Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 07:31 Viðbragðsaðilar kanna skemmdir í kirkju heilags Antóníusar í Colombo á páskadag. Vísir/Getty Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Minnst 156 létust og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka á páskadag. Vitað er um að minnsta kosti sex árásir í borgunum Kochichikade, Negombo, Batticaloa og Colombo en páskaguðsþjónusta stóð yfir í þremur kirkjum þegar árásirnar dundu yfir þær. Þá var einnig ráðist á hótelin Changri La, Cinnamon Grand og Kingsbury, sem öll eru staðsett í Colombo. Að minnsta kosti 35 hinna látnu eru erlendir ríkisborgarar. Þá greinir Reuters-fréttaveitan frá því að yfir 50 manns hafi látist í einni árásinni. Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti landsmenn til að sýna yfirvegun og styðja yfirvöld við rannsókn á árásunum. Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í forsætisráðuneyti landsins vegna málsins. Mangala Samaraweera, fjármálaráðherra Sri Lanka, sagði að svo virtist sem árásirnar væru „vel skipulögð tilraun til að skapa morð, ringulreið og stjórnleysi“.Easter Sunday bomb blasts in churches & hotels, killing many innocent people seems to be a well coordinated attempt to create murder,mayhem & anarchy.All those who cherish democracy,freedom & economic prosperity must unite now with nerves of steel to defeat this heinous attempt.— Mangala Samaraweera (@MangalaLK) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Í frétt BBC segir að óttast sé að vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og snúið hafa aftur til heimalandsins ógni öryggi þjóðarinnar. Síðustu ár hefur töluvert borið á ofbeldi í garð múslima í Sri Lanka en landsmenn eru að miklum meirihluta búddistar og hindúar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira