Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 16:07 Heimavellir verða á markaði um sinn. Fréttablaðið/Stefán Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni.Þetta kemur fram í svari Kauphallar við beiðni Heimavalla um afskráningu sem birt er á vef Kauphallarinnar. Tillaga um að taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum var samþykkt á aðalfundi félagsins, innan við ári eftir að félagið var skráð á markað, með 81,3 greiddra atkvæða.Ýmsar röksemdir voru tilteknar fyrir afskráningunni, þar á meðal að félagið hafi ekki fengið góðar móttökur frá ýmsum stórum aðilum á íslenska hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðinum, sem komi meðal annars skýrt fram í verðlagningu á hlutabréfum félagsins sem hafi frá skráningu verið verðmetin á um 35 prósent undir bókfærðu virði efnahagsreiknings félagsins. Í ákvörðun Kauphallar segir að verulega muni draga úr seljanleika hlutabréfa félagsins ef beiðni félagsins um töku hlutabréfa þess úr viðskiptum nær fram að ganga. Einnig er ljóst að við töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum tapast sú fjárfestavernd sem hluthafar njóta samkvæmt lögum og reglum er lúta að verðbréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Þá hafi hafi hluthafar að baki 18,7 prósent atkvæða á aðalfundi greitt atkvæði gegn töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Telur Kauphöllin að um verulega hátt hlutfall sé að ræða og samræmist það mati annarra kauphalla í nágrannaríkjum okkar er lúta að megni til sama regluverki og gildir hér á landi. Ljóst sé að þessir hluthafar geti „frosið inni“ með eignarhluti sína komi til þess að hlutabréf félagsins verið tekin úr viðskiptum að því er segir í ákvörðun Kauphallar. „Á grundvelli ofangreindra atriða telur Kauphöllin að taka hlutabréfa félagsins úr viðskiptum sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. Þá telur Kauphöllin með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér á undan að taka hlutabréfa félagsins úr viðskiptum gæti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins. Sérstaklega lítur Kauphöllin til þess að hluthafar að baki 18,7 prósent atkvæða á aðalfundi greiddu atkvæði gegn tillögunni um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Telur Kauphöllin að um verulega hátt hlutfall sé að ræða,“ segir í ákvörðun Kauphallarinnar. Markaðir Tengdar fréttir Vilja Heimavelli afskráða Þrír stærstu hluthafa íbúðaleigufélagsins vilja taka það af markaði. 2. febrúar 2019 07:30 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Seldu fyrir 5,3 milljarða á fyrstu tíu vikum ársins Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni.Þetta kemur fram í svari Kauphallar við beiðni Heimavalla um afskráningu sem birt er á vef Kauphallarinnar. Tillaga um að taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum var samþykkt á aðalfundi félagsins, innan við ári eftir að félagið var skráð á markað, með 81,3 greiddra atkvæða.Ýmsar röksemdir voru tilteknar fyrir afskráningunni, þar á meðal að félagið hafi ekki fengið góðar móttökur frá ýmsum stórum aðilum á íslenska hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðinum, sem komi meðal annars skýrt fram í verðlagningu á hlutabréfum félagsins sem hafi frá skráningu verið verðmetin á um 35 prósent undir bókfærðu virði efnahagsreiknings félagsins. Í ákvörðun Kauphallar segir að verulega muni draga úr seljanleika hlutabréfa félagsins ef beiðni félagsins um töku hlutabréfa þess úr viðskiptum nær fram að ganga. Einnig er ljóst að við töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum tapast sú fjárfestavernd sem hluthafar njóta samkvæmt lögum og reglum er lúta að verðbréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Þá hafi hafi hluthafar að baki 18,7 prósent atkvæða á aðalfundi greitt atkvæði gegn töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Telur Kauphöllin að um verulega hátt hlutfall sé að ræða og samræmist það mati annarra kauphalla í nágrannaríkjum okkar er lúta að megni til sama regluverki og gildir hér á landi. Ljóst sé að þessir hluthafar geti „frosið inni“ með eignarhluti sína komi til þess að hlutabréf félagsins verið tekin úr viðskiptum að því er segir í ákvörðun Kauphallar. „Á grundvelli ofangreindra atriða telur Kauphöllin að taka hlutabréfa félagsins úr viðskiptum sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. Þá telur Kauphöllin með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér á undan að taka hlutabréfa félagsins úr viðskiptum gæti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins. Sérstaklega lítur Kauphöllin til þess að hluthafar að baki 18,7 prósent atkvæða á aðalfundi greiddu atkvæði gegn tillögunni um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Telur Kauphöllin að um verulega hátt hlutfall sé að ræða,“ segir í ákvörðun Kauphallarinnar.
Markaðir Tengdar fréttir Vilja Heimavelli afskráða Þrír stærstu hluthafa íbúðaleigufélagsins vilja taka það af markaði. 2. febrúar 2019 07:30 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Seldu fyrir 5,3 milljarða á fyrstu tíu vikum ársins Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vilja Heimavelli afskráða Þrír stærstu hluthafa íbúðaleigufélagsins vilja taka það af markaði. 2. febrúar 2019 07:30
Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00
Seldu fyrir 5,3 milljarða á fyrstu tíu vikum ársins Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. 20. mars 2019 07:15