Vandi vegna smálána eykst ár frá ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2019 08:02 Þróun á heildarfjölda umsókna um aðstoð UMS vegna fasteignalána annars vegar og vegna skyndilána hins vegar. UMS Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. Umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára fjölgaði mest á milli ára, fór úr 23 prósentum af öllum umsækjendum í 27,3 prósent. Alls fjölgaði umsækjendum sem óskuðu eftir aðstoð UMS um 6,5 prósent á árinu 2018 frá því sem var árið 2017. Alls bárust 1397 umsóknir árið 2018 samanborið við 1311 umsóknir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara. Þar segir að umboðsmaður hafi áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks sem er í vanda vegna þess að það hefur tekið skyndilán, sem einnig eru kölluð smálán í daglegu tali. UMS skilgreinir skyndilán sem lán sem eru tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum farsíma. „Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjónustu en einnig lán þar sem ákveðin fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Á árinu 2018 var hlutfall skyndilána 22% af heildar fjárskuldbindingu þessara einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni að enn skuli fjölga í hópi umsækjenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu UMS.Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum.UMSÍ tilkynningunni bendir umboðsmaður jafnframt á markaðssetningu skyndilána og hvernig henni er í auknum mæli beint að yngri kynslóðinni. Telur UMS að mikilvægt sé að kanna hvort ekki sé hægt að setja því einhverjar skorður hvernig skyndilán eru markaðssett og bendir í því samhengi á hvernig norsk stjórnvöld hafa brugðist við: „Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Markaðssetning skyndilána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kynslóðinni með áherslu á auðvelt aðgengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Benda má á að í Noregi hafa t.d. verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjónustu sem þessa,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir umboðsmaður jafnframt á mikilvægi þess að koma á fót miðlægum skuldagrunni og auka fræðslu um fjármál: „Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjónustuaðilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreindum afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið lánshæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag.Fræðsla um fjármál Dæmin sýna að þeir sem taka skyndilán eru í meiri áhættu að lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Tryggja þarf að einstaklingar hafi forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Með samvinnu mennta- og velferðarkerfis, fjármálafyrirtækja og fleiri aðila þarf að tryggja samræmda fjármálafræðslu barna og ungmenna og það þarf að byrja snemma. Sameiginlegt markmið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir á bakinu. Síðustu misseri hefur Umboðsmaður skuldara lagt aukna áherslu á fræðslumál og útgáfu fræðsluefnis og einn liður í því er ný vefsíða embættisins sem opnuð verður í dag 25. mars. Á vefsíðunni er auk upplýsinga um þjónustu embættisins að finna ýmsan fróðleik um fjármál einstaklinga.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45 Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. Umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára fjölgaði mest á milli ára, fór úr 23 prósentum af öllum umsækjendum í 27,3 prósent. Alls fjölgaði umsækjendum sem óskuðu eftir aðstoð UMS um 6,5 prósent á árinu 2018 frá því sem var árið 2017. Alls bárust 1397 umsóknir árið 2018 samanborið við 1311 umsóknir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara. Þar segir að umboðsmaður hafi áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks sem er í vanda vegna þess að það hefur tekið skyndilán, sem einnig eru kölluð smálán í daglegu tali. UMS skilgreinir skyndilán sem lán sem eru tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum farsíma. „Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjónustu en einnig lán þar sem ákveðin fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Á árinu 2018 var hlutfall skyndilána 22% af heildar fjárskuldbindingu þessara einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni að enn skuli fjölga í hópi umsækjenda á aldrinum 18-29 ára,“ segir í tilkynningu UMS.Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum.UMSÍ tilkynningunni bendir umboðsmaður jafnframt á markaðssetningu skyndilána og hvernig henni er í auknum mæli beint að yngri kynslóðinni. Telur UMS að mikilvægt sé að kanna hvort ekki sé hægt að setja því einhverjar skorður hvernig skyndilán eru markaðssett og bendir í því samhengi á hvernig norsk stjórnvöld hafa brugðist við: „Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Markaðssetning skyndilána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kynslóðinni með áherslu á auðvelt aðgengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Benda má á að í Noregi hafa t.d. verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjónustu sem þessa,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir umboðsmaður jafnframt á mikilvægi þess að koma á fót miðlægum skuldagrunni og auka fræðslu um fjármál: „Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjónustuaðilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreindum afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið lánshæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag.Fræðsla um fjármál Dæmin sýna að þeir sem taka skyndilán eru í meiri áhættu að lenda í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Tryggja þarf að einstaklingar hafi forsendur til að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Með samvinnu mennta- og velferðarkerfis, fjármálafyrirtækja og fleiri aðila þarf að tryggja samræmda fjármálafræðslu barna og ungmenna og það þarf að byrja snemma. Sameiginlegt markmið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir á bakinu. Síðustu misseri hefur Umboðsmaður skuldara lagt aukna áherslu á fræðslumál og útgáfu fræðsluefnis og einn liður í því er ný vefsíða embættisins sem opnuð verður í dag 25. mars. Á vefsíðunni er auk upplýsinga um þjónustu embættisins að finna ýmsan fróðleik um fjármál einstaklinga.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45 Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49 Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Þrjátíu prósent umsækjenda hjá Umboðsmanni skuldara eru nú fólk á aldrinum 18-29 ára. Ungu fólki í skuldavanda fjölgar mest. Skyndilán myllusteinn um háls margra. 1. desember 2018 08:45
Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 19. febrúar 2019 14:49
Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. 19. febrúar 2019 18:45