Fluttu tveggja tonna brúðkaupsveislu upp á hálendið Exton kynnir 2. apríl 2019 14:15 Karlotta og Torfi höfðu leitað til nokkurra aðila með hugmyndina um brúðkaup í óbyggðum. Exton bjargaði málunum. Karlotta og Torfi buðu hundrað manns til veislu úti í óbyggðum en þau giftu sig síðasta sumar í Þakgili á Höfðabrekkuafrétti. Kvöldið fyrir veisluna rúlluðu þau frá Reykjavík upp á afrétt, með tvö tonn af græjum frá Exton í risastórum flutningabíl eftir holóttum malarvegi, í grenjandi rigningu. Pakkað í trukkinn meðan rigningarskýin hrannast upp.„Þakgil er í uppáhaldi hjá okkur. Við trúlofuðum okkur á þessum stað og ákváðum þá að halda brúðkaupið þarna, sem var kannski dálítið klikkuð hugmynd þegar kom að því að finna út úr því hvernig við kæmum heilu brúðkaupi upp á afrétt,“ rifjar Karlotta upp hlæjandi. Þau sögðu gestunum að taka með sér svefnpoka, tjald og lopapeysu og hófu sjálf leit að risa veislutjaldi og öðrum búnaði sem þarf til að henda upp hundrað manna veislu nánast uppi á hálendinu!Exton treysti sér í verkefnið „Við höfðum samband við nokkra þjónustuaðila og öllum fannst þetta skemmtileg hugmynd en enginn treysti sér til að græja þetta allt saman fyrir okkur á einu bretti. Við áttum von á sama svari þegar við tékkuðum á Exton og urðum himinlifandi þegar þeir sögðu, „ekkert mál“ og fóru strax í að finna lausnir, hvað við þyrftum að taka með og hvernig við kæmum öllu upp eftir,“ segir Karlotta. „Þetta endaði á heilmikilli pródúksjón, Við fórum með 24 metra langt veislutjald, bekki og borð fyrir hundrað manns, risa skjá til að sýna steggja- og gæsamyndböndin, það mátti alls ekki vanta, ljósaseríur til að hengja í tjaldið og helling af lengstu rafmagnssnúrum sem þau áttu til.“Hópurinn setti tjaldið upp í myrkri og rigningu en morguninn eftir skein sól í heiði.Undirbúningurinn stóð í nokkra mánuði og segist Karlotta hafa drekkt starfsmönnum Exton í tölvupóstum þegar stóri dagurinn nálgaðist. „Ætli ég hafi ekki sent á þau yfir 60 pósta með nýjum hugmyndum og útfærslur sem við þurftum álit og lausn á. En þau voru frábærlega liðleg, urðu aldrei leið á okkur og voru alltaf tilbúin að hugsa út fyrir kassann til að leysa það sem þurfti að leysa.“Bekkir og borð fyrir hundrað manns.Settu tjaldið upp í myrkriÞegar allt var komið inn í trukkinn settist tilvonandi tengdafaðir Karlottu undir stýri og svo var ekið af stað. „Ég var dálítið stresssuð út af holóttum veginum, sérstaklega einni brekku á leiðinni. Það var grenjandi rigning og rok en allt gekk vel. Við drifum tjaldið upp strax um kvöldið í myrkrinu. Allt komst þetta saman enda vorum við með skotheldar leiðbeiningar frá Exton. Við máttum líka hringja í þau með hvað sem var. Vinir og fjölskylda hjálpuðu til og næstum allt var klárt þegar við fórum að sofa.“ Morguninn eftir hafði stytt upp og sól skein í heiði.Þegar líða tók á kvöldið fóru brúðhjónin í sérprjónaðar lopapeysur.Allt gekk eins og í sögu„Við fengum örugglega eina sólardag sumarsins. Veðrið var æðislegt, allir gestir komust á leiðarenda án þess að sprengja dekk og veislan tókst fullkomlega,“ segir Karlotta en brúðhjónin buðu upp á kjötsúpu og svo heimabakaðar sörur í eftirrétt. „Á miðnætti skelltum við í pylsupartý,“ segir hún. Lopapeysurnar hafi nánast verið óþarfar í góða veðrinu en mæður brúðhjónanna höfðu prjónað sérstaklega á brúðhjónin. „Annars vorum við bara í fullum brúðkaupsskrúða, ég í hvítum síðkjól og Torfi í teinóttum jakkafötum,“ segir hún en hælaskórnir hafi þó verið skildir eftir heima. „Við vorum bæði í vínrauðum Timberlandskóm.“Skóbúnaður brúðhjónanna var við hæfi.Daginn eftir vel heppnaða veislu pökkuðu þau öllu niður aftur og brunuðu í bæinn. „Það hjálpuðust allir að í þynnkunni. Þetta var svo þægilegt, hægt að fella borð og bekki saman og stafla. Svo rukkaði Exton okkur bara fyrir sólarhringsleigu á tjaldinu þó við hefðum verið með tjaldið heila helgi. Þau voru bara svo ótrúlega liðleg með allt,“ segir Karlotta. Fullkominn dagur!Koma til móts við óskir viðskiptavinaIngólfur Magnússon, yfirmaður leigudeildar hjá Exton segist öllu vanur þegar kemur að því að setja upp veislur og viðburði. Brúðkaupsveisla uppi á hálendi slái starfsfólk Exton ekki út af laginu svo glatt. „Einu sinni vorum við með HL adventure uppi á Langjökli og reistum veislutjald uppi á jöklinum fyrir hóp útlendinga. Við skoðum alltaf allt og reynum að framkvæma það sem viðskiptavinir biðja um. Við getum leyst ótrúlega margt,“ segir Ingólfur.Extonliðar láta hálendisbrúðkaup ekki slá sig út af laginu. Hér smella þeir upp veislutjaldi uppi á Langjökli.„Við bjóðum tjöld, hljóðbúnað, ljósabúnað, palla eða svið, videóbúnað, hljóðfæri, rafstöðvar, borð, stóla, bekki, og mannskap sem er alltaf í fáránlega góðu skapi,“ segir hann hress.Veislutjaldið á Langjökli undir norðurljósum.Flóknasta verkefnið sem Exton hafi leyst segir Ingólfur Fiskidaginn mikla á Dalvík og þá hafi Þingfundurinn umdeildi á Þingvöllum síðasta sumar verið mikil framkvæmd. „Þar þurfti þyrlur til að ferja búnað á staðinn. En svo eru verkefnin breytileg milli ára eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Síðasta sumar setti HM svip á alla viðburði og við settum yfirleitt upp tjöld þar sem hægt var að horfa á boltann á skjá. Nú verður bara spennandi að sjá hvað setur svip sinn á árið 2019.“Sjá nánar á www.exton.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Exton. Tímamót Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Karlotta og Torfi buðu hundrað manns til veislu úti í óbyggðum en þau giftu sig síðasta sumar í Þakgili á Höfðabrekkuafrétti. Kvöldið fyrir veisluna rúlluðu þau frá Reykjavík upp á afrétt, með tvö tonn af græjum frá Exton í risastórum flutningabíl eftir holóttum malarvegi, í grenjandi rigningu. Pakkað í trukkinn meðan rigningarskýin hrannast upp.„Þakgil er í uppáhaldi hjá okkur. Við trúlofuðum okkur á þessum stað og ákváðum þá að halda brúðkaupið þarna, sem var kannski dálítið klikkuð hugmynd þegar kom að því að finna út úr því hvernig við kæmum heilu brúðkaupi upp á afrétt,“ rifjar Karlotta upp hlæjandi. Þau sögðu gestunum að taka með sér svefnpoka, tjald og lopapeysu og hófu sjálf leit að risa veislutjaldi og öðrum búnaði sem þarf til að henda upp hundrað manna veislu nánast uppi á hálendinu!Exton treysti sér í verkefnið „Við höfðum samband við nokkra þjónustuaðila og öllum fannst þetta skemmtileg hugmynd en enginn treysti sér til að græja þetta allt saman fyrir okkur á einu bretti. Við áttum von á sama svari þegar við tékkuðum á Exton og urðum himinlifandi þegar þeir sögðu, „ekkert mál“ og fóru strax í að finna lausnir, hvað við þyrftum að taka með og hvernig við kæmum öllu upp eftir,“ segir Karlotta. „Þetta endaði á heilmikilli pródúksjón, Við fórum með 24 metra langt veislutjald, bekki og borð fyrir hundrað manns, risa skjá til að sýna steggja- og gæsamyndböndin, það mátti alls ekki vanta, ljósaseríur til að hengja í tjaldið og helling af lengstu rafmagnssnúrum sem þau áttu til.“Hópurinn setti tjaldið upp í myrkri og rigningu en morguninn eftir skein sól í heiði.Undirbúningurinn stóð í nokkra mánuði og segist Karlotta hafa drekkt starfsmönnum Exton í tölvupóstum þegar stóri dagurinn nálgaðist. „Ætli ég hafi ekki sent á þau yfir 60 pósta með nýjum hugmyndum og útfærslur sem við þurftum álit og lausn á. En þau voru frábærlega liðleg, urðu aldrei leið á okkur og voru alltaf tilbúin að hugsa út fyrir kassann til að leysa það sem þurfti að leysa.“Bekkir og borð fyrir hundrað manns.Settu tjaldið upp í myrkriÞegar allt var komið inn í trukkinn settist tilvonandi tengdafaðir Karlottu undir stýri og svo var ekið af stað. „Ég var dálítið stresssuð út af holóttum veginum, sérstaklega einni brekku á leiðinni. Það var grenjandi rigning og rok en allt gekk vel. Við drifum tjaldið upp strax um kvöldið í myrkrinu. Allt komst þetta saman enda vorum við með skotheldar leiðbeiningar frá Exton. Við máttum líka hringja í þau með hvað sem var. Vinir og fjölskylda hjálpuðu til og næstum allt var klárt þegar við fórum að sofa.“ Morguninn eftir hafði stytt upp og sól skein í heiði.Þegar líða tók á kvöldið fóru brúðhjónin í sérprjónaðar lopapeysur.Allt gekk eins og í sögu„Við fengum örugglega eina sólardag sumarsins. Veðrið var æðislegt, allir gestir komust á leiðarenda án þess að sprengja dekk og veislan tókst fullkomlega,“ segir Karlotta en brúðhjónin buðu upp á kjötsúpu og svo heimabakaðar sörur í eftirrétt. „Á miðnætti skelltum við í pylsupartý,“ segir hún. Lopapeysurnar hafi nánast verið óþarfar í góða veðrinu en mæður brúðhjónanna höfðu prjónað sérstaklega á brúðhjónin. „Annars vorum við bara í fullum brúðkaupsskrúða, ég í hvítum síðkjól og Torfi í teinóttum jakkafötum,“ segir hún en hælaskórnir hafi þó verið skildir eftir heima. „Við vorum bæði í vínrauðum Timberlandskóm.“Skóbúnaður brúðhjónanna var við hæfi.Daginn eftir vel heppnaða veislu pökkuðu þau öllu niður aftur og brunuðu í bæinn. „Það hjálpuðust allir að í þynnkunni. Þetta var svo þægilegt, hægt að fella borð og bekki saman og stafla. Svo rukkaði Exton okkur bara fyrir sólarhringsleigu á tjaldinu þó við hefðum verið með tjaldið heila helgi. Þau voru bara svo ótrúlega liðleg með allt,“ segir Karlotta. Fullkominn dagur!Koma til móts við óskir viðskiptavinaIngólfur Magnússon, yfirmaður leigudeildar hjá Exton segist öllu vanur þegar kemur að því að setja upp veislur og viðburði. Brúðkaupsveisla uppi á hálendi slái starfsfólk Exton ekki út af laginu svo glatt. „Einu sinni vorum við með HL adventure uppi á Langjökli og reistum veislutjald uppi á jöklinum fyrir hóp útlendinga. Við skoðum alltaf allt og reynum að framkvæma það sem viðskiptavinir biðja um. Við getum leyst ótrúlega margt,“ segir Ingólfur.Extonliðar láta hálendisbrúðkaup ekki slá sig út af laginu. Hér smella þeir upp veislutjaldi uppi á Langjökli.„Við bjóðum tjöld, hljóðbúnað, ljósabúnað, palla eða svið, videóbúnað, hljóðfæri, rafstöðvar, borð, stóla, bekki, og mannskap sem er alltaf í fáránlega góðu skapi,“ segir hann hress.Veislutjaldið á Langjökli undir norðurljósum.Flóknasta verkefnið sem Exton hafi leyst segir Ingólfur Fiskidaginn mikla á Dalvík og þá hafi Þingfundurinn umdeildi á Þingvöllum síðasta sumar verið mikil framkvæmd. „Þar þurfti þyrlur til að ferja búnað á staðinn. En svo eru verkefnin breytileg milli ára eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Síðasta sumar setti HM svip á alla viðburði og við settum yfirleitt upp tjöld þar sem hægt var að horfa á boltann á skjá. Nú verður bara spennandi að sjá hvað setur svip sinn á árið 2019.“Sjá nánar á www.exton.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Exton.
Tímamót Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira