Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 07:15 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sést hér í ræðustól við umræðurnar í gær. Mikill hiti var í umræðunum og þurfti þingforseti að biðja Ingu Sæland að gæta orða sinna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira