Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. apríl 2019 07:00 Núverandi höfuðstöðvar smálánafyrirtækjanna í Kaupmannahöfn. Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09
Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00