Ráðamenn kynni sér áföll og fíkn [email protected] skrifar 4. maí 2019 04:00 Pétur Einarsson, skipuleggjandi ráðstefnunnar iCAAD. Ráðstefnan fjallar um áföll og fíknisjúkdóma og er haldin í annað sinn á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór „Það sem er að gerast er að við erum að fatta að það eru bara allir með stóran poka fullan af einhverjum áföllum á bakinu og fólk er ekki að leysa úr sínum málum. Ef við gerum það ekki þá förum við alltaf aftur í sama mynstrið. Að borða of mikið, drekka of mikið, sambönd endast ekki og svo framvegis.“ Þetta segir Pétur Einarsson, skipuleggjandi rástefnunnar iCAAD sem fer fram í Hörpu dagana 10. og 11. maí. Ráðstefnan fjallar um áföll og fíknisjúkdóma og er haldin í annað sinn á Íslandi. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegri ráðstefnuseríu sem haldin er víða um heim og byggir á því að auka þekkingu og finna lausnir á andlegum og tilfinningalegum heilsufarsvandamálum. Samkvæmt Pétri er mikilvægt að auka og betrumbæta þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir fólk með fíknisjúkdóma. Hann segir lykilinn liggja í því að skoða grunninn og finna ástæðu þess að fólk lendi í klóm fíknar. „Vandinn getur verið eitthvert djúpstætt áfall sem viðkomandi er að burðast með og hefur jafnvel burðast með alla ævi,“ segir Pétur og bætir við að sé fólk með áfall á bakinu sem ekki hefur verið unnið úr sé líklegt að það leiti annarra leiða til að bæta líðan sína. Þær leiðir segir hann geta verið margvíslegar og tekur dæmi um forseta Bandaríkjanna: „Eins og Trump, hann er á einhvern hátt að reyna að bæta líðan sína með Twitter, reyna að fixa sig á Twitter.“ Aðspurður um aðkomu sína að ráðstefnunni segist Pétur vilja gera eitthvað sem skiptir máli. „Ég er að reyna að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég var að vinna í banka sem er auðvitað meira og minna gagnslaust og núna er ég að reyna að gera eitthvert gagn,“ segir Pétur brosandi og bætir við að hann hafi unnið mikið í 12 spora samtökum og fangelsismálum þar sem hann hafi skynjað mikla þörf fyrir breytingar í hugsunarhætti tengdum áföllum og fíkn. Hann kynntist forsvarsmönnum iCAAD þegar hann bjó í Bretlandi, heillaðist af starfi þeirra og vildi vera með. Ráðstefnan skiptist niður á tvo daga. Á föstudeginum verður vinnustofa í áfallastreitu með Judy Crane og Tom Pecca. Markmið vinnustofunnar er að hjálpa fólki að brjótast út úr vítahring áfallastreitu en þar býr Judy yfir um 30 ára reynslu. Hún hefur bæði menntun á þessu sviði og upplifði sjálf áfall á sínum yngri árum sem leiddi hana á götur fíknarinnar. Systurnar Gunný og Vagna Magnúsdætur verða Judy og Tom innan handar en þær eru báðar menntaðar fíknifræðingar. Á laugardeginum munu ráðstefnugestir heyra reynslusögur einstaklinga sem lent hafa í áföllum og hvernig þeir unnu úr þeim. Fram koma Veiga Grétarsdóttir, Helga Árnadóttir og Tolli Morthens ásamt því að Bubbi bróðir hans mun mæta, taka nokkur lög og lesa upp úr nýjustu ljóðabók sinni. Í bókinni yrkir Bubbi um áfall sem hann varð fyrir í æsku. Einnig mun Sonny Hall, fyrirsæta frá Bretlandi, segja frá reynslu sinni úr fíkniefnaheiminum og hvernig hann sigraðist á fíkninni. Pétur segir að allir hefðu gott af því að mæta á ráðstefnuna. Föstudagurinn sé tilvalinn fyrir fagfólk til að auka við þekkingu sína en sé þó opinn öllum. Á laugardeginum geta allir grætt á því að mæta, segir Pétur. „Þetta er fyrir alla, hugsaðu þér hvað það eru margir sem tengja við það að lenda í áfalli. Aðstandendur, foreldrar og börn, það eru svo margir sem eru að glíma við áföll. Ef það erum ekki við sjálf þá er það einhver sem við þekkjum,“ segir hann og bætir við að hann hvetji stjórnmálamenn og valdafólk sérstaklega til þess að mæta. „Það eru oft þeir sem hafa orðið fyrir mestu áföllunum sem sjá það ekki sjálfir, og skilja ekki aðstæðurnar sem þeir eru í. Maður kemst ekkert áfram ef maður er fastur. Í þessu samhengi dettur mér í hug Klaustursmálið, við öll sjáum eitthvað sem þau sjá ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
„Það sem er að gerast er að við erum að fatta að það eru bara allir með stóran poka fullan af einhverjum áföllum á bakinu og fólk er ekki að leysa úr sínum málum. Ef við gerum það ekki þá förum við alltaf aftur í sama mynstrið. Að borða of mikið, drekka of mikið, sambönd endast ekki og svo framvegis.“ Þetta segir Pétur Einarsson, skipuleggjandi rástefnunnar iCAAD sem fer fram í Hörpu dagana 10. og 11. maí. Ráðstefnan fjallar um áföll og fíknisjúkdóma og er haldin í annað sinn á Íslandi. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegri ráðstefnuseríu sem haldin er víða um heim og byggir á því að auka þekkingu og finna lausnir á andlegum og tilfinningalegum heilsufarsvandamálum. Samkvæmt Pétri er mikilvægt að auka og betrumbæta þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir fólk með fíknisjúkdóma. Hann segir lykilinn liggja í því að skoða grunninn og finna ástæðu þess að fólk lendi í klóm fíknar. „Vandinn getur verið eitthvert djúpstætt áfall sem viðkomandi er að burðast með og hefur jafnvel burðast með alla ævi,“ segir Pétur og bætir við að sé fólk með áfall á bakinu sem ekki hefur verið unnið úr sé líklegt að það leiti annarra leiða til að bæta líðan sína. Þær leiðir segir hann geta verið margvíslegar og tekur dæmi um forseta Bandaríkjanna: „Eins og Trump, hann er á einhvern hátt að reyna að bæta líðan sína með Twitter, reyna að fixa sig á Twitter.“ Aðspurður um aðkomu sína að ráðstefnunni segist Pétur vilja gera eitthvað sem skiptir máli. „Ég er að reyna að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég var að vinna í banka sem er auðvitað meira og minna gagnslaust og núna er ég að reyna að gera eitthvert gagn,“ segir Pétur brosandi og bætir við að hann hafi unnið mikið í 12 spora samtökum og fangelsismálum þar sem hann hafi skynjað mikla þörf fyrir breytingar í hugsunarhætti tengdum áföllum og fíkn. Hann kynntist forsvarsmönnum iCAAD þegar hann bjó í Bretlandi, heillaðist af starfi þeirra og vildi vera með. Ráðstefnan skiptist niður á tvo daga. Á föstudeginum verður vinnustofa í áfallastreitu með Judy Crane og Tom Pecca. Markmið vinnustofunnar er að hjálpa fólki að brjótast út úr vítahring áfallastreitu en þar býr Judy yfir um 30 ára reynslu. Hún hefur bæði menntun á þessu sviði og upplifði sjálf áfall á sínum yngri árum sem leiddi hana á götur fíknarinnar. Systurnar Gunný og Vagna Magnúsdætur verða Judy og Tom innan handar en þær eru báðar menntaðar fíknifræðingar. Á laugardeginum munu ráðstefnugestir heyra reynslusögur einstaklinga sem lent hafa í áföllum og hvernig þeir unnu úr þeim. Fram koma Veiga Grétarsdóttir, Helga Árnadóttir og Tolli Morthens ásamt því að Bubbi bróðir hans mun mæta, taka nokkur lög og lesa upp úr nýjustu ljóðabók sinni. Í bókinni yrkir Bubbi um áfall sem hann varð fyrir í æsku. Einnig mun Sonny Hall, fyrirsæta frá Bretlandi, segja frá reynslu sinni úr fíkniefnaheiminum og hvernig hann sigraðist á fíkninni. Pétur segir að allir hefðu gott af því að mæta á ráðstefnuna. Föstudagurinn sé tilvalinn fyrir fagfólk til að auka við þekkingu sína en sé þó opinn öllum. Á laugardeginum geta allir grætt á því að mæta, segir Pétur. „Þetta er fyrir alla, hugsaðu þér hvað það eru margir sem tengja við það að lenda í áfalli. Aðstandendur, foreldrar og börn, það eru svo margir sem eru að glíma við áföll. Ef það erum ekki við sjálf þá er það einhver sem við þekkjum,“ segir hann og bætir við að hann hvetji stjórnmálamenn og valdafólk sérstaklega til þess að mæta. „Það eru oft þeir sem hafa orðið fyrir mestu áföllunum sem sjá það ekki sjálfir, og skilja ekki aðstæðurnar sem þeir eru í. Maður kemst ekkert áfram ef maður er fastur. Í þessu samhengi dettur mér í hug Klaustursmálið, við öll sjáum eitthvað sem þau sjá ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira