Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:45 Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, ásamt eiginkonu sinni, Heta Ravolainen-Rinne, koma til kosningavöku flokksins í gærkvöldi. Fréttablaðið/EPA Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Snúin staða virðist fram undan í finnskum stjórnmálum eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Þegar rúm 97 prósent atkvæða höfðu verið talin voru Jafnaðarmenn mest flest atkvæði eða 17,8 prósent. Finnaflokkurinn var næstur með 17,6 prósent. Einingarflokkurinn, sem er hægriflokkur, var í þriðja sæti með 16,8 prósent. Miðflokkurinn tapaði þó nokkru fylgi og var aðeins með 14 prósent en var stærsti flokkurinn í kosningunum 2015 með rúmlega 21 prósent atkvæða. Formaður flokksins Juha Sipilä myndaði í kjölfarið ríkisstjórn með Finnaflokknum og Einingarflokknum. Nú er ljóst að dagar hans sem forsætisráðherra eru taldir. Hann sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði sýnt ábyrgð á kjörtímabilinu og að margt hefði áunnist. Nú væri staðan þannig að enginn einn flokkur hefði skýrt og sterkt umboð. Nú væru fimm stórir flokkar á þinginu og það yrði ekki auðvelt að mynda nýja ríkisstjórn. Kosningaspá finnska ríkisútvarpsins YLE gerði ráð fyrir því að Jafnaðarmenn fengju 40 þingsæti, Finnaflokkurinn 39, Einingarflokkurinn 37, Miðflokkurinn 31, Græningjar 20, Vinstrabandalagið 16, Sænski þjóðarflokkurinn tíu, Kristilegir demókratar fimm og aðrir tvö þingsæti. Verði það niðurstaðan myndu stærstu breytingarnar verða að Jafnaðarmenn bættu við sig sex sætum, Græningjar fimm og Vinstrabandalagið fjórum. Miðflokkurinn myndi hins vegar tapa 18 sætum. Kannanir höfðu bent til þess að Jafnaðarmenn fengju flest atkvæði og þegar úrslit úr atkvæðagreiðslu utankjörfundar voru birt um leið og kjörstöðum var lokað virtust þær spár ætla að rætast. Þá var flokkurinn með 19,2 prósent en Finnaflokkurinn 17,2 prósent. Eftir því sem leið á talninguna dró hins vegar saman með flokkunum. Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði eftir að forysta flokksins tók að minnka að úrslitin hefðu getað verið betri. Staðan væri þannig að ómögulegt væri að segja hvernig lokaniðurstaðan yrði. Jafnaðarmenn hafa ekki hlotið flest atkvæði í þingkosningum frá því 1999. Leiðtogi Finnaflokksins, Jussi Halla-ho, sagðist í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína vera hissa á þessum góða árangri flokksins. Hann tók þó fram að erfitt hefði reynst að spá fyrir um úrslit kosninganna að þessu sinni. Varðandi framhaldið sagði hann að flokkurinn ætti ekki í neinum vandræðum með að vinna með öðrum, en aðrir virtust eiga í vandræðum með að vinna með þeim. Græningjar eru fimmti stærsti flokkurinn og voru með 11,4 prósent miðað við 8,5 prósent síðast. Leiðtogi þeirra, Satu Hassi, var hæstánægð með niðurstöðuna. Góðan árangur mætti helst þakka uppgangi ungra kvenna í flokknum og það væri hún sérstaklega ánægð með. Kjörsókn var um 72 prósent sem var um tveggja prósentustiga aukning frá kosningunum 2015. Metfjöldi, eða um 36 prósent, kaus utankjörfundar.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tengdar fréttir Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39 Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Fyrstu tölur í Finnlandi: Jafnaðarmenn stærstir Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, gæti orðið næsti forsætisráðherra Finna. 14. apríl 2019 18:39
Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14. apríl 2019 09:30