Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Bólusetningar eru ekki notalegar, en þær eru öruggar. Getty/Karl Tapales Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira