Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. apríl 2019 08:00 Tilkynnt var um fjárstuðning ríkisstjórnar á málfundi Geðhjálpar á Grand Hóteli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Bergið Headspace verður opnað í maí í Reykjavík en það er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir fólk undir 25 ára aldri. Í gær ákvað ríkisstjórnin að veita samtals 60 milljónir til verkefnisins. Sigurþóra Bergsdóttir stofnaði úrræðið sem fylgir hugmyndafræði lágþröskuldaþjónustunnar Headspace í Ástralíu og Danmörku. Sonur Sigurþóru, Bergur Snær, svipti sig lífi í kjölfar misnotkunar og áfalla fyrir þremur árum. Hún fékk húsnæðið að Suðurgötu 10 afhent fyrir nokkrum dögum. „Á hverjum degi þegar ég geng hér inn, þá kviknar bros,“ segir Sigurþóra sem segist afar þakklát fyrir fjárstuðning ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar. „Ég finn að það sem við erum að gera er bæði rétt og nauðsynlegt. Fimm ráðuneyti koma að fjárveitingunni, það er held ég fáheyrt og sýnir að ríkisstjórnin ætlar sér að bæta geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk,“ segir hún. Upplýst var um fjárveitinguna á málþingi Geðhjálpar og Bergsins á Grand Hóteli í gær. Sálfræðingurinn Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu, er staddur á Íslandi og lýsir reynslu sinni af snemmtækri íhlutun. „Ungt fólk hefur brýnustu þörfina fyrir geðheilbrigðisþjónustu, hins vegar hefur það í gegnum tíðina haft einna minnstan aðgang að henni,“ segir Patrick um ástæðu þess að hann stofnaði Headspace. Markmið hans var að auka þjónustu við ungt fólk og sníða hana betur að þörfum þess. „Þetta er lágþröskuldaþjónusta,“ segir Patrick og segir mikilvægt að ungt fólk geti leitað eftir þjónustu án tillits til þess hvort vandamálið er stórt eða lítið. Þá sé áríðandi að þjónustan sé ungu fólki að kostnaðarlausu, það hafi sjálft áhrif á það hvernig hún er boðin fram og að hún sé studd sérfræðiþekkingu. „Umhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk, það á að bjóða það velkomið,“ segir Patrick og segist sjá úrræðið fyrir sér nánast eins frjálsleg og kaffihús þótt það sé heilbrigðisþjónusta. Patrick hefur verið harðorður í garð stjórnvalda víða um heim og sagt aðskilnaðarstefnu ríkja í heilbrigðisþjónustu þegar kemur að fjárveitingum til geðheilbrigðismála. „Já, það er augljóst. Meðferð við geðsjúkdómum er vanrækt í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera miklu mikilvægari bæði í samfélagslegum og efnahagslegum skilningi en til dæmis krabbameinsmeðferð. Þetta varðar mannréttindi og þarna er verið að mismuna innan heilbrigðiskerfisins. Reynsla sjúklinga er sú að það ríki aðskilnaðarstefna,“ segir Patrick. Hvað finnst honum vera ákjósanleg stefna í geðheilbrigðismálum? „Heildstæð og samfelld þjónusta á öllum stigum veikinda, sem er fjármögnuð til jafns við þjónustu vegna líkamlegra veikinda, og samfélagsþjónusta sem er auðvelt að nálgast,“ segir Patrick og leggur mikla áherslu á að hlustað sé á reynslu fólks með geðsjúkdóma. Það fólk þurfi að hafa mikil áhrif á þjónustuna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Ríkisstjórnin mætti með 30 milljónir fyrir Bergið Ólýsanleg tilfinning, segir móðir drengsins sem Bergið var nefnt eftir. 12. apríl 2019 13:19