Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2019 06:00 Jóel Kristinsson, talsmaður FlyIcelandic. Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi með meiru, hefur ásamt fleirum sett á flot netsíðu til að afla stuðnings við annaðhvort nýtt flugfélag eða klúbb sem útvegar félagsmönnum ódýrt flug. Meðal samstarfsaðila Ástþórs segir Jóel Kristinsson vera portúgalska flugfélagið JetBanus sem leggja myndi til þær Airbus-þotur sem Ástþór hefur sagst hafa aðgang að. „Við erum ekki að fara út í að reka flugfélag heldur er þetta viðskiptahugmynd varðandi það að setja upp allan viðskiptagrunninn þannig að það gæti verið stofnað flugfélag í kring um það. JetBanus er í því að leigja út vélar,“ segir Jóel Kristinsson, talsmaður FlyIcelandic. „Við viljum sjá áhugann hjá fólki og fyrirtækjum á að taka þátt í því. Við förum aldrei af stað ef það verður enginn áhugi.“ Nánar útskýrir Jóel að FlyIcelandic geti annaðhvort orðið að nýju flugfélagi eða klúbbi – eða jafnvel að samblandi af því tvennu. „Þetta er ákveðin hugmyndafræði sem er alveg ný sem snýst um að búa til grunn fyrir flugfélag að starfa á.“ Á síðunni flyicelandic.is er fólk hvatt til að skrá sig og fá þannig ódýra flugmiða og fríðindi. „Þú öðlast rétt á að kaupa EcoMiles sem eru flugmílur á heildsöluverði og njóta ýmissa fríðinda sem FlyIcelandic farþegi,“ segir á síðunni. Með „samhentu átaki“ sé vonast til að „fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum við fall WOW air.“Ástþór MagnússonVísirÞá er tekið fram að FlyIcelandic hafi engin tengsl við WOW air. „En við höfum áratuga reynslu í flugrekstri og aðgang að Airbus-flugvélaflota sem leggur áherslu á plastlaust flug. Markmið okkar er að aðstoða íslenska ferðaþjónustu og fyrrum starfsmenn WOW air að komast aftur í loftið á öruggum starfsgrundvelli,“ segir á flyicelandic.is. Um sjötíu manns og fjögur fyrirtæki höfðu að sögn Jóels skráð sig á síðu FlyIcelandic síðdegis í gær, skömmu eftir að hún var opnuð. Talsverður áhugi sé hjá fyrrverandi starfsfólki WOW air. Hann undirstrikar að engin skuldbinding fylgi því að skrá sig. „Við erum ekki að biðja um fjármagn eða neitt. Þetta er ekki hópfjármögnun eins og er. Við erum bara að sjá hvort fólk er tilbúið að taka þátt. Ef það er mikil þátttaka þá er hægt að fara í svoleiðis fjármögnun,“ segir Jóel. Fólk þurfi ekki endilega að taka þátt sem fjárfestar heldur einfaldlega styðja málstaðinn. Aðspurður segir Jóel ekkert hafa verið skoðað á hvaða flugleiðum til og frá landinu helst þurfi að bæta við framboði af sætum. „Við erum aðallega að reyna að sjá hver áhuginn er fyrir að taka þátt í svona. Síðan er hægt að fara í það ef af verður,“ svarar hann. Aðrir aðilar, eins og til dæmis Hreiðar Hermanns í Stracta hótelum, hafa sagst vera með lággjaldaflugfélag í undirbúningi. Jóel segir áform FlyIcelandic ekki þurfa að stangast á við slíkan rekstur. „Það væri hægt að fara í samstarf við slíka aðila. Það er allt opið í því hvaða leiðir er hægt að fara.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi með meiru, hefur ásamt fleirum sett á flot netsíðu til að afla stuðnings við annaðhvort nýtt flugfélag eða klúbb sem útvegar félagsmönnum ódýrt flug. Meðal samstarfsaðila Ástþórs segir Jóel Kristinsson vera portúgalska flugfélagið JetBanus sem leggja myndi til þær Airbus-þotur sem Ástþór hefur sagst hafa aðgang að. „Við erum ekki að fara út í að reka flugfélag heldur er þetta viðskiptahugmynd varðandi það að setja upp allan viðskiptagrunninn þannig að það gæti verið stofnað flugfélag í kring um það. JetBanus er í því að leigja út vélar,“ segir Jóel Kristinsson, talsmaður FlyIcelandic. „Við viljum sjá áhugann hjá fólki og fyrirtækjum á að taka þátt í því. Við förum aldrei af stað ef það verður enginn áhugi.“ Nánar útskýrir Jóel að FlyIcelandic geti annaðhvort orðið að nýju flugfélagi eða klúbbi – eða jafnvel að samblandi af því tvennu. „Þetta er ákveðin hugmyndafræði sem er alveg ný sem snýst um að búa til grunn fyrir flugfélag að starfa á.“ Á síðunni flyicelandic.is er fólk hvatt til að skrá sig og fá þannig ódýra flugmiða og fríðindi. „Þú öðlast rétt á að kaupa EcoMiles sem eru flugmílur á heildsöluverði og njóta ýmissa fríðinda sem FlyIcelandic farþegi,“ segir á síðunni. Með „samhentu átaki“ sé vonast til að „fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum við fall WOW air.“Ástþór MagnússonVísirÞá er tekið fram að FlyIcelandic hafi engin tengsl við WOW air. „En við höfum áratuga reynslu í flugrekstri og aðgang að Airbus-flugvélaflota sem leggur áherslu á plastlaust flug. Markmið okkar er að aðstoða íslenska ferðaþjónustu og fyrrum starfsmenn WOW air að komast aftur í loftið á öruggum starfsgrundvelli,“ segir á flyicelandic.is. Um sjötíu manns og fjögur fyrirtæki höfðu að sögn Jóels skráð sig á síðu FlyIcelandic síðdegis í gær, skömmu eftir að hún var opnuð. Talsverður áhugi sé hjá fyrrverandi starfsfólki WOW air. Hann undirstrikar að engin skuldbinding fylgi því að skrá sig. „Við erum ekki að biðja um fjármagn eða neitt. Þetta er ekki hópfjármögnun eins og er. Við erum bara að sjá hvort fólk er tilbúið að taka þátt. Ef það er mikil þátttaka þá er hægt að fara í svoleiðis fjármögnun,“ segir Jóel. Fólk þurfi ekki endilega að taka þátt sem fjárfestar heldur einfaldlega styðja málstaðinn. Aðspurður segir Jóel ekkert hafa verið skoðað á hvaða flugleiðum til og frá landinu helst þurfi að bæta við framboði af sætum. „Við erum aðallega að reyna að sjá hver áhuginn er fyrir að taka þátt í svona. Síðan er hægt að fara í það ef af verður,“ svarar hann. Aðrir aðilar, eins og til dæmis Hreiðar Hermanns í Stracta hótelum, hafa sagst vera með lággjaldaflugfélag í undirbúningi. Jóel segir áform FlyIcelandic ekki þurfa að stangast á við slíkan rekstur. „Það væri hægt að fara í samstarf við slíka aðila. Það er allt opið í því hvaða leiðir er hægt að fara.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28
Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32