Það er ekkert sport að láta handtaka sig Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. maí 2019 07:30 Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni. Fbl/anton Brink Elínborg Harpa Önundardóttir er 25 ára gömul, hún hefur lokið BA gráðu í heimspeki og leggur nú stund á rafvirkjun í Tækniskólanum. Hún er einnig mjög virkur aktívisti og hefur meðal annars látið sig baráttu hælisleitenda varða.Prestsdóttir frá Breiðabólstað Hún er fædd og uppalin á prestssetrinu á Breiðabólstað í Fljótshlíð,foreldrar hennar eru séra Önundur Björnsson og Harpa Viðarsdóttir lyfjafræðingur. „Þetta er svo fallegur staður, ég þarf að nýta tímann og fara oftar í heimsókn til pabba því hann verður bráðum sjötugur og þarf að yfirgefa prestssetrið. Það er ofsalega skrýtið að þurfa að kveðja æskuheimilið en svona gengur þetta bara fyrir sig. Ég fer heim þegar ég þarf smá næði og kjarna mig,“ segir Elínborg. „Ég flutti hingað í bæinn þegar ég var fimmtán ára gömul til þess að fara í Verslunarskólann. Ég lærði þar í tvö ár og fór svo í skiptinám til Frakklands, bjó í litlum smábæ þar sem aðalatvinna fólks var vínrækt. Flestir voru vínekrubændur, þarna eignaðist ég mikið af góðum vinum og mína fyrstu kærustu,“ segir Elínborg. Hún flutti heim eftir stúdentsprófið og fór svo aftur til Frakklands að því loknu og bjó þar um tíma með kærustunni sinni. „Við hættum saman og ég flutti heim og hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Ég fór út í skiptinám til Freiburg og náði einhvern veginn að klára námið með herkjum, úti í Þýskalandi var kennt á þýsku og ég kunni varla stakt orð í málinu þegar ég fór út,“ segir hún og brosir. Ekki aftur snúið Hún segir það margslungið hvernig það kom til að hún varð aktívisti. „Ég hef alltaf viljað láta til mín taka en hafði ekki fundið því farveg. Ég prófaði að taka þátt í stúdentapólitíkinni en það hentaði mér ekki. Mér fannst það skrýtið hvernig stúdentapólitíkin var eins og lítið afsprengi af Alþingi. Haldnir formlegir fundir og tvær fylkingar að berjast um atkvæði. Í heimspekinni var ég svolítið aftengd og á kafi í abstrakt hlutum, ég gerði hlaðvarpsþætti með Snorra Rafni og Tómasi Ævari vinum mínum, sem kölluðust Heimspekiverksmiðjan. Í einum þættinum fjölluðum við um frelsi og þá ræddi ég við tvo einstaklinga sem stóðu að félagsrýminu Andrými. Þá var opið eitt kvöld í viku og eldaður kvöldmatur með flóttafólki,“ segir Elínborg sem segist hafa ákveðið að fara á skipulagsfund í rýminu. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég kynntist fólki sem skipulagði fundi þarna og kynntist líka hugmyndafræði anarkisma og varð hrifin af henni. Bróðir minn aðhylltist einu sinni anarkisma og þá var ég svolítið að lesa honum pistilinn. Viltu virkilega búa í samfélagi án lögreglu? spurði ég hann og sagði honum að það væri ótrúlega vitlaust. Í dag sé ég eftir því að hafa ekki stutt hann betur í þessu. Á jafningjagrundvelli Ég gekk inn í starfið og fór að tala við fólk. Og þegar maður kynnist fólki sem er í aðstæðum sem eru algerlega óboðlegar og ómanneskjulegar þá vill maður einfaldlega gera eitthvað,“ útskýrir hún. „En ég er ekkert í vinnu við að aðstoða fólk eða hjálpa, þarna hittist fólk á jafningjagrundvelli, við kynnumst og liðsinni mitt er oft bara hluti af vináttu,“ segir hún. „Kannski er ég að einhverju leyti að reyna að gangast við forréttindum mínum. Allt mitt frelsi hvílir á þeirra ófrelsi, það er kannski fyrst og fremst það sem drífur mig áfram. Ég ber ábyrgð á minni tilvist og ég vil ekki taka þátt í samfélagi sem byggir á ófrelsi og kúgun annarra,“ segir Elínborg og segir kúgunina ekki aðeins eiga við um landamæri heimsins. „Kúgunin felst líka í kapítalísku efnahagskerfi, á vinnumarkaði og víðar þar sem lúxus fárra þrífst á harki annarra. Það ríkir mikill aðskilnaður í okkar samfélagi á svo mörgum sviðum.“ Lýsir útlendingaandúð Elínborg hefur farið með vinum sínum í Útlendingastofnun þegar þeir hafa beðið hana um það. Henni hefur hins vegar oft verið meinaður aðgangur. Á dögunum fékk hún formlegt svar hvers vegna henni væri meinaður aðgangur og var henni sagt að starfsstöð Útlendingastofnunar og lögreglu að Bæjarhrauni væri einungis opin fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og þá sem eiga þangað formleg erindi vegna umsókna svo sem talsmenn á vegum RKÍ, lögmenn og túlka. Hún efast um lögmæti þess að loka opinberri stofnun með þessum hætti. „Útlendingastofnun á sér rætur í mjög hægrisinnaðri hugmyndafræði sem byggir á útlendingaandúð. En fáir vilja tala um það eða horfast í augu við það. Fólk stekkur í þvílíka vörn þegar útlendingaandúðin er nefnd, allir séu bara að vinna vinnuna sína. En viðhorfið sem ég hef mætt hjá kerfinu þegar ég er að reyna að standa með vinum mínum sem standa rosalega höllum fæti lýsir andúð. Fólk þarf að hugsa þetta til enda, því það er ekki nóg með að Útlendingastofnun taki afdrifaríkar ákvarðanir um líf flóttafólks og hælisleitenda, heldur þarf þetta fólk að sækja alla þjónustu þangað. Varðandi húsnæði, læknis- og sálfræðiþjónustu. Stofnunin getur svipt fólk vasapeningum ef það fær gest í óleyfi í húsnæði sem það býr í á vegum Útlendingastofnunar og margir upplifa sig í gíslingu. Auðvitað er sérstaklega erfitt fyrir þetta fólk að standa í lappirnar og krefjast úrbóta og auðvitað vill það taka með sér vin sér til halds og trausts, eða jafnvel vitni. Þau taka svo mikla áhættu þegar þau krefjast réttinda eða láta rödd sína heyrast.“ „Óþægindin“ Elínborg segir að stjórnmála- og embættismönnum finnist barátta No Borders óþægileg. „Dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún, hefur ekki séð ástæðu til að hitta flóttafólk og ræða baráttumál þess,“ segir hún og sagði uppákomu á dögunum þegar flóttamaður tók til máls á opnum fundi með Sjálfstæðismönnum ekki hafa komið henni á óvart. „Þó að hryðjuverkaásökunin, platlögreglan og að svipta flóttamenn sjálfstæðum vilja hafi verið aðeins meira en búist var við. Þórdís Kolbrún sagði svo í sjónvarpsviðtali að þetta hefði verið mjög óþægileg upplifun og óheppilegt, það fannst mér athyglisvert. Óþægindi virðast einkenna flóttafólk sem lætur á sér bera og fólk sem vekur athygli á stöðu þess. Til að mynda voru tveir aðgerðasinnar dæmdir á skilorð í tvö ár fyrir að hafa valdið „verulegum óþægindum“. Gífurleg óþægindi sem sýnileg tilvist kúgaðra veldur þeim sem kúga og þá er ekkert annað í stöðunni en að aga: nota piparúða, hóta, handtaka, hundsa þau. Það var líka mjög afhjúpandi að þykjustulögreglumaðurinn sagðist ekki myndu hafa talað eins við Íslending.“ Ég skal vera skríll Hvernig viðhorfi mætið þið? „Sumir eru mjög jákvæðir og styðja baráttuna á ýmsa vegu. Aðrir hafa skrýtna mynd af okkur, þeim finnst við vera skríll. Slæpingjar sem lifa af kerfinu, en vita ekkert hvort við séum í vinnu, skóla eða hvað. Og ef einhver þyrfti að „lifa af kerfinu“, er einhver skömm í því? Er það ekki það sem þingmenn gera? Allavega, flest sem er sagt um No Borders er á mjög neikvæðum nótum en það verður bara að hafa það. Ég skal vera skríll ef þetta er skilgreiningin.“ Elínborg hefur ekki góða reynslu af afskiptum lögreglu af mótmælum, yfirheyrslum og handtökum. „Ég hef verið handtekin, lögreglan hefur gengið mjög hart fram í handtökum sínum og hefur mjög litla þolinmæði fyrir flóttafólki og okkur í No Borders,“ segir Elínborg og gefur nokkur dæmi um framkomu lögreglu. „Við vorum í mjög friðsömum mótmælum fyrir framan Alþingi og lögreglan vildi okkur burt. Ég sagði: Það er tjáningarfrelsi í þessu landi, og lögreglumaður svaraði: Þið getið farið og nýtt það annars staðar. Fyndinn. Einu sinni keyrðu þeir stóran bíl inn í mið mótmæli, höfðu kveikt á bílnum og sneru púströrinu að okkur. Við heyrðum ekki í ræðufólki og stóðum þarna í mekki úr púströrinu. Ég bað um að það yrði slökkt á bílnum, þetta væri bæði hljóðmengun og óhollt fyrir bæði þá og aðra sem þarna stóðu. Þá svöruðu þeir: Þessi mótmæli eru hljóðmengun. Skipanir lögreglu óréttmætar Lögin sem við höfum oft verið sökuð um að brjóta eru að hlýða ekki skipunum lögreglu. Yfirleitt heyri ég ekki hvað lögreglan er að segja en í mínum huga eru skipanir lögreglu algerlega óréttmætar hvort sem er. Form af valdbeitingu sem ég samþykki ekki, oftast eru þetta einhverjir ókunnugir karlar að segja mér að ég megi ekki standa þarna, sitja hérna og svo framvegis. Algjör fáránleiki. Einu sinni stóðum ég og vinir mínir fyrir framan rússneska sendiráðið í raðmótmælum á vegum S78. Stóðum tvö saman, afskaplega róleg á gangstéttinni fyrir framan sendiráðið, þetta var út af pyntingabúðum samkynhneigðra í Téténíu. Þetta var bara á gangstétt fyrir almenna vegfarendur. Rússneskum embættismönnum þótti þetta óþægilegt og kölluðu lögreglu til. Lögreglan kom og sagði okkur að færa okkur yfir götuna, fjær sendiráðinu. Við sögðum nei og bentum réttilega á það að þarna mætti fólk labba og standa eins og því sýndist. Eftir að hafa reynt að ýta okkur yfir sagði lögreglan: Ef þið færið ykkur ekki, þá handtek ég ykkur. Það var engin réttmæt ástæða. En þetta er lýsandi fyrir það viðmót sem við mætum og skilningsleysi á réttindum borgara til að mótmæla. Mér finnst þetta ekki eðlileg mannsæmandi hegðun en ég geri bara ráð fyrir því að ég geti ekki treyst lögreglunni.“ Beðin um að fara úr buxunum Hún segir það af og frá að fólk eins og hún sækist eftir því að valda svo mikilli mótspyrnu að það þurfi að handtaka það. „Það er ekkert sport að láta handtaka sig. Það er ömurlegt. Þú ert yfirheyrð, það er leitað á þér, þú ert sett í handjárn og í einangrun. Mér hefur verið neitað um að hringja í ástvini og lögmann, án skýringa. Þetta er svo mikil valdbeiting. Ég var beðin um að fara úr buxunum. Annarri úr hópnum var sagt að það þyrfti að skoða inn í nærbuxurnar hennar. Sem betur fer þekkjum við réttindi okkar og segjum bara nei. Þá er okkur svarað: Ætlar þú ekki að gera eins og ég segi? Og við neitum. Þá bakka þau. Þessi hegðun er svona gagnvart okkur, en hvernig er hún gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu en við? Hvernig tekst þeim að mæta þessum aðferðum lögreglu? Ég velti því stundum fyrir mér.“„Viðhorfið sem ég hef mætt hjá kerfinu þegar ég er að reyna að standa með vinum mínum sem standa rosalega höllum fæti lýsir andúð,“ segir Elínborg sem hefur verið meinuð innganga í Útlendingastofnun þegar hún hefur viljað vera við hlið vina sinna þegar þeir eiga erindi þangað.FBL/anton brinkSend til Frakklands tólf ára Olivia Edwige M. Bockob er 35 ára og fædd í Kamerún. Hún er nýkomin með íslenska kennitölu og er því ekki byrjuð að vinna. En hún sinnir sjálf boðastörfum hjá Rauða krossinum tvisvar í viku fyrir opið hús fyrir konur og fyrir Rauðakrossbúðina. Aðra tvo daga vikunnar sinnir hún sjálf boðastörfum fyrir Manitaa, sem eru kamerúnsk góðgerðarsamtök. Samtökin selja handgerða afríska muni til styrktar starfseminni. Hún tekur einnig þátt í félagsstarfi á vegum Andrýmis. „Á meðan ég var í hælisleitendakerfinu fékk ég tækifæri til að læra íslensku hjá Mími og TinCanFactory á síðasta ári, ég ætla að halda því áfram og í næstu viku hef ég nám í íslensku aftur hjá Mími,“ segir hún. Olivia bjó í Kamerún þangað til hún var tólf ára. Þá var hún send til Frakklands af föður sínum til ættingja sem bjuggu þar og gekk í heimavistarskóla. „Faðir minn sendi mig til Frakklands vegna þess að ég fæddist með sjaldgæfa tegund blóðkrabbameins. Á þessum tíma var heilbrigðiskerfið í Kamerún ekki nógu gott, kostnaðurinn gríðarlega hár og flest börn með þennan sjúkdóm dóu áður en þau náðu fimm ára aldri. Foreldrum mínum tókst hins vegar að halda mér á lífi þangað til ég varð tólf ára. Í Frakklandi fékk ég svo góðan aðgang að heilbrigðiskerfinu, nokkuð sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Ég naut mjög góðrar heilbrigðisþjónustu þar frá 12 ára aldri þangað til ég þurfti að fara þaðan 32 ára gömul.“ Menntaði sig þrátt fyrir veikindi Þrátt fyrir veikindin var Olivia staðráðin í að mennta sig. Hún útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í stjórnun frá Pantheon Sorbonne í París. Hún talar reiprennandi frönsku svo hún gat tekið virkan þátt á frönskum vinnumarkaði. Í fyrstu gætti hún barna, þá vann hún í móttöku fyrirtækja, hún vann í banka í þrjú ár. Um tvítugt var hún einnig farin að taka þátt í ýmsu menningarstarfi og baráttu fyrir mannréttindum og betri lífsgæðum fyrir aðra innflytjendur sem höfðu ekki notið sömu velgengni og hún. Hún eignaðist dóttur árið 2011. „Allir kalla hana Míló. Hún er átta ára, ég var gift föður hennar sem er líka frá Kamerún en við skildum. Gullna tækifærið reyndist gildra Tengt aktívisma mínum fór ég að vinna fyrir ráðgjafa sem starfaði við neðri deild franska þingsins. Í fyrstu var það sjálf boðavinna án samnings. Hann sagði að ef ég væri nógu góð myndi ég fá samning sem gagnasérfræðingur fyrir þingið. Fyrstu tvö árin gekk vel og vinnufyrirkomulagið var óformlegt. Seinna sagði hann að ég þyrfti að gera meira og ég fór að vinna fyrir hann í fullu starfi,“ segir Olivia sem segist meðal annars hafa unnið að verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, streymi sýrlenskra flóttamanna og forsetakosningum í Frakklandi. En á sama tíma hafi ráðgjafinn kynnt hana fyrir allt öðrum heimi og þetta frábæra tækifæri sem henni bauðst reyndist gildra. „Á meðan kynnti hann mig hægt og rólega fyrir allt öðrum heimi þar sem ég þurfti að þola mansal. Hann sagði að þetta væri hluti starfsins. Mér fannst þetta óþægilegt en ég gerði samt flest sem hann og vinir hans báðu mig um. Eftir marga mánuði af þjáningu og skömm ákvað ég að hætta. Hann sagði: Enginn yfirgefur mig. Þú vinnur fyrir mig eða deyrð. Ég hélt að þetta væri bara ömurlegur brandari. Hann sagði mér að vinum sínum líkaði vel við mig, ég sagði að mér væri alveg sama, ég vildi hætta. Hótanir, ótti og flótti Hann varð ofsafenginn og of beldisfullur og gerði líf mitt óbærilegt í Frakklandi. Hann sagði mér að ég væri ekkert og hann myndi eyðileggja mig. Öllum væri sama um það hvað yrði um mig og dóttur mína.“ Olivia fór frá Frakklandi og til Kamerún og vildi stuðning fjölskyldu sinnar sem sagðist ekki treysta sér í það verkefni. Henni væri ekki óhætt í Kamerún vegna tengsla við Frakkland. „Svo að ég varð að finna lausnina sjálf. Ég reyndi að fara til Kanada, það gekk ekki upp. Við Míló eyddum ári í að fara á milli landa til að reyna að finna öruggan stað. Ég upplifði ekki öryggi í neinu þeirra og var hrædd við vini og viðskiptavini ráðgjafans. Ég hafði fengið að sjá lista af fólki sem ég átti að vinna fyrir, þar voru íþróttamenn, leikarar og söngvarar, stjórnmálamenn og meðlimir evrópskra konungsfjölskyldna.“ Eftir flakk um Evrópu var Olivia buguð og í neyð reyndi hún meira að segja að biðla til ráðgjafans um að fá að koma aftur til Frakklands til að starfa fyrir hann ef hann gæti tryggt öryggi hennar og dóttur hennar. Það gerði hún hins vegar ekki og keypti flugmiða til Íslands þar sem hún sótti um hæli. „Ég hafði lesið að það væri land mannréttinda sem virti réttindi bæði kvenna og barna. Fyrir mér var þessi eyja í miðju hafinu öruggasti staður í Evrópu.“ Ekki trúað Reynsla mín af Útlendingastofnun var mjög vond. Þau trúðu mér ekki og sendu mig til að ræða við starfsfólk geðsviðs Landspítala. Þeir sögðu mér að ég hefði skáldað þessa sögu í höfðinu á mér. Enginn vildi drepa mig, ég væri bara farin á taugum. Þeir ætluðu sér að senda mig til Frakklands án þess að taka mál mitt til nokkurrar efnismeðferðar og bentu á að ég væri með frönsk skilríki og ég hefði aldrei beðið um hæli áður í Evrópu. Eftir nítján mánuði fengum við Míló loks vernd á Íslandi. Hún bjó hjá fósturfjölskyldu í Hafnarfirði og gekk í skóla. En á öðru ári mat geðlæknirinn líðan mína þannig að Míló mætti koma aftur til mín og við fluttum í hælisleitendabúðirnar á Norðurhellu í Hafnarfirði. Á meðan ég bjó þar reyndi ég að vera eins virk ég gat og sinnti því sjálf boðastörfum af krafti. Það hefur hjálpað mér og forðað mér frá þunglyndi.“ Olivia fékk nýja kennitölu og tókst að finna sér íbúð. Hún segir það hafa verið afar erfitt og valdið sér gríðarlegri streitu. „En nú veit ég hvernig lífið virkar á Íslandi þegar þú ert með kennitölu, það er nýtt og mjög spennandi fyrir okkur,“ segir hún. Olivia kynntist Elínborgu og fannst auðvelt að tala við hana. „Hún talar frönsku svo hennar hjálp og Hildar [Harðardóttur] hefur reynst mér ómetanleg og nauðsynleg. Þær hafa báðar verið til staðar fyrir mig og dóttur mína og reynt að láta okkur líða vel í hlutskipti okkar. Þær hafa sýnt okkur hvað Íslendingar eru hlýir og góðhjartaðir, allt önnur hlið en við kynntumst frá Útlendingastofnun sem er köld og stíf stofnun. Í Andrými hittist fólk frá öllum heimshornum og borðar saman. Þar skiptir uppruni, kynþáttur, trú eða bakgrunnur engu máli. Þetta er einn öruggasti og kærleiksríkasti staður í Reykjavík ásamt Rauða krossinum og gerir líf hælisleitenda einnig eins bærilegt og mögulegt er. Þar er okkur hjálpað við að reyna að gleyma of beldinu sem við höfum orðið fyrir og meðferð Útlendingastofnunar á okkur. Ég vona að lífið hér á Íslandi færi okkur frið. Við erum öruggar hér og mig langar í frekara nám og að láta gott af mér leiða til baráttu fyrir mannréttindum og betra lífi flóttafólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. 15. apríl 2019 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Elínborg Harpa Önundardóttir er 25 ára gömul, hún hefur lokið BA gráðu í heimspeki og leggur nú stund á rafvirkjun í Tækniskólanum. Hún er einnig mjög virkur aktívisti og hefur meðal annars látið sig baráttu hælisleitenda varða.Prestsdóttir frá Breiðabólstað Hún er fædd og uppalin á prestssetrinu á Breiðabólstað í Fljótshlíð,foreldrar hennar eru séra Önundur Björnsson og Harpa Viðarsdóttir lyfjafræðingur. „Þetta er svo fallegur staður, ég þarf að nýta tímann og fara oftar í heimsókn til pabba því hann verður bráðum sjötugur og þarf að yfirgefa prestssetrið. Það er ofsalega skrýtið að þurfa að kveðja æskuheimilið en svona gengur þetta bara fyrir sig. Ég fer heim þegar ég þarf smá næði og kjarna mig,“ segir Elínborg. „Ég flutti hingað í bæinn þegar ég var fimmtán ára gömul til þess að fara í Verslunarskólann. Ég lærði þar í tvö ár og fór svo í skiptinám til Frakklands, bjó í litlum smábæ þar sem aðalatvinna fólks var vínrækt. Flestir voru vínekrubændur, þarna eignaðist ég mikið af góðum vinum og mína fyrstu kærustu,“ segir Elínborg. Hún flutti heim eftir stúdentsprófið og fór svo aftur til Frakklands að því loknu og bjó þar um tíma með kærustunni sinni. „Við hættum saman og ég flutti heim og hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Ég fór út í skiptinám til Freiburg og náði einhvern veginn að klára námið með herkjum, úti í Þýskalandi var kennt á þýsku og ég kunni varla stakt orð í málinu þegar ég fór út,“ segir hún og brosir. Ekki aftur snúið Hún segir það margslungið hvernig það kom til að hún varð aktívisti. „Ég hef alltaf viljað láta til mín taka en hafði ekki fundið því farveg. Ég prófaði að taka þátt í stúdentapólitíkinni en það hentaði mér ekki. Mér fannst það skrýtið hvernig stúdentapólitíkin var eins og lítið afsprengi af Alþingi. Haldnir formlegir fundir og tvær fylkingar að berjast um atkvæði. Í heimspekinni var ég svolítið aftengd og á kafi í abstrakt hlutum, ég gerði hlaðvarpsþætti með Snorra Rafni og Tómasi Ævari vinum mínum, sem kölluðust Heimspekiverksmiðjan. Í einum þættinum fjölluðum við um frelsi og þá ræddi ég við tvo einstaklinga sem stóðu að félagsrýminu Andrými. Þá var opið eitt kvöld í viku og eldaður kvöldmatur með flóttafólki,“ segir Elínborg sem segist hafa ákveðið að fara á skipulagsfund í rýminu. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég kynntist fólki sem skipulagði fundi þarna og kynntist líka hugmyndafræði anarkisma og varð hrifin af henni. Bróðir minn aðhylltist einu sinni anarkisma og þá var ég svolítið að lesa honum pistilinn. Viltu virkilega búa í samfélagi án lögreglu? spurði ég hann og sagði honum að það væri ótrúlega vitlaust. Í dag sé ég eftir því að hafa ekki stutt hann betur í þessu. Á jafningjagrundvelli Ég gekk inn í starfið og fór að tala við fólk. Og þegar maður kynnist fólki sem er í aðstæðum sem eru algerlega óboðlegar og ómanneskjulegar þá vill maður einfaldlega gera eitthvað,“ útskýrir hún. „En ég er ekkert í vinnu við að aðstoða fólk eða hjálpa, þarna hittist fólk á jafningjagrundvelli, við kynnumst og liðsinni mitt er oft bara hluti af vináttu,“ segir hún. „Kannski er ég að einhverju leyti að reyna að gangast við forréttindum mínum. Allt mitt frelsi hvílir á þeirra ófrelsi, það er kannski fyrst og fremst það sem drífur mig áfram. Ég ber ábyrgð á minni tilvist og ég vil ekki taka þátt í samfélagi sem byggir á ófrelsi og kúgun annarra,“ segir Elínborg og segir kúgunina ekki aðeins eiga við um landamæri heimsins. „Kúgunin felst líka í kapítalísku efnahagskerfi, á vinnumarkaði og víðar þar sem lúxus fárra þrífst á harki annarra. Það ríkir mikill aðskilnaður í okkar samfélagi á svo mörgum sviðum.“ Lýsir útlendingaandúð Elínborg hefur farið með vinum sínum í Útlendingastofnun þegar þeir hafa beðið hana um það. Henni hefur hins vegar oft verið meinaður aðgangur. Á dögunum fékk hún formlegt svar hvers vegna henni væri meinaður aðgangur og var henni sagt að starfsstöð Útlendingastofnunar og lögreglu að Bæjarhrauni væri einungis opin fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og þá sem eiga þangað formleg erindi vegna umsókna svo sem talsmenn á vegum RKÍ, lögmenn og túlka. Hún efast um lögmæti þess að loka opinberri stofnun með þessum hætti. „Útlendingastofnun á sér rætur í mjög hægrisinnaðri hugmyndafræði sem byggir á útlendingaandúð. En fáir vilja tala um það eða horfast í augu við það. Fólk stekkur í þvílíka vörn þegar útlendingaandúðin er nefnd, allir séu bara að vinna vinnuna sína. En viðhorfið sem ég hef mætt hjá kerfinu þegar ég er að reyna að standa með vinum mínum sem standa rosalega höllum fæti lýsir andúð. Fólk þarf að hugsa þetta til enda, því það er ekki nóg með að Útlendingastofnun taki afdrifaríkar ákvarðanir um líf flóttafólks og hælisleitenda, heldur þarf þetta fólk að sækja alla þjónustu þangað. Varðandi húsnæði, læknis- og sálfræðiþjónustu. Stofnunin getur svipt fólk vasapeningum ef það fær gest í óleyfi í húsnæði sem það býr í á vegum Útlendingastofnunar og margir upplifa sig í gíslingu. Auðvitað er sérstaklega erfitt fyrir þetta fólk að standa í lappirnar og krefjast úrbóta og auðvitað vill það taka með sér vin sér til halds og trausts, eða jafnvel vitni. Þau taka svo mikla áhættu þegar þau krefjast réttinda eða láta rödd sína heyrast.“ „Óþægindin“ Elínborg segir að stjórnmála- og embættismönnum finnist barátta No Borders óþægileg. „Dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún, hefur ekki séð ástæðu til að hitta flóttafólk og ræða baráttumál þess,“ segir hún og sagði uppákomu á dögunum þegar flóttamaður tók til máls á opnum fundi með Sjálfstæðismönnum ekki hafa komið henni á óvart. „Þó að hryðjuverkaásökunin, platlögreglan og að svipta flóttamenn sjálfstæðum vilja hafi verið aðeins meira en búist var við. Þórdís Kolbrún sagði svo í sjónvarpsviðtali að þetta hefði verið mjög óþægileg upplifun og óheppilegt, það fannst mér athyglisvert. Óþægindi virðast einkenna flóttafólk sem lætur á sér bera og fólk sem vekur athygli á stöðu þess. Til að mynda voru tveir aðgerðasinnar dæmdir á skilorð í tvö ár fyrir að hafa valdið „verulegum óþægindum“. Gífurleg óþægindi sem sýnileg tilvist kúgaðra veldur þeim sem kúga og þá er ekkert annað í stöðunni en að aga: nota piparúða, hóta, handtaka, hundsa þau. Það var líka mjög afhjúpandi að þykjustulögreglumaðurinn sagðist ekki myndu hafa talað eins við Íslending.“ Ég skal vera skríll Hvernig viðhorfi mætið þið? „Sumir eru mjög jákvæðir og styðja baráttuna á ýmsa vegu. Aðrir hafa skrýtna mynd af okkur, þeim finnst við vera skríll. Slæpingjar sem lifa af kerfinu, en vita ekkert hvort við séum í vinnu, skóla eða hvað. Og ef einhver þyrfti að „lifa af kerfinu“, er einhver skömm í því? Er það ekki það sem þingmenn gera? Allavega, flest sem er sagt um No Borders er á mjög neikvæðum nótum en það verður bara að hafa það. Ég skal vera skríll ef þetta er skilgreiningin.“ Elínborg hefur ekki góða reynslu af afskiptum lögreglu af mótmælum, yfirheyrslum og handtökum. „Ég hef verið handtekin, lögreglan hefur gengið mjög hart fram í handtökum sínum og hefur mjög litla þolinmæði fyrir flóttafólki og okkur í No Borders,“ segir Elínborg og gefur nokkur dæmi um framkomu lögreglu. „Við vorum í mjög friðsömum mótmælum fyrir framan Alþingi og lögreglan vildi okkur burt. Ég sagði: Það er tjáningarfrelsi í þessu landi, og lögreglumaður svaraði: Þið getið farið og nýtt það annars staðar. Fyndinn. Einu sinni keyrðu þeir stóran bíl inn í mið mótmæli, höfðu kveikt á bílnum og sneru púströrinu að okkur. Við heyrðum ekki í ræðufólki og stóðum þarna í mekki úr púströrinu. Ég bað um að það yrði slökkt á bílnum, þetta væri bæði hljóðmengun og óhollt fyrir bæði þá og aðra sem þarna stóðu. Þá svöruðu þeir: Þessi mótmæli eru hljóðmengun. Skipanir lögreglu óréttmætar Lögin sem við höfum oft verið sökuð um að brjóta eru að hlýða ekki skipunum lögreglu. Yfirleitt heyri ég ekki hvað lögreglan er að segja en í mínum huga eru skipanir lögreglu algerlega óréttmætar hvort sem er. Form af valdbeitingu sem ég samþykki ekki, oftast eru þetta einhverjir ókunnugir karlar að segja mér að ég megi ekki standa þarna, sitja hérna og svo framvegis. Algjör fáránleiki. Einu sinni stóðum ég og vinir mínir fyrir framan rússneska sendiráðið í raðmótmælum á vegum S78. Stóðum tvö saman, afskaplega róleg á gangstéttinni fyrir framan sendiráðið, þetta var út af pyntingabúðum samkynhneigðra í Téténíu. Þetta var bara á gangstétt fyrir almenna vegfarendur. Rússneskum embættismönnum þótti þetta óþægilegt og kölluðu lögreglu til. Lögreglan kom og sagði okkur að færa okkur yfir götuna, fjær sendiráðinu. Við sögðum nei og bentum réttilega á það að þarna mætti fólk labba og standa eins og því sýndist. Eftir að hafa reynt að ýta okkur yfir sagði lögreglan: Ef þið færið ykkur ekki, þá handtek ég ykkur. Það var engin réttmæt ástæða. En þetta er lýsandi fyrir það viðmót sem við mætum og skilningsleysi á réttindum borgara til að mótmæla. Mér finnst þetta ekki eðlileg mannsæmandi hegðun en ég geri bara ráð fyrir því að ég geti ekki treyst lögreglunni.“ Beðin um að fara úr buxunum Hún segir það af og frá að fólk eins og hún sækist eftir því að valda svo mikilli mótspyrnu að það þurfi að handtaka það. „Það er ekkert sport að láta handtaka sig. Það er ömurlegt. Þú ert yfirheyrð, það er leitað á þér, þú ert sett í handjárn og í einangrun. Mér hefur verið neitað um að hringja í ástvini og lögmann, án skýringa. Þetta er svo mikil valdbeiting. Ég var beðin um að fara úr buxunum. Annarri úr hópnum var sagt að það þyrfti að skoða inn í nærbuxurnar hennar. Sem betur fer þekkjum við réttindi okkar og segjum bara nei. Þá er okkur svarað: Ætlar þú ekki að gera eins og ég segi? Og við neitum. Þá bakka þau. Þessi hegðun er svona gagnvart okkur, en hvernig er hún gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu en við? Hvernig tekst þeim að mæta þessum aðferðum lögreglu? Ég velti því stundum fyrir mér.“„Viðhorfið sem ég hef mætt hjá kerfinu þegar ég er að reyna að standa með vinum mínum sem standa rosalega höllum fæti lýsir andúð,“ segir Elínborg sem hefur verið meinuð innganga í Útlendingastofnun þegar hún hefur viljað vera við hlið vina sinna þegar þeir eiga erindi þangað.FBL/anton brinkSend til Frakklands tólf ára Olivia Edwige M. Bockob er 35 ára og fædd í Kamerún. Hún er nýkomin með íslenska kennitölu og er því ekki byrjuð að vinna. En hún sinnir sjálf boðastörfum hjá Rauða krossinum tvisvar í viku fyrir opið hús fyrir konur og fyrir Rauðakrossbúðina. Aðra tvo daga vikunnar sinnir hún sjálf boðastörfum fyrir Manitaa, sem eru kamerúnsk góðgerðarsamtök. Samtökin selja handgerða afríska muni til styrktar starfseminni. Hún tekur einnig þátt í félagsstarfi á vegum Andrýmis. „Á meðan ég var í hælisleitendakerfinu fékk ég tækifæri til að læra íslensku hjá Mími og TinCanFactory á síðasta ári, ég ætla að halda því áfram og í næstu viku hef ég nám í íslensku aftur hjá Mími,“ segir hún. Olivia bjó í Kamerún þangað til hún var tólf ára. Þá var hún send til Frakklands af föður sínum til ættingja sem bjuggu þar og gekk í heimavistarskóla. „Faðir minn sendi mig til Frakklands vegna þess að ég fæddist með sjaldgæfa tegund blóðkrabbameins. Á þessum tíma var heilbrigðiskerfið í Kamerún ekki nógu gott, kostnaðurinn gríðarlega hár og flest börn með þennan sjúkdóm dóu áður en þau náðu fimm ára aldri. Foreldrum mínum tókst hins vegar að halda mér á lífi þangað til ég varð tólf ára. Í Frakklandi fékk ég svo góðan aðgang að heilbrigðiskerfinu, nokkuð sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Ég naut mjög góðrar heilbrigðisþjónustu þar frá 12 ára aldri þangað til ég þurfti að fara þaðan 32 ára gömul.“ Menntaði sig þrátt fyrir veikindi Þrátt fyrir veikindin var Olivia staðráðin í að mennta sig. Hún útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í stjórnun frá Pantheon Sorbonne í París. Hún talar reiprennandi frönsku svo hún gat tekið virkan þátt á frönskum vinnumarkaði. Í fyrstu gætti hún barna, þá vann hún í móttöku fyrirtækja, hún vann í banka í þrjú ár. Um tvítugt var hún einnig farin að taka þátt í ýmsu menningarstarfi og baráttu fyrir mannréttindum og betri lífsgæðum fyrir aðra innflytjendur sem höfðu ekki notið sömu velgengni og hún. Hún eignaðist dóttur árið 2011. „Allir kalla hana Míló. Hún er átta ára, ég var gift föður hennar sem er líka frá Kamerún en við skildum. Gullna tækifærið reyndist gildra Tengt aktívisma mínum fór ég að vinna fyrir ráðgjafa sem starfaði við neðri deild franska þingsins. Í fyrstu var það sjálf boðavinna án samnings. Hann sagði að ef ég væri nógu góð myndi ég fá samning sem gagnasérfræðingur fyrir þingið. Fyrstu tvö árin gekk vel og vinnufyrirkomulagið var óformlegt. Seinna sagði hann að ég þyrfti að gera meira og ég fór að vinna fyrir hann í fullu starfi,“ segir Olivia sem segist meðal annars hafa unnið að verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, streymi sýrlenskra flóttamanna og forsetakosningum í Frakklandi. En á sama tíma hafi ráðgjafinn kynnt hana fyrir allt öðrum heimi og þetta frábæra tækifæri sem henni bauðst reyndist gildra. „Á meðan kynnti hann mig hægt og rólega fyrir allt öðrum heimi þar sem ég þurfti að þola mansal. Hann sagði að þetta væri hluti starfsins. Mér fannst þetta óþægilegt en ég gerði samt flest sem hann og vinir hans báðu mig um. Eftir marga mánuði af þjáningu og skömm ákvað ég að hætta. Hann sagði: Enginn yfirgefur mig. Þú vinnur fyrir mig eða deyrð. Ég hélt að þetta væri bara ömurlegur brandari. Hann sagði mér að vinum sínum líkaði vel við mig, ég sagði að mér væri alveg sama, ég vildi hætta. Hótanir, ótti og flótti Hann varð ofsafenginn og of beldisfullur og gerði líf mitt óbærilegt í Frakklandi. Hann sagði mér að ég væri ekkert og hann myndi eyðileggja mig. Öllum væri sama um það hvað yrði um mig og dóttur mína.“ Olivia fór frá Frakklandi og til Kamerún og vildi stuðning fjölskyldu sinnar sem sagðist ekki treysta sér í það verkefni. Henni væri ekki óhætt í Kamerún vegna tengsla við Frakkland. „Svo að ég varð að finna lausnina sjálf. Ég reyndi að fara til Kanada, það gekk ekki upp. Við Míló eyddum ári í að fara á milli landa til að reyna að finna öruggan stað. Ég upplifði ekki öryggi í neinu þeirra og var hrædd við vini og viðskiptavini ráðgjafans. Ég hafði fengið að sjá lista af fólki sem ég átti að vinna fyrir, þar voru íþróttamenn, leikarar og söngvarar, stjórnmálamenn og meðlimir evrópskra konungsfjölskyldna.“ Eftir flakk um Evrópu var Olivia buguð og í neyð reyndi hún meira að segja að biðla til ráðgjafans um að fá að koma aftur til Frakklands til að starfa fyrir hann ef hann gæti tryggt öryggi hennar og dóttur hennar. Það gerði hún hins vegar ekki og keypti flugmiða til Íslands þar sem hún sótti um hæli. „Ég hafði lesið að það væri land mannréttinda sem virti réttindi bæði kvenna og barna. Fyrir mér var þessi eyja í miðju hafinu öruggasti staður í Evrópu.“ Ekki trúað Reynsla mín af Útlendingastofnun var mjög vond. Þau trúðu mér ekki og sendu mig til að ræða við starfsfólk geðsviðs Landspítala. Þeir sögðu mér að ég hefði skáldað þessa sögu í höfðinu á mér. Enginn vildi drepa mig, ég væri bara farin á taugum. Þeir ætluðu sér að senda mig til Frakklands án þess að taka mál mitt til nokkurrar efnismeðferðar og bentu á að ég væri með frönsk skilríki og ég hefði aldrei beðið um hæli áður í Evrópu. Eftir nítján mánuði fengum við Míló loks vernd á Íslandi. Hún bjó hjá fósturfjölskyldu í Hafnarfirði og gekk í skóla. En á öðru ári mat geðlæknirinn líðan mína þannig að Míló mætti koma aftur til mín og við fluttum í hælisleitendabúðirnar á Norðurhellu í Hafnarfirði. Á meðan ég bjó þar reyndi ég að vera eins virk ég gat og sinnti því sjálf boðastörfum af krafti. Það hefur hjálpað mér og forðað mér frá þunglyndi.“ Olivia fékk nýja kennitölu og tókst að finna sér íbúð. Hún segir það hafa verið afar erfitt og valdið sér gríðarlegri streitu. „En nú veit ég hvernig lífið virkar á Íslandi þegar þú ert með kennitölu, það er nýtt og mjög spennandi fyrir okkur,“ segir hún. Olivia kynntist Elínborgu og fannst auðvelt að tala við hana. „Hún talar frönsku svo hennar hjálp og Hildar [Harðardóttur] hefur reynst mér ómetanleg og nauðsynleg. Þær hafa báðar verið til staðar fyrir mig og dóttur mína og reynt að láta okkur líða vel í hlutskipti okkar. Þær hafa sýnt okkur hvað Íslendingar eru hlýir og góðhjartaðir, allt önnur hlið en við kynntumst frá Útlendingastofnun sem er köld og stíf stofnun. Í Andrými hittist fólk frá öllum heimshornum og borðar saman. Þar skiptir uppruni, kynþáttur, trú eða bakgrunnur engu máli. Þetta er einn öruggasti og kærleiksríkasti staður í Reykjavík ásamt Rauða krossinum og gerir líf hælisleitenda einnig eins bærilegt og mögulegt er. Þar er okkur hjálpað við að reyna að gleyma of beldinu sem við höfum orðið fyrir og meðferð Útlendingastofnunar á okkur. Ég vona að lífið hér á Íslandi færi okkur frið. Við erum öruggar hér og mig langar í frekara nám og að láta gott af mér leiða til baráttu fyrir mannréttindum og betra lífi flóttafólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. 15. apríl 2019 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58
Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35
Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44
Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. 15. apríl 2019 15:05