Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:10 Andartakið þegar flugskeyti hæfði heimili fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. nordichpotos/AFP Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. Fyrir tæpum tveimur vikum hafði flugskeyti verið skotið frá Gaza í átt að Tel Avív án þess að valda tjóni. Ísraelsmenn hafa skellt ábyrgðinni á Hamas-liða en samtökin hafa neitað því alfarið að hafa verið þarna að verki. Um miðjan dag í gær var ljóst í hvað stefndi. Ísraelskir hermenn töku sér stöðu við landamærin og almennum borgurum var bent á hvar hægt væri að leita skjóls kæmi til þess að Palestínumenn myndu svara í sömu mynt. Þá var skólum víðs vegar í Ísrael lokað í dag. Íbúar Palestínu vissu á hverju var von. Fjöldi lagði leið sína í verslanir til að byrgja sig upp af nauðsynjum og tiltækt starfsfólk heilbrigðisstofnana var kallað út á vakt. Heilbrigðisráðuneytið sendi einnig út tilkynningu til íbúa um að vera viðbúnir ísraelskum loftárásum og gera það sem í þeirra valdi stæði til að vernda sig gegn þeim. Skömmu fyrir klukkan 22 að staðartíma, rétt fyrir sjö að íslenskum tíma, sögðu palestínskir miðlar frá því að ísraelsk sprengja hefði endað för sína á heimili Ismails Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hamas-samtakanna og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Að sögn fréttaritara Al-Jazera á Gaza virðast mögulegar þjálfunarstöðvar hernaðararms Hamas hafa verið skotmark árásar Ísraelsmanna. Ljóst sé hins vegar að aðrar byggingar hafi einnig orðið fyrir sprengjum. Tölur um fjölda látinna og særðra lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. Fyrir tæpum tveimur vikum hafði flugskeyti verið skotið frá Gaza í átt að Tel Avív án þess að valda tjóni. Ísraelsmenn hafa skellt ábyrgðinni á Hamas-liða en samtökin hafa neitað því alfarið að hafa verið þarna að verki. Um miðjan dag í gær var ljóst í hvað stefndi. Ísraelskir hermenn töku sér stöðu við landamærin og almennum borgurum var bent á hvar hægt væri að leita skjóls kæmi til þess að Palestínumenn myndu svara í sömu mynt. Þá var skólum víðs vegar í Ísrael lokað í dag. Íbúar Palestínu vissu á hverju var von. Fjöldi lagði leið sína í verslanir til að byrgja sig upp af nauðsynjum og tiltækt starfsfólk heilbrigðisstofnana var kallað út á vakt. Heilbrigðisráðuneytið sendi einnig út tilkynningu til íbúa um að vera viðbúnir ísraelskum loftárásum og gera það sem í þeirra valdi stæði til að vernda sig gegn þeim. Skömmu fyrir klukkan 22 að staðartíma, rétt fyrir sjö að íslenskum tíma, sögðu palestínskir miðlar frá því að ísraelsk sprengja hefði endað för sína á heimili Ismails Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hamas-samtakanna og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Að sögn fréttaritara Al-Jazera á Gaza virðast mögulegar þjálfunarstöðvar hernaðararms Hamas hafa verið skotmark árásar Ísraelsmanna. Ljóst sé hins vegar að aðrar byggingar hafi einnig orðið fyrir sprengjum. Tölur um fjölda látinna og særðra lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36