Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2019 14:01 Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti
Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira