Tíminn að renna út fyrir May sem ræðir á ný við Verkamannaflokkinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 08:20 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sést hér fara til kirkju í gær. Það er spurning hvort hún hafi ekki beðið æðri máttarvöld um aðstoð við að leysa úr Brexit-hnútnum. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ræða í dag á ný við Verkamannaflokkinn um mögulega málamiðlun varðandi Brexit. Þetta segir Jeremy Wright, menningarmálaráðherra. Viðræðurnar stöðvuðust á föstudag eftir að Verkamannaflokkurinn lýsti yfir vonbrigðum sínum með árangur af þeim. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í yfirlýsingu frá Verkamannaflokknum fyrir helgi sagði að May hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði svo yfirlýsingu flokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Þá væri ríkisstjórnin tilbúin að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. „Viðræðurnar við Verkamannaflokkinn halda áfram og ég held að þeim verði framhaldið í dag. Allir þurfa að gera málamiðlanir, ekki bara ríkisstjórnin. Við þurfum öll að finna leið. Ég tel að forsætisráðherrann hafi náð góðum samningi en það er ljóst að þingið er ekki tilbúið til þess í augnablikinu að samþykkja þann samning. Þannig að við þurfum að finna aðra leið áfram og það er það sem þessar viðræður snúast um,“ segir Wright. Tíminn er að renna út fyrir May þar sem Bretar ganga að óbreyttu úr ESB næstkomandi föstudag án samnings. Síðastliðinn föstudag óskaði May eftir lengri frest til útgöngu frá ESB, nánar tiltekið til 30. júní. Það ræðst á fundi aðildarríkja ESB á miðvikudaginn hvort að slíkur frestur verði veittur en sambandið hefur áður neitað Bretum um frest til loka júní. ESB gæti hins vegar neytt Breta til þess að fresta útgöngunni enn lengur, um jafnvel allt að ár, eitthvað sem stuðningsmenn Brexit í ríkisstjórn May munu eiga erfitt með að sætta sig við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55 Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37 Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. 5. apríl 2019 23:55
Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. 6. apríl 2019 19:37
Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May. 7. apríl 2019 10:42