Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 18:01 Michael Avenatti. AP/Michael Owen Baker Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni. Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta. Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Tmrw at 11 am ET, we will be holding a press conference to disclose a major high school/college basketball scandal perpetrated by @Nike that we have uncovered. This criminal conduct reaches the highest levels of Nike and involves some of the biggest names in college basketball. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 25, 2019 Bandaríkin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. Samkvæmt ákærunni, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um nú síðdegis, fundaði Avenatti með lögmannig á vegum Nike fyrr í mánuðinum þar sem hann hótaði að dreifa upplýsingum sem kæmu sér illa fyrir Nike. Gaf hann fyrirtækinu tækifæri á því að greiða sér og öðrum ónefndum manni upphæðina til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Ég mun þurrka út tíu milljarða af markaðsvirði skjólstæðingis þíns, ég er ekki að grínast,“ er Avenatti sagður hafa sagt við lögfræðing Nike að því er fram kemur í ákærunni. Avenatti er sem áður segir best þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Stormy Daniels sem fékk greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fyrr í dag, áður en fréttir um ákæruna voru birtar, tísti Avenatti um að hann myndi halda blaðamannamannafund á morgun. Sagðist hann ætla að afhjúpa „meiriháttar“ svikamyllu Nike í tengslum við skólakörfubolta. Saksóknarar í New York munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem nánar verður greint frá ákærunni. Þá segir einnig í frétt CNN að búist sé við því að saksóknarar í Los Angeles muni einnig ákæra Avenatti í tengslum við aðra glæpi.Tmrw at 11 am ET, we will be holding a press conference to disclose a major high school/college basketball scandal perpetrated by @Nike that we have uncovered. This criminal conduct reaches the highest levels of Nike and involves some of the biggest names in college basketball. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 25, 2019
Bandaríkin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira