Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 13:56 Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hafa búist við svo harðri gagnrýni. Vísir/hanna Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“ Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06