Lífið

Uppselt á allar sýningar Evróputúrsins

[email protected] skrifar
Margrét stefnir á að fara um landið með sýninguna sína Búkalú.
Margrét stefnir á að fara um landið með sýninguna sína Búkalú.
Fjöllistadísin og skemmtikerlingin Margrét Erla Maack er núna stödd í Evróputúr með burlesque-atriði sitt. Hún er búin að ferðast til hinna ólíkustu landa en í öllum stöðum sem hún sýndi atriði sitt á var uppselt á sýningarnar.

Margrét Erla er að ferðast með Ellie Steingraeber, sem er sirkusburlesque-kona frá New York. Þær hafa áður tekið Norðurlandatúr saman.

En það er lítill tími til að slaka á hjá Margréti sem er oftar en ekki uppbókuð langt fram í tímann sem skemmtikraftur. Hún vill gefa okkur landsmönnum tækifæri til að berja atriði hennar augun og ætlar einnig að flytja inn stór nöfn og vini sína úr burlesque-heiminum til landsins í sumar.

Einnig verða í hópnum grínistar, dragdrottningar og sirkuslistamenn, alls þrjátíu listamenn í heildina. Margrét ætlar að ferðast um landið allt með sýninguna og skiptist fjöldi gestanna niður á sýningar, en alls verða átján sýningar.

Farandsýningin fékk það skemmtilega nafn Búkalú en það var leikarinn Örn Árnason sem kom með hugmyndina.

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður gaf svo Margréti góðfúslegt leyfi til að nota nafnið en til þeirra sem ekki þekkja er nafnið dregið af þekktu lagi Stuðmanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.