Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Ari Brynjólfsson skrifar 22. mars 2019 08:00 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær. Fréttablaðið/Ernir Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00
Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20