Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Áætlað hefur verið að kostnaður Boeing við kyrrsetningu 737 MAX 8 vélanna á heimsvísu nemi milljarði dala. Fyrirtækið kunni að þurfa að greiða mismun á rekstrarkostnaði og leigu nýrra véla. Fréttablaðið/Anton Brink Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira