„Ég dó eiginlega á hlaupabrautinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 22:00 Kemoy Campbell, lengst til vinstri, á HM í Peking 2015. Getty/Ian Walton Jamaíski frjálsíþróttamaðurinn Kemoy Campbell segir að læknarnir hafi sagt við sig að hann hafi í raun „dáið“ á hlaupabrautinni á Millrose-leikunum í New York í febrúar. Kemoy Campbell var héri í 3000 metra hlaupi þegar hann féll niður og útaf brautinni. Hann fékk sem betur fer aðhlynningu strax og var fluttur í flýti á sjúkrahús. „Ég man ekkert eftir þessu,“ sagði Kemoy Campbell við BBC. „Læknarnir sögðu mér að hjartað mitt hafi hætt að slá og ég dó eiginlega þarna. Þetta var mjög ógnvekjandi móment fyrir mig,“ sagði Campbell ."The doctors said my heart stopped and I basically died." Jamaica's Kemoy Campbell has spoken after collapsing on the track at an athletics event last month. More https://t.co/wXmGJOV5WApic.twitter.com/2LYJERF8LS — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019Kemoy Campbell var á sjúkrahúsi í sautján daga en er nú kominn með gangráð og farinn að huga að endurhæfingu. Læknarnir gátu aftur á móti ekki fundið ástæðuna fyrir því að hjarta hans hætti að slá. „Ég vaknaði upp í sjúkrarúmi á mánudeginum,“ sagði Kemoy Campbell en þá voru tveir dagar liðnir frá hlaupinu. „Ég vissi ekki hvar ég var eða hvernig ég komst þangað. Það var vakti upp ótta hjá mér að ég hafði þarna misst úr tvo heila daga og mundi auk þessi ekkert hvað hefði gerst,“ sagði Campbell. Kærasta Campbell hefur sett upp söfnunarsíðu fyrir hann og Reebok, sem var hans styrktaraðili, gaf honum 50 þúsund dollara til að hjálpa við að borga gríðarlega háan lækniskostnað hans. Kostnaðurinn er mikill af því að Campbell var ekki með neina sjúkratryggingu. Kemoy er ekki búinn að gefa upp alla von um að snúa aftur inn á frjálsíþróttabrautina en hann þarf að fara varlega af stað. „Kannski get ég byrjað rólega og byggt síðan ofan á það. Ef það gengur ekki þá er ferillinn búinn,“ sagði Kemoy Campbell. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Jamaíski frjálsíþróttamaðurinn Kemoy Campbell segir að læknarnir hafi sagt við sig að hann hafi í raun „dáið“ á hlaupabrautinni á Millrose-leikunum í New York í febrúar. Kemoy Campbell var héri í 3000 metra hlaupi þegar hann féll niður og útaf brautinni. Hann fékk sem betur fer aðhlynningu strax og var fluttur í flýti á sjúkrahús. „Ég man ekkert eftir þessu,“ sagði Kemoy Campbell við BBC. „Læknarnir sögðu mér að hjartað mitt hafi hætt að slá og ég dó eiginlega þarna. Þetta var mjög ógnvekjandi móment fyrir mig,“ sagði Campbell ."The doctors said my heart stopped and I basically died." Jamaica's Kemoy Campbell has spoken after collapsing on the track at an athletics event last month. More https://t.co/wXmGJOV5WApic.twitter.com/2LYJERF8LS — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019Kemoy Campbell var á sjúkrahúsi í sautján daga en er nú kominn með gangráð og farinn að huga að endurhæfingu. Læknarnir gátu aftur á móti ekki fundið ástæðuna fyrir því að hjarta hans hætti að slá. „Ég vaknaði upp í sjúkrarúmi á mánudeginum,“ sagði Kemoy Campbell en þá voru tveir dagar liðnir frá hlaupinu. „Ég vissi ekki hvar ég var eða hvernig ég komst þangað. Það var vakti upp ótta hjá mér að ég hafði þarna misst úr tvo heila daga og mundi auk þessi ekkert hvað hefði gerst,“ sagði Campbell. Kærasta Campbell hefur sett upp söfnunarsíðu fyrir hann og Reebok, sem var hans styrktaraðili, gaf honum 50 þúsund dollara til að hjálpa við að borga gríðarlega háan lækniskostnað hans. Kostnaðurinn er mikill af því að Campbell var ekki með neina sjúkratryggingu. Kemoy er ekki búinn að gefa upp alla von um að snúa aftur inn á frjálsíþróttabrautina en hann þarf að fara varlega af stað. „Kannski get ég byrjað rólega og byggt síðan ofan á það. Ef það gengur ekki þá er ferillinn búinn,“ sagði Kemoy Campbell.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira