Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 07:38 Karlson, starfandi forstjóri Swedbank, (t.v.) og Idermark, fráfarandi stjórnarformaður, (t.h.) á ársfundi bankans í síðustu viku. Vísir/EPA Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans. Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans.
Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23
Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51