Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 15:53 Þorsteinn segir algerlega óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann við annan mann sitji á svikráðum við þjóð sína. Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“ Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19