Google ætlar að gerbreyta tölvuleikjaiðnaðinum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 11:45 Það liggur ekki fyrir hvernig viðskiptamódel Stadia er sett upp. Sérfræðingum þykir þó líklegast að notendum verði annað hvort gert kleift að kaupa aðganga að stökum leikjum, eins og gengur og gerist, eða greiða áskriftargjald fyrir aðgang að fjölda leikja. Google hefur lofað frekari upplýsingum í sumar. AP/Mark Lennihan Tæknirisinn Google kynnti í gær Stadia, nýja tækni sem á að gera notendum kleift að spila hvaða tölvuleiki sem er á hvaða tæki sem er. Hvort sem um er að ræða síma, sjónvarp eða tölvu. Það eina sem notendur munu þurfa er Chrome-vafrinn (sem hægt er að nota í öllum Android tækjum), Chromecast eða Pixel-síma. Þannig verður hægt að streyma leikjunum í hvaða tæki sem er og spila þá þannig, án kostnaðarsams búnaðar. Þá stendur til að opna Stadia, ef svo má að orði komast, seinna á þessu ári. Það sem meira er, þá segja forsvarsmenn Google að notendur Stadia muni geta spilað leikina í gegnum streymisþjónustuna með betri gæðum en núverandi leikjatölvur bjóða upp á. Stadia muni styðja 4K upplausn, 60 ramma á sekúndu og hágæðahljóð og seinna meir jafnvel 8K upplausn. Við kjöraðstæður þó. Notendur munu þurfa stöðuga háhraða internettengingu.Samantekt frá kynningu Google í gær.Fyrr á árinu hélt Google prófanir á Stadia þar sem fólki í Bandaríkjunum gat streymt leiknum Assassins Creed Odyssey. Stadia byggir að einhverju leyti á Youtube. Notandi sem er á Youtube að horfa á einhvern spila tölvuleik ætti, samkvæmt Google, að geta smellt á einn taka til að spila viðkomandi leik og jafnvel koma inn í leikinn á þeim stað sem hann var í myndbandinu eða streyminu, hvort sem um ræðir. Þá munu notendur meðal annars geta gert pásu í hvaða leik sem þeir eru að spila og skoðað hjálparmyndbönd á Youtube til að komast í gegnum erfiða kafla leiksins. Það liggur ekki fyrir hvernig viðskiptamódel Stadia er sett upp. Sérfræðingum þykir þó líklegast að notendum verði annað hvort gert kleift að kaupa aðganga að stökum leikjum, eins og gengur og gerist, eða greiða áskriftargjald fyrir aðgang að fjölda leikja. Google hefur lofað frekari upplýsingum í sumar. Samhliða opinberun Stadia kynnti Google stofnun nýs leikjafyrirtækis sem ber heitið Stadia Games and Entertainment. Því er ætlað að framleiða leiki sem verða eingöngu spilanlegir með Stadia.Hér má sjá greiningu sérfræðings Digital Foundry á burðum og gæðum Stadia. Hann útskýrir vel hvað Stadia gengur út á, hverju Google hefur lofað og hvað þeir geta staðið við. Google Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti í gær Stadia, nýja tækni sem á að gera notendum kleift að spila hvaða tölvuleiki sem er á hvaða tæki sem er. Hvort sem um er að ræða síma, sjónvarp eða tölvu. Það eina sem notendur munu þurfa er Chrome-vafrinn (sem hægt er að nota í öllum Android tækjum), Chromecast eða Pixel-síma. Þannig verður hægt að streyma leikjunum í hvaða tæki sem er og spila þá þannig, án kostnaðarsams búnaðar. Þá stendur til að opna Stadia, ef svo má að orði komast, seinna á þessu ári. Það sem meira er, þá segja forsvarsmenn Google að notendur Stadia muni geta spilað leikina í gegnum streymisþjónustuna með betri gæðum en núverandi leikjatölvur bjóða upp á. Stadia muni styðja 4K upplausn, 60 ramma á sekúndu og hágæðahljóð og seinna meir jafnvel 8K upplausn. Við kjöraðstæður þó. Notendur munu þurfa stöðuga háhraða internettengingu.Samantekt frá kynningu Google í gær.Fyrr á árinu hélt Google prófanir á Stadia þar sem fólki í Bandaríkjunum gat streymt leiknum Assassins Creed Odyssey. Stadia byggir að einhverju leyti á Youtube. Notandi sem er á Youtube að horfa á einhvern spila tölvuleik ætti, samkvæmt Google, að geta smellt á einn taka til að spila viðkomandi leik og jafnvel koma inn í leikinn á þeim stað sem hann var í myndbandinu eða streyminu, hvort sem um ræðir. Þá munu notendur meðal annars geta gert pásu í hvaða leik sem þeir eru að spila og skoðað hjálparmyndbönd á Youtube til að komast í gegnum erfiða kafla leiksins. Það liggur ekki fyrir hvernig viðskiptamódel Stadia er sett upp. Sérfræðingum þykir þó líklegast að notendum verði annað hvort gert kleift að kaupa aðganga að stökum leikjum, eins og gengur og gerist, eða greiða áskriftargjald fyrir aðgang að fjölda leikja. Google hefur lofað frekari upplýsingum í sumar. Samhliða opinberun Stadia kynnti Google stofnun nýs leikjafyrirtækis sem ber heitið Stadia Games and Entertainment. Því er ætlað að framleiða leiki sem verða eingöngu spilanlegir með Stadia.Hér má sjá greiningu sérfræðings Digital Foundry á burðum og gæðum Stadia. Hann útskýrir vel hvað Stadia gengur út á, hverju Google hefur lofað og hvað þeir geta staðið við.
Google Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira