Hefur VG gefist upp? Víðir Hólm Guðbjartsson og Hilmar Einarsson og Pétur Arason skrifa 17. apríl 2019 11:45 Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun