Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 08:30 Harvey Weinstein sést hér yfirgefa dómshúsið í New York í janúar síðastliðnum eftir að hafa komið þá fyrir dómara. Getty/Atilgan Ozdil/Anadolu Agency Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02
Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41
Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58