Í forystu í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar