Klæða Hatara í valdníðsluna Lovísa Arnardóttir skrifar 11. maí 2019 08:30 Andri Hrafn Unnarson og Karen Briem, búningahönnuðir Hatara, við ólarnar sem þau hafa verið mjög iðin við að gata upp á síðkastið. Fréttablaðið/Anton Brink Karen Briem hefur unnið með hljómsveitinni i þrjú ár en Andri Hrafn Unnarson hóf störf í janúar þegar búningaferlið fyrir þátttöku Hatara í Eurovision hófst. Andri og Karen kynntust fyrir einu og hálfu ári þegar Karen vann að búningum fyrir tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök og Hörður Freyr, sem leikstýrði, kynnti þau. „Það var ást við fyrstu sýn,“ segir Karen um Andra. Karen segir að hún hafi fyrst kynnst Matthíasi á ljóðaupplesturskvöldi sem hún hannaði búninga fyrir. Hann spurði hana hvort hún gæti aðstoðað hljómsveitina við að búa til galla fyrir þá og eftir að Karen komst að því að hljómsveitin væri ansi langt frá því að vera „bara einhverjir strákar á sviði að vera sætir“ var hún mjög spennt fyrir því að vinna með þeim. „Þá fór þessi hugmyndafræði sem þeir eru búnir að skapa að þróast mjög lífrænt,“ segir Karen.Fötin undirstriki boðskapinn Bæði Karen og Andri eru sammála um að fötin sem þeir klæðast skipti verulegu máli fyrir boðskap Hatara. „Fötin undirstrika skilaboðin og hlaða gildi í gjörninginn,“ segir Andri. Þau segja að þótt þau komi að hönnuninni þá sé hún alfarið unnin út frá hugmyndafræði og sköpun þeirra Matthíasar og Klemens. „Kjarninn er þeirra hugmyndafræði út frá því hvað þeir vilja segja en svo finnum við leiðir til að gera það saman,“ segir Karen. „Við tölum ekki að neinu leyti fyrir hönd strákanna og þetta er okkar sýn á verkefnið,“ segir Andri og Karen bætir við: „Við erum búningahönnuðir í samstarfi við þá og þetta er eitt stórt listasamstarf eins og þetta er núna.“ „Það er bolti sem er á lofti og það eru allir að kasta honum á milli. Þá sérstaklega við tvö og Klemens,“ segir Andri. Karen segir fyndið að líta á eldri myndir til að sjá hvernig þróun klæðnaðar hljómsveitarinnar hefur breyst og stigmagnast í samræmi við boðskapinn. „Þetta er búið að vera lífrænt því þetta gerist á 2-3 árum og þó að lúkkið sé eins og það er núna þá gæti það alveg breyst og farið í eitthvað allt annað síðar. Þetta byrjaði allt í sama undirtóninum en svo erum við alltaf að finna nýjar og breyttar leiðir til að sýna það,“ segir Karen. Undirbúningur fyrir keppnina á þriðjudaginn hefur því tekið marga mánuði og í raun verið í undirbúningi í mörg ár. Karen segir að undanfarnir mánuðir hafi nýst þeim vel til ígrundunar. „Það er langur tími til að melta og hugsa og bæta og vera með gagnrýninn spegil á þetta,“ segir Karen. Andri segir að það sé í raun ótrúleg upplifun eftir svo margra mánaða vinnu svo margra að sjá uppskeruna verða að veruleika eftir aðeins nokkra daga. „Í hverju einasta hlutverki er sérvalin manneskja. Mér finnst það ótrúlega magnað að þetta sé að gerast. Að allt þetta fólk með sína sérkunnáttu sé komið saman til að búa nákvæmlega þetta til. Það er svo tilviljanakennt að ég kann að búa til ólar, en einhvern veginn endaði ég hér,“ segir Andri.Fréttablaðið/Anton BrinkHafa gert þúsundir gata Karen og Andri þurftu ekki aðeins að hanna á þau klæðnað fyrir kvöldið sjálft heldur þurftu þau að sjá til þess að bæði hljómsveitin, dansarar og aðrir væru með föt til að vera í við hvert einasta tækifæri og allt sem þau gera á meðan á dvöl þeirra stendur í Ísrael. Þau eru því ekki bara búin að hanna sviðsklæðnað heldur hafa þau unnið náið með öðrum hönnuðum að því að hanna „lúkk“ fyrir hvert tilefni. Þau hafa ekki haft mikið á milli handanna til að vinna ólarnar og því eru þær að einhverju leyti endurunnar úr öðrum efnum. Sumt er gert úr segli og hefur verið búið til frá grunni. Gaddana hafa þau pantað á internetinu og fest sjálf á. „Við hefðum aldrei haft efni á því,“ segir Karen og hlær þegar hún er spurð hvort ólarnar og klæðnaðurinn sé úr leðri. „Þannig að þetta er allt vegan“ segir Andri. Spurð hversu mörg göt þau hafa gert telja þau líklegt að þau hlaupi á þúsundum. „Við erum búin að gera svona þúsund göt og svo eiga eflaust eftir að bætast við það svona tvö þúsund í viðbót á einum sviðsbúningnum sem við erum að vinna í núna,“ segir Karen.Haldið þið að þetta sé mesti farangur sem hefur farið með Íslandi á Eurovision? „Já, við erum með eina tösku sem í eru bara skór. Maður er ekkert að fara að ferðast á eðlilegasta mátann, þannig að það varð glæsileg hrúga,“ segir Karen og bætir við: „Ég get ekki ímyndað mér hvaða annað atriði hafi verið með svona mikinn klæðnað. Svo er þetta líka svo þungt og mikið af járni og þungum efnum,“ segir Karen. Andri bætir við: „Ekki nema þau hafi flutt sófann út með Páli Óskari,“ og þau skella bæði upp úr.Klæðnaðurinn hefur mikið að segja um hversu mikla eftirtekt Hatari vekur.Mikill undirbúningurHvernig var að hanna fyrir dansara, þurfti ekki að taka tillit til þess að þau þurfi að hreyfa sig og dansa? „Jú, það var það erfiðasta við þetta. Maður þarf að passa gaddana því þau þurfa að geta hreyft sig. Dans stelpnanna er svona stífari og harðari,“ segir Karen. „Svona klæðnaður er yfirleitt gerður þannig að þú getur ekki hreyft þig,“ segir Andri. Hljómsveitin og dansararnir þurftu því öll að æfa sig í fötunum svo hægt væri að sjá hvort gaddarnir enduðu nokkuð framan í þeim og til að tryggja að þau geti hreyft sig eins og þau þurfa án þess að þau slasi sig. Það tekur langan tíma að undirbúa hverja æfingu og segja þau frá því að það hafi tekið um þrjár klukkustundir að klæða alla í fyrir síðustu æfingu.Haldið þið að við komumst áfram úr undankeppninni? „Ég er að reyna að vera með það hugarfar að ganga út frá því og reikna með að það sé planið. Ég hef tröllatrú á atriðinu og held með því,“ segir Karen.Ólarnar nákvæmnisvinna Eins og má sjá af myndum frá æfingum í Tel Avív hafa búningarnir tekið nokkrum breytingum frá því að Hatari steig á svið í Háskólabíói. Ljóst er að miðað við það magn óla og gadda sem er að finna hjá þeim Andra og Karen er eitthvað búið að bætast við síðan þau fluttu Hatrið mun sigra hér á Íslandi í mars. „Þeir eru kannski ekki beint öðruvísi en eru endurbættir og búið að pumpa aðeins meira í þá,“ segir Andri. Það sem sést á myndinni er um einn fimmti af öllum þeim ólum sem þau hafa búið til fyrir keppnina auk þess sem þau hafa verið á fullu frá því að þau fóru út. Eins og má greina á myndum af hljómsveitinni eru ólar uppistaðan í þeim klæðnaði sem þau klæðast oft. Andri og Karen segja að frá því að þau byrjuðu að vinna með ólar hafi þau orðið miklu betri með tímanum. Þau segja að vinnan krefjist þess að þau séu nákvæm en einnig tilbúin til að prófa eitthvað nýtt. „Ég gerði fyrstu ólina á Einar þegar við vorum fyrst að byrja að vinna með þessa fagurfræði [e. aesthetic]. Hún var kannski ekki eins fín,“ segir Karen. Andri segir að hann hafi oft séð slíkar ólar á klúbbum þegar hann bjó í Berlín og hafi fengið innblástur þaðan. Bæði eru þau búin að búa til ólar sjálf, en einnig hafa þau pantað hluta þeirra á netinu betrumbætt þær svo sjálf með fleiri göddum eða götum. „Við höfum pantað mikið á netinu í sérstökum kynlífstækjabúðum og margar þeirra sendu ekki heim. Þá notaði ég oft tækifærið og fékk vini mína sem voru á ferðalagi til að flytja dótið heim,“ segir Karen og hlær. Þó að þau hafi keypt mikið af ólunum og klæðnaðinum í kynlífsverslunum þá telja þau ekki endilega að honum þurfi að fylgja tenging við kynlíf eða eitthvað dónalegt. Það sé kannski eitthvað sem sé búið að kenna okkur að hugsa. „Klæðnaðinum fylgir líka hlaðin meining sem ekkert endilega allir sjá. Börn sem sjá Hatara sjá flott skrímsli eða eitthvað sem er töff. Þau tengja ekkert kynferðislegt við það og það er svo tært og það væri næs ef fleiri myndu gera það,“ segir Karen.„Þau munu ábyggilega reyna að ritskoða allt og þar kemur klæðnaðurinn sterkt inn,“ segir Andri.Drepa valdið með fötum Þau viðurkenna þó að með klæðnaðinum sé ákveðinn tilgangur, þó hann sé ekki kynlífstengdur. „Það er svo skýr tenging í ákveðinn tilgang í klæðnaði Hatara. BDSM hefur mjög djúpstæða merkingu fyrir tjáningarfrelsið og er í senn frelsandi og heftandi,“ segir Andri. Talið berst að keppninni sjálfri og öllu sem henni fylgir, eins og aðdáendum. „Ég held að Eurovision aðdáendur séu bæði ákafir og dyggir. Það er pínu „cult“ í kringum þetta. En það er svolítið þannig að ef einhver Eurovision hópur fílar þig þá fílar hann þig geðveikt og gerir í því. Þetta er ekki mjög „subtle“ heimur,“ segir Karen. Andri segir að núna megi strax sjá að í kringum Hatara sé að myndast aðdáendahópur sem sé þeim mjög trúr. Á Instagram megi sjá „fan-art“ og aðdáendasíður sérstaklega stofnaðar í kringum hljómsveitina. Þá hafa þau einnig tekið eftir því að á Internetinu er að finna fjölmörg „cover“ á laginu. Þau telja að klæðnaðurinn hafi talsvert með það að gera hversu mikla eftirtekt hljómsveitin vekur. „Þetta er eitthvað sem er sterkt sjónrænt og eitthvað sem er yfirleitt álitið jaðar en er þarna orðið „mainstream“ og þannig hefur það ákveðinn kraft. Það er samt ekki tilgangur með þessum klæðnaði að reyna að sjokkera neinn eða neitt álíka. Þetta er fagurfræði sem passar vel við boðskapinn,“ segir Karen.Og hvað finnst ykkur um tenginguna við BDSM? „BDSM er ekki klæðnaður. Það eru vísanir í BDSM að mörgu leyti en við lítum frekar á það þannig að þau séu að klæða sig í valdníðsluna og það sé kraftur í því að eiga það sem er að halda þér niðri. Sem er einnig pælingin í til dæmis Druslugöngunni,“ segir Andri.Þó að þau hafi keypt mikið í kynlífsverslunum þá telja þau ekki endilega að búningunum þurfi að fylgja tenging við kynlíf. Fréttablaðið/Anton brinkOrðin þreytt á kapítalismanumHvernig haldið þið að Hatara takist að knésetja kapítalismann? „Það er áætlun og hingað til hefur allt gengið samkvæmt áætlun. Við höldum okkur við planið,“ segir Karen og Andri bætir við að hann voni að það takist. „Ég væri alveg til í það að þeir myndu ná að knésetja kapítalismann. Ég er orðinn þreyttur á honum, hann er ekki að virka,“ segir Andri og Karen bætir við: „Það er búið að láta reyna á þetta núna í langan tíma og þetta er að virka fyrir allt of fáa.“ Það er ekki hægt að ræða þátttöku Hatara í Eurovision í Ísrael án þess að talið færist að sniðgöngu og Palestínu. Spurð hvort þau hafi myndað sér skoðun segja þau Andri og Karen að þau beri virðingu fyrir þeim leiðum sem fólk ákveður að fara, eins og sniðgöngu, en telja að einnig sé hægt að vekja athygli á málstaðnum með öðrum leiðum. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir allt það ofbeldi sem Palestínumenn hafa verið beittir en það eru margar leiðir til að vekja athygli á þeirra málstað. Ein leið er auðvitað sniðganga og ég ber virðingu fyrir því. En svo er þessi leið. Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu en mér persónulega finnst gott að það sé að minnsta kosti einhver í keppninni að spá í málstað Palestínubúa og reyna að varpa einhvers konar ljósi á hann. Þá tala ég ekki fyrir hönd strákanna heldur bara fyrir okkur,“ segir Andri. Þau segja frá því að frá Hatara og RÚV hafi verið sett ströng skilyrði um að til dæmis póstkortið sem var tekið upp fyrir Íslands hönd myndi ekki vera tekið upp á landtökusvæði. Eftir að sú krafa var sett þurfti að færa upptökur í það minnsta einu sinni. Spurð hvort þau telji það líklegt að þeim verði vísað úr keppni eða úr landi svara þau neitandi. „En ef það gerist verður það örugglega fyrir einhverja góða ástæðu sem við getum öll staðið á bak við,“ segir Karen. Hún segir að það sem henni finnist þó mest spennandi sé að vita að það er vel fylgst með þeim og sú áskorun sem fylgir því að segja hlutina án þess að mega nota orðin. Þau segja að engum sé hleypt á sviðið nema búið sé að fara yfir það af fólki frá Eurovision. „Mér finnst ótrúlega spennandi að fá þessa listrænu áskorun að segja hluti án þess að segja þá og það fær mig til að vera gagnrýnin á það hvernig ég tjái mig og hvernig maður kemur hlutunum frá sér þegar það er ekki leyfi til að segja nákvæmlega allt,“ segir Karen. „Þau munu ábyggilega reyna að ritskoða allt og þar kemur klæðnaðurinn sterkt inn, því þú getur ekki ritskoðað klæðnað,“ segir Andri. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tíska og hönnun Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Karen Briem hefur unnið með hljómsveitinni i þrjú ár en Andri Hrafn Unnarson hóf störf í janúar þegar búningaferlið fyrir þátttöku Hatara í Eurovision hófst. Andri og Karen kynntust fyrir einu og hálfu ári þegar Karen vann að búningum fyrir tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök og Hörður Freyr, sem leikstýrði, kynnti þau. „Það var ást við fyrstu sýn,“ segir Karen um Andra. Karen segir að hún hafi fyrst kynnst Matthíasi á ljóðaupplesturskvöldi sem hún hannaði búninga fyrir. Hann spurði hana hvort hún gæti aðstoðað hljómsveitina við að búa til galla fyrir þá og eftir að Karen komst að því að hljómsveitin væri ansi langt frá því að vera „bara einhverjir strákar á sviði að vera sætir“ var hún mjög spennt fyrir því að vinna með þeim. „Þá fór þessi hugmyndafræði sem þeir eru búnir að skapa að þróast mjög lífrænt,“ segir Karen.Fötin undirstriki boðskapinn Bæði Karen og Andri eru sammála um að fötin sem þeir klæðast skipti verulegu máli fyrir boðskap Hatara. „Fötin undirstrika skilaboðin og hlaða gildi í gjörninginn,“ segir Andri. Þau segja að þótt þau komi að hönnuninni þá sé hún alfarið unnin út frá hugmyndafræði og sköpun þeirra Matthíasar og Klemens. „Kjarninn er þeirra hugmyndafræði út frá því hvað þeir vilja segja en svo finnum við leiðir til að gera það saman,“ segir Karen. „Við tölum ekki að neinu leyti fyrir hönd strákanna og þetta er okkar sýn á verkefnið,“ segir Andri og Karen bætir við: „Við erum búningahönnuðir í samstarfi við þá og þetta er eitt stórt listasamstarf eins og þetta er núna.“ „Það er bolti sem er á lofti og það eru allir að kasta honum á milli. Þá sérstaklega við tvö og Klemens,“ segir Andri. Karen segir fyndið að líta á eldri myndir til að sjá hvernig þróun klæðnaðar hljómsveitarinnar hefur breyst og stigmagnast í samræmi við boðskapinn. „Þetta er búið að vera lífrænt því þetta gerist á 2-3 árum og þó að lúkkið sé eins og það er núna þá gæti það alveg breyst og farið í eitthvað allt annað síðar. Þetta byrjaði allt í sama undirtóninum en svo erum við alltaf að finna nýjar og breyttar leiðir til að sýna það,“ segir Karen. Undirbúningur fyrir keppnina á þriðjudaginn hefur því tekið marga mánuði og í raun verið í undirbúningi í mörg ár. Karen segir að undanfarnir mánuðir hafi nýst þeim vel til ígrundunar. „Það er langur tími til að melta og hugsa og bæta og vera með gagnrýninn spegil á þetta,“ segir Karen. Andri segir að það sé í raun ótrúleg upplifun eftir svo margra mánaða vinnu svo margra að sjá uppskeruna verða að veruleika eftir aðeins nokkra daga. „Í hverju einasta hlutverki er sérvalin manneskja. Mér finnst það ótrúlega magnað að þetta sé að gerast. Að allt þetta fólk með sína sérkunnáttu sé komið saman til að búa nákvæmlega þetta til. Það er svo tilviljanakennt að ég kann að búa til ólar, en einhvern veginn endaði ég hér,“ segir Andri.Fréttablaðið/Anton BrinkHafa gert þúsundir gata Karen og Andri þurftu ekki aðeins að hanna á þau klæðnað fyrir kvöldið sjálft heldur þurftu þau að sjá til þess að bæði hljómsveitin, dansarar og aðrir væru með föt til að vera í við hvert einasta tækifæri og allt sem þau gera á meðan á dvöl þeirra stendur í Ísrael. Þau eru því ekki bara búin að hanna sviðsklæðnað heldur hafa þau unnið náið með öðrum hönnuðum að því að hanna „lúkk“ fyrir hvert tilefni. Þau hafa ekki haft mikið á milli handanna til að vinna ólarnar og því eru þær að einhverju leyti endurunnar úr öðrum efnum. Sumt er gert úr segli og hefur verið búið til frá grunni. Gaddana hafa þau pantað á internetinu og fest sjálf á. „Við hefðum aldrei haft efni á því,“ segir Karen og hlær þegar hún er spurð hvort ólarnar og klæðnaðurinn sé úr leðri. „Þannig að þetta er allt vegan“ segir Andri. Spurð hversu mörg göt þau hafa gert telja þau líklegt að þau hlaupi á þúsundum. „Við erum búin að gera svona þúsund göt og svo eiga eflaust eftir að bætast við það svona tvö þúsund í viðbót á einum sviðsbúningnum sem við erum að vinna í núna,“ segir Karen.Haldið þið að þetta sé mesti farangur sem hefur farið með Íslandi á Eurovision? „Já, við erum með eina tösku sem í eru bara skór. Maður er ekkert að fara að ferðast á eðlilegasta mátann, þannig að það varð glæsileg hrúga,“ segir Karen og bætir við: „Ég get ekki ímyndað mér hvaða annað atriði hafi verið með svona mikinn klæðnað. Svo er þetta líka svo þungt og mikið af járni og þungum efnum,“ segir Karen. Andri bætir við: „Ekki nema þau hafi flutt sófann út með Páli Óskari,“ og þau skella bæði upp úr.Klæðnaðurinn hefur mikið að segja um hversu mikla eftirtekt Hatari vekur.Mikill undirbúningurHvernig var að hanna fyrir dansara, þurfti ekki að taka tillit til þess að þau þurfi að hreyfa sig og dansa? „Jú, það var það erfiðasta við þetta. Maður þarf að passa gaddana því þau þurfa að geta hreyft sig. Dans stelpnanna er svona stífari og harðari,“ segir Karen. „Svona klæðnaður er yfirleitt gerður þannig að þú getur ekki hreyft þig,“ segir Andri. Hljómsveitin og dansararnir þurftu því öll að æfa sig í fötunum svo hægt væri að sjá hvort gaddarnir enduðu nokkuð framan í þeim og til að tryggja að þau geti hreyft sig eins og þau þurfa án þess að þau slasi sig. Það tekur langan tíma að undirbúa hverja æfingu og segja þau frá því að það hafi tekið um þrjár klukkustundir að klæða alla í fyrir síðustu æfingu.Haldið þið að við komumst áfram úr undankeppninni? „Ég er að reyna að vera með það hugarfar að ganga út frá því og reikna með að það sé planið. Ég hef tröllatrú á atriðinu og held með því,“ segir Karen.Ólarnar nákvæmnisvinna Eins og má sjá af myndum frá æfingum í Tel Avív hafa búningarnir tekið nokkrum breytingum frá því að Hatari steig á svið í Háskólabíói. Ljóst er að miðað við það magn óla og gadda sem er að finna hjá þeim Andra og Karen er eitthvað búið að bætast við síðan þau fluttu Hatrið mun sigra hér á Íslandi í mars. „Þeir eru kannski ekki beint öðruvísi en eru endurbættir og búið að pumpa aðeins meira í þá,“ segir Andri. Það sem sést á myndinni er um einn fimmti af öllum þeim ólum sem þau hafa búið til fyrir keppnina auk þess sem þau hafa verið á fullu frá því að þau fóru út. Eins og má greina á myndum af hljómsveitinni eru ólar uppistaðan í þeim klæðnaði sem þau klæðast oft. Andri og Karen segja að frá því að þau byrjuðu að vinna með ólar hafi þau orðið miklu betri með tímanum. Þau segja að vinnan krefjist þess að þau séu nákvæm en einnig tilbúin til að prófa eitthvað nýtt. „Ég gerði fyrstu ólina á Einar þegar við vorum fyrst að byrja að vinna með þessa fagurfræði [e. aesthetic]. Hún var kannski ekki eins fín,“ segir Karen. Andri segir að hann hafi oft séð slíkar ólar á klúbbum þegar hann bjó í Berlín og hafi fengið innblástur þaðan. Bæði eru þau búin að búa til ólar sjálf, en einnig hafa þau pantað hluta þeirra á netinu betrumbætt þær svo sjálf með fleiri göddum eða götum. „Við höfum pantað mikið á netinu í sérstökum kynlífstækjabúðum og margar þeirra sendu ekki heim. Þá notaði ég oft tækifærið og fékk vini mína sem voru á ferðalagi til að flytja dótið heim,“ segir Karen og hlær. Þó að þau hafi keypt mikið af ólunum og klæðnaðinum í kynlífsverslunum þá telja þau ekki endilega að honum þurfi að fylgja tenging við kynlíf eða eitthvað dónalegt. Það sé kannski eitthvað sem sé búið að kenna okkur að hugsa. „Klæðnaðinum fylgir líka hlaðin meining sem ekkert endilega allir sjá. Börn sem sjá Hatara sjá flott skrímsli eða eitthvað sem er töff. Þau tengja ekkert kynferðislegt við það og það er svo tært og það væri næs ef fleiri myndu gera það,“ segir Karen.„Þau munu ábyggilega reyna að ritskoða allt og þar kemur klæðnaðurinn sterkt inn,“ segir Andri.Drepa valdið með fötum Þau viðurkenna þó að með klæðnaðinum sé ákveðinn tilgangur, þó hann sé ekki kynlífstengdur. „Það er svo skýr tenging í ákveðinn tilgang í klæðnaði Hatara. BDSM hefur mjög djúpstæða merkingu fyrir tjáningarfrelsið og er í senn frelsandi og heftandi,“ segir Andri. Talið berst að keppninni sjálfri og öllu sem henni fylgir, eins og aðdáendum. „Ég held að Eurovision aðdáendur séu bæði ákafir og dyggir. Það er pínu „cult“ í kringum þetta. En það er svolítið þannig að ef einhver Eurovision hópur fílar þig þá fílar hann þig geðveikt og gerir í því. Þetta er ekki mjög „subtle“ heimur,“ segir Karen. Andri segir að núna megi strax sjá að í kringum Hatara sé að myndast aðdáendahópur sem sé þeim mjög trúr. Á Instagram megi sjá „fan-art“ og aðdáendasíður sérstaklega stofnaðar í kringum hljómsveitina. Þá hafa þau einnig tekið eftir því að á Internetinu er að finna fjölmörg „cover“ á laginu. Þau telja að klæðnaðurinn hafi talsvert með það að gera hversu mikla eftirtekt hljómsveitin vekur. „Þetta er eitthvað sem er sterkt sjónrænt og eitthvað sem er yfirleitt álitið jaðar en er þarna orðið „mainstream“ og þannig hefur það ákveðinn kraft. Það er samt ekki tilgangur með þessum klæðnaði að reyna að sjokkera neinn eða neitt álíka. Þetta er fagurfræði sem passar vel við boðskapinn,“ segir Karen.Og hvað finnst ykkur um tenginguna við BDSM? „BDSM er ekki klæðnaður. Það eru vísanir í BDSM að mörgu leyti en við lítum frekar á það þannig að þau séu að klæða sig í valdníðsluna og það sé kraftur í því að eiga það sem er að halda þér niðri. Sem er einnig pælingin í til dæmis Druslugöngunni,“ segir Andri.Þó að þau hafi keypt mikið í kynlífsverslunum þá telja þau ekki endilega að búningunum þurfi að fylgja tenging við kynlíf. Fréttablaðið/Anton brinkOrðin þreytt á kapítalismanumHvernig haldið þið að Hatara takist að knésetja kapítalismann? „Það er áætlun og hingað til hefur allt gengið samkvæmt áætlun. Við höldum okkur við planið,“ segir Karen og Andri bætir við að hann voni að það takist. „Ég væri alveg til í það að þeir myndu ná að knésetja kapítalismann. Ég er orðinn þreyttur á honum, hann er ekki að virka,“ segir Andri og Karen bætir við: „Það er búið að láta reyna á þetta núna í langan tíma og þetta er að virka fyrir allt of fáa.“ Það er ekki hægt að ræða þátttöku Hatara í Eurovision í Ísrael án þess að talið færist að sniðgöngu og Palestínu. Spurð hvort þau hafi myndað sér skoðun segja þau Andri og Karen að þau beri virðingu fyrir þeim leiðum sem fólk ákveður að fara, eins og sniðgöngu, en telja að einnig sé hægt að vekja athygli á málstaðnum með öðrum leiðum. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir allt það ofbeldi sem Palestínumenn hafa verið beittir en það eru margar leiðir til að vekja athygli á þeirra málstað. Ein leið er auðvitað sniðganga og ég ber virðingu fyrir því. En svo er þessi leið. Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu en mér persónulega finnst gott að það sé að minnsta kosti einhver í keppninni að spá í málstað Palestínubúa og reyna að varpa einhvers konar ljósi á hann. Þá tala ég ekki fyrir hönd strákanna heldur bara fyrir okkur,“ segir Andri. Þau segja frá því að frá Hatara og RÚV hafi verið sett ströng skilyrði um að til dæmis póstkortið sem var tekið upp fyrir Íslands hönd myndi ekki vera tekið upp á landtökusvæði. Eftir að sú krafa var sett þurfti að færa upptökur í það minnsta einu sinni. Spurð hvort þau telji það líklegt að þeim verði vísað úr keppni eða úr landi svara þau neitandi. „En ef það gerist verður það örugglega fyrir einhverja góða ástæðu sem við getum öll staðið á bak við,“ segir Karen. Hún segir að það sem henni finnist þó mest spennandi sé að vita að það er vel fylgst með þeim og sú áskorun sem fylgir því að segja hlutina án þess að mega nota orðin. Þau segja að engum sé hleypt á sviðið nema búið sé að fara yfir það af fólki frá Eurovision. „Mér finnst ótrúlega spennandi að fá þessa listrænu áskorun að segja hluti án þess að segja þá og það fær mig til að vera gagnrýnin á það hvernig ég tjái mig og hvernig maður kemur hlutunum frá sér þegar það er ekki leyfi til að segja nákvæmlega allt,“ segir Karen. „Þau munu ábyggilega reyna að ritskoða allt og þar kemur klæðnaðurinn sterkt inn, því þú getur ekki ritskoðað klæðnað,“ segir Andri.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tíska og hönnun Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira