Banna reykingar í Disney-görðum Elín Albertsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:00 Það er alltaf mikið um dýrðir í Disney-garðinum í Orlando og skemmtilegar fígúrur á ferðinni. Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira