Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 12:42 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur gagnrýnt verðskrár bankanna. vísir/vilhelm Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir. Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. Í Silfrinu í dag sagði Gylfi það vera jákvætt að landið væri í fyrsta sinn í þeirri stöðu að geta brugðist við samdrætti með vaxtalækkunum og því sé landið þokkalega undirbúið fyrir skell. Það sé bara spurning hversu mikill sá skellur verður. „Landið sjálft er vel undirbúið vegna þess að skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað mikið. Það eru engin erlend lán hjá óverðum aðilum eins og var 2008. Það er gríðarlegur gjaldeyrisforði og ríkissjóður er búinn að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gylfi. „Vextir eru núna 4,5% en ef að atvinnuleysi fer að vaxa meira þá er í fyrsta sinn hægt að lækka vexti til þess að örva eftirspurn sem kemur öllum vel. Lykillinn að því er sá að þeir sem eru að semja um kaup og kjör núna geri hóflega samninga um hóflegar launahækkanir“Verkalýðsfélögin hafa tækifæri til þess að semja hóflega við erfiðar aðstæður Gylfi sagði vanda flestra fyrirtækja vera launakostnaður og benti á að þau flugfélög sem WOW air hafði verið í samkeppni við væru með töluvert lægri launakostnað. Í samanburði við samkeppnislönd sé Ísland mjög dýrt og laun séu hærri en annars staðar sem ógni stöðu innlendra flugfélaga. „Laun hér miðað við laun í samkeppnislöndum og verðlag innlent miðað við verðlag annarsstaðar er of hátt. Flugfélög sem eru í samkeppnisrekstri við flugfélög í láglaunalöndum eins og Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þau hafa mjög erfiða stöðu nema olíuverð sé mjög lágt eins og það var 2015 og 2016. Um leið og olíuverð fer upp þá lenda þau í þessu. Eitt félag er farið, annað er farið núna og Icelandair er með sjö milljarða tap á síðasta ári.“ Hann nefndi að launahlutföll allra útflutningsgreinanna séu almennt mjög há, hótelin séu að greiða miklu hærra hlutfall í laun en hafi mælst áður og það sama eigi við um veitingahús. Það sé vandamálið. Hann segir lausnina ekki vera að hækka laun um hátt í tíu prósent á ári þar sem launakostnaður sé það sem er nú þegar að fella útflutningsgreinarnar. Það myndi aðeins gera út um fleiri fyrirtæki. „Það er algjörlega undir aðilum vinnumarkaðarins komið hvað gerist. Verkalýðshreyfingin núna, hún ræður vaxtarstiginu næstu mánuði og kannski einhver ár,“ sagði Gylfi og bætti við að nú hefði verkalýðshreyfingin tækifæri til þess að taka tillit til erfiðra aðstæðna og semja um hóflegar launahækkanir.
Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir „Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. 30. mars 2019 19:22
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. 29. mars 2019 10:49
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21