Fundu rúmlega þúsund byssur í glæsihýsi í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 23:01 Lögregluþjónar skrá byssurnar þúsund. Vísir/AP Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira