Matthías: "Eitt það mest svekkjandi sem ég hef lent í“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 23:12 Matthías Orri sækir að körfunni í kvöld vísir/daníel Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira