Fleiri starfsmönnum sagt upp hjá Fríhöfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 14:56 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fleiri starfsmönnum verður sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna vandræða íslensku flugfélaganna. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar við fréttastofu. Þegar hefur sex starfsmönnum verið sagt upp hjá Fríhöfninni vegna gjaldþrots WOW air. „Fríhöfnin sagði upp 6 starfsmönnum fyrir síðustu mánuði og því miður er staðan þannig að nauðsynlegt er að fækka starfsfólki enn frekar,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag.Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAHún segir málið á viðkvæmu stigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig fáist ekki staðfest hversu mörgum til viðbótar verði sagt upp. Þorgerður tekur þó fram að ekki sé um hópuppsögn að ræða. Uppsagnirnar megi rekja til gjaldþrots flugfélagsins WOW air og Max-vandræða Icelandair. „Gjaldþrot WOW og kyrrsetning Max véla hefur töluverð áhrif á sætaframboð til og frá Íslandi og þar af leiðandi á fjölda farþega sem fara um flugstöðina. Önnur flugfélög virðast ekki vera að bæta við ferðum að neinu ráði, amk ekki næstu mánuðina,“ segir í svari Þorgerðar. Um 200 manns starfa hjá Fríhöfninni en Þorgerður sagði í samtali við Vísi í mars að koma þyrfti í ljós hvort grípa þyrfti til frekari uppsagna. Mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, sögðu upp starfsfólki eftir að WOW air varð gjaldþrota. Með þeim 900 starfsmönnum WOW sem misstu vinnuna urðu 1500 manns atvinnulausir á fáeinum sólarhringum í kringum gjaldþrotið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Rúmlega 470 misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru þó ekki í þessum hópuppsögnum. 2. apríl 2019 13:09
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40