Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 16:30 William Barr er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og möguleg tengsl við forsetaframboðs Donald Trump. Það eina sem birt hefur verið úr skýrslunni mátti finna í fjögurra blaðsíðna samantekt Barr en rannsókninni lauk fyrir skömmmu. Í samantekt Barr segir að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Þá kom einnig fram að Mueller hafi neitað að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Það var hins vegar mat Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til þess að sakfella forsetann. Demókratar hafa undanfarnar vikur kallað eftir því að skýrslan sjálf yrði gerð opinber svo að þeir, sem og almenningur, gætu lagt sjálfstætt mat á skýrsluna og niðurstöður hennar, svo að ekki þurfi að reiða sig á samantekt embættismanns sem Trump sjálfur skipaði. Höfðu demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbúið það að fara í lagalegar aðgerðir til þess að fá skýrslurnar í hendurnar, væri hún ekki birt í þessari viku. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti hins vegar í dag að skýrslan yrði birt á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma, eftir að lögfræðingar luki við það að má út viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega birtast almenningi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og möguleg tengsl við forsetaframboðs Donald Trump. Það eina sem birt hefur verið úr skýrslunni mátti finna í fjögurra blaðsíðna samantekt Barr en rannsókninni lauk fyrir skömmmu. Í samantekt Barr segir að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Þá kom einnig fram að Mueller hafi neitað að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Það var hins vegar mat Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til þess að sakfella forsetann. Demókratar hafa undanfarnar vikur kallað eftir því að skýrslan sjálf yrði gerð opinber svo að þeir, sem og almenningur, gætu lagt sjálfstætt mat á skýrsluna og niðurstöður hennar, svo að ekki þurfi að reiða sig á samantekt embættismanns sem Trump sjálfur skipaði. Höfðu demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbúið það að fara í lagalegar aðgerðir til þess að fá skýrslurnar í hendurnar, væri hún ekki birt í þessari viku. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti hins vegar í dag að skýrslan yrði birt á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma, eftir að lögfræðingar luki við það að má út viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega birtast almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15