Formaður dómaranefndar KKÍ: Dómararnir gerðu mistök | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2019 15:05 Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson skoða hér atvikið umdeilda í leiknum í gær. Rögnvaldur dæmdi upprunalegu villuna en Kristinn aðaldómari snéri svo dóminum. vísir/vilhelm Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að dómarar leiks KR og ÍR í gær hefðu gert mistök undir lok venjulegs leiktíma. Þá hefði KR átt að fá vítaskot en fékk ekki. Það var dæmd villa á ÍR-inginn Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir brot á KR-ingnum Helga Má Magnússyni. Villa og tvö víti var upprunalegi dómurinn. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi ákváðu dómararnir að breyta villunni í sóknarvillu þannig að Helgi fékk ekki vítaskotin. Staðan var þá jöfn og 1,6 sekúnda eftir. Ef Helgi hefði sett vítin niður hefði leikurinn hugsanlega ekki farið í framlengingu. Félagar hans klúðruðu reyndar fjórum vítum í röð í framlengingunni. „Það voru gerð mistök. Það er bara þannig,“ segir Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, við Vísi. „Það var enginn að leika sér að því að gera mistök. Það er alveg ljóst.“ Jón segir að það sé ákveðið flækjustig á reglunum sem hafi ruglað dómarana. „Liðsvaldi ÍR á boltanum lýkur er Boyd ver skotið skömmu fyrir villuna. Skotklukkan er þó enn í gangi og það er til skotklukkuregla. KR átti að fá tvö víti þarna.“ Dómararnir breyttu þessum dómi eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi eins og áður segir. Dómarar hafa ekki heimild í leikreglunum til þess að nota endursýningar til þess að breyta villu yfir í sóknarvillu. „Þarna er fólk aðeins að ruglast. Þetta er einfalt. Þeir eru ekki að breyta í sóknarvillu í þeim skilningi. Forsendurnar sem fólk er að gefa sér eru ekki réttar. Þeir voru að fara yfir hvort það væri enn liðsvald eða ekki. Þeir voru ekki að fara að skoða hvort þeir gætu breytt í sóknarvillu. Sú regla snýst um allt annan hlut en þetta,“ segir Jón og bætir við. „Þeir eru að fara yfir reglur um liðsvaldið, sem er allt önnur regla, og ef það er ekki liðsvald þá er þetta villa og tvö víti. Liðsvaldi lýkur er leikmaður tekur skot. Þetta lítur út eins og þeir séu að breyta varnarvillu í sóknarvillu en þeir eru að horfa út frá liðsvaldi og þá er hægt að breyta. Mistökin voru að átta sig ekki á því að liðsvaldinu lýkur með skotinu.“ Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 fyrir ÍR sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag. Ef KR hefur betur í þeim leik verður oddaleikur næstkomandi laugardag. Hér að neðan má sjá villuna sem Rögnvaldur dæmdi en Kristinn breytti svo í sóknarvillu.Klippa: Villan umdeilda í leik KR og ÍR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08 Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00 Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15 Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að dómarar leiks KR og ÍR í gær hefðu gert mistök undir lok venjulegs leiktíma. Þá hefði KR átt að fá vítaskot en fékk ekki. Það var dæmd villa á ÍR-inginn Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir brot á KR-ingnum Helga Má Magnússyni. Villa og tvö víti var upprunalegi dómurinn. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi ákváðu dómararnir að breyta villunni í sóknarvillu þannig að Helgi fékk ekki vítaskotin. Staðan var þá jöfn og 1,6 sekúnda eftir. Ef Helgi hefði sett vítin niður hefði leikurinn hugsanlega ekki farið í framlengingu. Félagar hans klúðruðu reyndar fjórum vítum í röð í framlengingunni. „Það voru gerð mistök. Það er bara þannig,“ segir Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, við Vísi. „Það var enginn að leika sér að því að gera mistök. Það er alveg ljóst.“ Jón segir að það sé ákveðið flækjustig á reglunum sem hafi ruglað dómarana. „Liðsvaldi ÍR á boltanum lýkur er Boyd ver skotið skömmu fyrir villuna. Skotklukkan er þó enn í gangi og það er til skotklukkuregla. KR átti að fá tvö víti þarna.“ Dómararnir breyttu þessum dómi eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi eins og áður segir. Dómarar hafa ekki heimild í leikreglunum til þess að nota endursýningar til þess að breyta villu yfir í sóknarvillu. „Þarna er fólk aðeins að ruglast. Þetta er einfalt. Þeir eru ekki að breyta í sóknarvillu í þeim skilningi. Forsendurnar sem fólk er að gefa sér eru ekki réttar. Þeir voru að fara yfir hvort það væri enn liðsvald eða ekki. Þeir voru ekki að fara að skoða hvort þeir gætu breytt í sóknarvillu. Sú regla snýst um allt annan hlut en þetta,“ segir Jón og bætir við. „Þeir eru að fara yfir reglur um liðsvaldið, sem er allt önnur regla, og ef það er ekki liðsvald þá er þetta villa og tvö víti. Liðsvaldi lýkur er leikmaður tekur skot. Þetta lítur út eins og þeir séu að breyta varnarvillu í sóknarvillu en þeir eru að horfa út frá liðsvaldi og þá er hægt að breyta. Mistökin voru að átta sig ekki á því að liðsvaldinu lýkur með skotinu.“ Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 fyrir ÍR sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag. Ef KR hefur betur í þeim leik verður oddaleikur næstkomandi laugardag. Hér að neðan má sjá villuna sem Rögnvaldur dæmdi en Kristinn breytti svo í sóknarvillu.Klippa: Villan umdeilda í leik KR og ÍR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08 Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00 Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15 Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08
Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00
Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15
Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00