Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif [email protected] skrifar 4. maí 2019 08:30 Jákvæð áhrif af styttri vinnuviku var meðal niðurstaðna tilraunaverkefnis hjá Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45