The Division 2: Einkar vel heppnaður fjölspilunarleikur Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 10:30 Það eru sjö mánuðir liðnir frá því að banvænn vírus herjaði á Bandaríkin og leiddi til falls samfélagsins á einungis nokkrum vikum. Útsendarar The Division eru búnir að taka til hendinni í New York og nú er komið að Washington DC. Vísir/Ubisoft Það eru sjö mánuðir liðnir frá því að banvænn vírus herjaði á Bandaríkin og leiddi til falls samfélagsins á einungis nokkrum vikum. Útsendarar The Division eru búnir að taka til hendinni í New York og nú er komið að Washington DC. Tom Clancy‘s The Division 2 er fjölspilunarleikur þar sem spilarar þurfa að taka höndum saman til að kom röð og reglu á það sem eftir er af höfuðborg Bandaríkjanna, bjarga íbúum gegn glæpagengjum og hjálpa þeim að lifa af.Það fyrsta sem segja má um Divison 2 er að þetta er góður leikur. Baradagkerfið virkar vel, óvinir eru gáfaðir og nýta hvert tækifæri sem býðst til þess að reyna að komast aftan að þér. Sömuleiðis geta spilarar komið með krók á móti bragði og snúið á óvini leiksins með sömu aðferðum. Taktík skiptir sum sé máli. Þá virkar „loot“kerfi leiksins vel og maður er ávallt að finna fjölbreyttar og góðar byssur og aðra hluti eins og hnéhlífar, bakpoka, hanska og fleira. Það helsta sem finna má að leiknum er hvað sagan er tötraleg eitthvað. Ég er ekki búinn með söguna enn, þar sem ég keppist alltaf við að klára alla smáhluti sem ég get fundið í svona leikjum, en staðan er sú að ég hef yfirleitt ekki hugmynd um hvað er að gerast í þeim verkefnum sem mér er gert að leysa. Þó ég hafi fylgst vel með er það eina sem ég veit að ég þarf að drepa fullt af gaurum. Ég spilaði aldrei upprunalega Division og þá aðallega út af því að ég kann sjaldan að meta leiki þar sem það þarf að tæma heilt magasín í hausinn á gaurum til að drepa þá. Þetta þykir mér þó ekki vera vesen í Division 2, þar sem tvö til þrjú skot duga iðulega til. Þó eru nokkrir „endakallar“ sem eru sérstaklega brynvarðir og það þarf verulega mikið af blýi til að ganga frá þeim.Vísir/UbisoftWashington DC lítur mjög vel út í Division 2 og iðar af lífi. Það er skemmtilegt að sjá hve mikið hefur verið lagt í smáatriði kortsins. Þá eiga þau hjá Ubisoft sérstakt hrós skilið fyrir veðurkerfi leiksins. Það er einkar gott og gerir mikið fyrir andrúmsloftið og líka bardaga. Þegar það byrjar að rigna dregur það verulega úr skyggninu og sömuleiðis þegar það er þoka. Það gerir manni erfiðara fyrir að sjá og þar með skjóta vonda karla. Það sem er frábært er að það gerir vondum körlum sömuleiðis erfiðara að sjá. Spilarar geta nýtt sér veðrið til að komast aftur að þeim. Bardagakerfi Division 2 byggir á því að koma sér í skjól, skjóta úr skjóli, hlaupa úr skjóli þegar einhver drullusokkur kastar handsprengju í þig, finna sér nýtt skjól og skjóta úr því skjóli. Þetta kallast á ensku „cover shooter“ er Division 2 vel heppnaður cover shooter. Það er þó nokkuð um endurverknað (svokallað „grind“) í Division 2 sem felst í því að safna auðlindum fyrir byggðir íbúa og hjálpa þeim að lifa af. Það þarf að safna málmum, mat og vatni, svo eitthvað sé nefnt. Þau hjá Ubisoft eru reyndar orðin nokkuð góð í því að skapa góða opna heima með mikið af grindi, án þess þó að það sé leiðinlegt. Flest öll verkefni leiksins snúa að því að fara í eitthvað frægt hús, skjóta vonda karla þar og finna einhverja tækni eða tengjast við einhvern gervihnött. Það verður þó sjaldan einsleitt þar sem þessi grunnformúla tekur nokkrum breytingum í hverju verkefni. Þau eru í rauninni fjölbreytt. Sömuleiðis eru vondu karlarnir líka fjölbreyttir. Það má finna hefðbundna óvini með byssur, aðra sem taka sprettinn og reyna að berja spilara með röri. Það er mjög pirrandi þegar þeir komast upp að manni. Svo eru einnig leyniskyttur, tæknisérfræðingar sem setja sprengjur á sjálfstýrða bíla og margar aðrar týpur. Það eru einnig mjög svo brynvarðir gaurar með vélsagir.Eins og með alla leiki af þessari gerð er skemmtilegra að spila með öðrum en það er þó einnig skemmtilegt að spila einn. Óvinum fjögar eftir því hve margir eru að spila saman og þeir verða jafnvel betri líka. Það er þó alltaf auðveldara að spila með öðrum en þegar einspilarar lenda í vandræðum geta þeir kallað eftir hjálp annarra spilara á svæðinu. Ég hef þó reyndar aldrei svarað slíku hjálparkalli. Ég á erfitt með að finna eitthvað sérstakt til að setja út á í Division 2, fyrir utan söguna. Nema þá það að ég hef nokkrum sinnum lent í því að óvinir birtast upp úr þurru fyrir aftan mig og skjóta mig. Sem er pirrandi en það er varla hægt að setja út á það í svona leik. Ég hef ekki rekist á neina eftirtektarverða tæknilega galla og það það þykir mér reyndar alveg magnað. Það er sjaldgæft þessa dagana að leikir virki fullkláraðir þegar þeir eru gefnir út og þá sérstaklega fjölspilunarleikir. Eins og áður segir er sagan ekkert til að hrópa húrra yfir og oftar en ekki hef ég ekki hugmynd um af hverju ég/við erum að slátra óvinum og ýta á takka.Vísir/UbisoftÞað má þó færa rök fyrir því að sagan sé aukaatriði í leik sem þessum. Ég er ekki búinn með söguna og hef því ekki enn fengið aðgang að bestu vopnum leiksins, sem nauðsynleg eru svo maður geti hætt að skjóta tölvukarla og farið að skjóta aðra spilara.Samantekt-ish Undirritaður hefur aldrei verið sérstakur aðdáandi fjölspilunarleikja en ég er aðdáandi Division 2. Hann er hraður og skemmtilegur og bardagakerfið er mjög gott. Hann lítur einnig vel út og það er nóg að gera í honum. Þó það sé mikið grind verður það ekki mjög þreytandi.Ég spilaði leikinn með PS4 eintaki sem ég fékk hjá innflytjendum hans. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það eru sjö mánuðir liðnir frá því að banvænn vírus herjaði á Bandaríkin og leiddi til falls samfélagsins á einungis nokkrum vikum. Útsendarar The Division eru búnir að taka til hendinni í New York og nú er komið að Washington DC. Tom Clancy‘s The Division 2 er fjölspilunarleikur þar sem spilarar þurfa að taka höndum saman til að kom röð og reglu á það sem eftir er af höfuðborg Bandaríkjanna, bjarga íbúum gegn glæpagengjum og hjálpa þeim að lifa af.Það fyrsta sem segja má um Divison 2 er að þetta er góður leikur. Baradagkerfið virkar vel, óvinir eru gáfaðir og nýta hvert tækifæri sem býðst til þess að reyna að komast aftan að þér. Sömuleiðis geta spilarar komið með krók á móti bragði og snúið á óvini leiksins með sömu aðferðum. Taktík skiptir sum sé máli. Þá virkar „loot“kerfi leiksins vel og maður er ávallt að finna fjölbreyttar og góðar byssur og aðra hluti eins og hnéhlífar, bakpoka, hanska og fleira. Það helsta sem finna má að leiknum er hvað sagan er tötraleg eitthvað. Ég er ekki búinn með söguna enn, þar sem ég keppist alltaf við að klára alla smáhluti sem ég get fundið í svona leikjum, en staðan er sú að ég hef yfirleitt ekki hugmynd um hvað er að gerast í þeim verkefnum sem mér er gert að leysa. Þó ég hafi fylgst vel með er það eina sem ég veit að ég þarf að drepa fullt af gaurum. Ég spilaði aldrei upprunalega Division og þá aðallega út af því að ég kann sjaldan að meta leiki þar sem það þarf að tæma heilt magasín í hausinn á gaurum til að drepa þá. Þetta þykir mér þó ekki vera vesen í Division 2, þar sem tvö til þrjú skot duga iðulega til. Þó eru nokkrir „endakallar“ sem eru sérstaklega brynvarðir og það þarf verulega mikið af blýi til að ganga frá þeim.Vísir/UbisoftWashington DC lítur mjög vel út í Division 2 og iðar af lífi. Það er skemmtilegt að sjá hve mikið hefur verið lagt í smáatriði kortsins. Þá eiga þau hjá Ubisoft sérstakt hrós skilið fyrir veðurkerfi leiksins. Það er einkar gott og gerir mikið fyrir andrúmsloftið og líka bardaga. Þegar það byrjar að rigna dregur það verulega úr skyggninu og sömuleiðis þegar það er þoka. Það gerir manni erfiðara fyrir að sjá og þar með skjóta vonda karla. Það sem er frábært er að það gerir vondum körlum sömuleiðis erfiðara að sjá. Spilarar geta nýtt sér veðrið til að komast aftur að þeim. Bardagakerfi Division 2 byggir á því að koma sér í skjól, skjóta úr skjóli, hlaupa úr skjóli þegar einhver drullusokkur kastar handsprengju í þig, finna sér nýtt skjól og skjóta úr því skjóli. Þetta kallast á ensku „cover shooter“ er Division 2 vel heppnaður cover shooter. Það er þó nokkuð um endurverknað (svokallað „grind“) í Division 2 sem felst í því að safna auðlindum fyrir byggðir íbúa og hjálpa þeim að lifa af. Það þarf að safna málmum, mat og vatni, svo eitthvað sé nefnt. Þau hjá Ubisoft eru reyndar orðin nokkuð góð í því að skapa góða opna heima með mikið af grindi, án þess þó að það sé leiðinlegt. Flest öll verkefni leiksins snúa að því að fara í eitthvað frægt hús, skjóta vonda karla þar og finna einhverja tækni eða tengjast við einhvern gervihnött. Það verður þó sjaldan einsleitt þar sem þessi grunnformúla tekur nokkrum breytingum í hverju verkefni. Þau eru í rauninni fjölbreytt. Sömuleiðis eru vondu karlarnir líka fjölbreyttir. Það má finna hefðbundna óvini með byssur, aðra sem taka sprettinn og reyna að berja spilara með röri. Það er mjög pirrandi þegar þeir komast upp að manni. Svo eru einnig leyniskyttur, tæknisérfræðingar sem setja sprengjur á sjálfstýrða bíla og margar aðrar týpur. Það eru einnig mjög svo brynvarðir gaurar með vélsagir.Eins og með alla leiki af þessari gerð er skemmtilegra að spila með öðrum en það er þó einnig skemmtilegt að spila einn. Óvinum fjögar eftir því hve margir eru að spila saman og þeir verða jafnvel betri líka. Það er þó alltaf auðveldara að spila með öðrum en þegar einspilarar lenda í vandræðum geta þeir kallað eftir hjálp annarra spilara á svæðinu. Ég hef þó reyndar aldrei svarað slíku hjálparkalli. Ég á erfitt með að finna eitthvað sérstakt til að setja út á í Division 2, fyrir utan söguna. Nema þá það að ég hef nokkrum sinnum lent í því að óvinir birtast upp úr þurru fyrir aftan mig og skjóta mig. Sem er pirrandi en það er varla hægt að setja út á það í svona leik. Ég hef ekki rekist á neina eftirtektarverða tæknilega galla og það það þykir mér reyndar alveg magnað. Það er sjaldgæft þessa dagana að leikir virki fullkláraðir þegar þeir eru gefnir út og þá sérstaklega fjölspilunarleikir. Eins og áður segir er sagan ekkert til að hrópa húrra yfir og oftar en ekki hef ég ekki hugmynd um af hverju ég/við erum að slátra óvinum og ýta á takka.Vísir/UbisoftÞað má þó færa rök fyrir því að sagan sé aukaatriði í leik sem þessum. Ég er ekki búinn með söguna og hef því ekki enn fengið aðgang að bestu vopnum leiksins, sem nauðsynleg eru svo maður geti hætt að skjóta tölvukarla og farið að skjóta aðra spilara.Samantekt-ish Undirritaður hefur aldrei verið sérstakur aðdáandi fjölspilunarleikja en ég er aðdáandi Division 2. Hann er hraður og skemmtilegur og bardagakerfið er mjög gott. Hann lítur einnig vel út og það er nóg að gera í honum. Þó það sé mikið grind verður það ekki mjög þreytandi.Ég spilaði leikinn með PS4 eintaki sem ég fékk hjá innflytjendum hans.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira