700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Sighvatur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 20:00 Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira