ekki unninn fyrir hana. Útgönguskilmálarnir verða ekki fullgiltir endanlega fyrr en þingið samþykkir pólitísku yfirlýsinguna um framtíðarsamskiptin við Evrópu. Til þess þyrfti May þá að vinna aðra atkvæðagreiðslu á þingi sem hefur greitt henni hvert þunga höggið á eftir öðru undanfarnar vikur og mánuði.
Brexit-laus útgöngudagsetning Bretar áttu upphaflega að ganga út úr ESB í dag. Það hefur ekki gerst. Erfið pattstaða er komin upp og alls óvíst að loforð May forsætisráðherra um afsögn skili meirihluta á bak við samning hennar. 29. mars 2019 06:00