Lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma börnum sínum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 18:29 Louise Anna Turpin er hér lengst til vinstri og David Allen Turpin er til hægri. AP/Will Lester David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01
Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48
Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50
Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04
Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33