Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 11:15 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“ Kjaramál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“
Kjaramál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira