Upphitun: Sindratorfæran um helgina Bragi Þórðarson skrifar 2. maí 2019 23:30 Þór Þormar Pálsson sló hraðamet á vatninu í fyrra. Bergur Bergsson Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur keppnina í 46. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er sú fyrsta í Íslandsmótinu og hefst hún klukkan 11 á laugardaginn. Eknar verða sex brautir og að sjálfsögðu endar keppnin í ánni og mýrinni. Síðastliðin ár hafa gríðarlega margir áhorfendur mætt á Hellutorfæruna og mjög skemmtileg stemning hefur myndast í brekkunum. Rúmlega 90 sjálfboðaliðar FBSH munu sjá til þess að allt fari vel fram og að áhorfendur skemmdi sér sem mest.Íslandsmeistarinn í vandræðumÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er í vandræðum með vélina í bíl sínum. Þór keypti gríðarlega öflugan mótor fyrir síðasta keppnistímabil sem skilaði honum sigri í Sindratorfærunni. Þá sló hann einnig hraðametið yfir ánna er hann mældist á 102 kílómetra hraða ofan á vatninu. Nú hefur sá mótor verið sendur til Bandaríkjanna í viðgerð og mun Þór því keppa með annan mótor á Hellu. Þegar fréttaritari Vísis náði tali af Þór var bíllinn ekki enn farinn að ganga almennilega. ,,Það lýtur út fyrir að ventill hafi bognað, þetta er smá vesen en við erum staðráðnir í að mæta á Hellu’’ sagði Þór Þormar. Áhorfendur fá alltaf nóg af tilþrifum á Hellu.Bergur BergssonÞað verða margir að berjast á toppnumAtli Jamil Ásgeirsson endaði annar til Íslandsmeistara í fyrra eftir mjög harða baráttu við Þór Þormar. Atli ætlar að taka sér pásu frá torfærunni í ár sem að ætti að opna dyrnar fyrir aðra ökumenn. ,,Það hefur verið mjög lítill munur milli manna síðustu ár og trúi ég að það verði áfram svoleiðis í sumar’’ sagði Ingólfur Guðvarðarson sem ekur Guttanum Reborn. Ingólfur náði sínum fyrsta sigri í torfærukeppni í fyrra og endaði mótið í þriðja sæti, sem er hans besti árangur til þessa. Geir Evert Grímsson ekur Sleggjunni og endaði fjórði í Íslandsmótinu árið 2018. Geir var kokhraustur er Vísir hafði samband við hann. ,,Við stefnum alltaf á fyrsta sætið og verður staðið við það í ár’’. Geir Evert hefur verið að keppa síðan 2015 og hefur reglulega endað á verðlaunapalli, hann er þó enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Haukur Viðar Einarsson á Heklu náði rétt eins og Ingólfur sínum fyrsta sigri í fyrra. Undirbúningur fyrir komandi tímabil hefur gengið vel hjá liðinu og segir Haukur allt vera tilbúið fyrir Hellu. Ingólfur Guðvarðarson komst alla leið í mýrinni í fyrraBergur BergssonLightfoot ennþá í tolliJón Vilberg Gunnarsson mun snúa aftur til leiks eftir þriggja ára pásu. Jón á að baki þrjá titla í götubílaflokki en mun nú mæta til leiks í flokki sérútbúna bíla. Í vetur festi hann kaup á einum besta torfærubíls heims, Lightfoot frá Noregi. ,,Bíllinn losnar ekki úr tolli fyrr en á föstudaginn, þá verður vonandi bara brunað með hann beint á Hellu og hann prófaður þar’’ sagði Jón Vilberg sem er spenntur að fara að keyra á ný. ,,Það er alltaf mikil spenna fyrir fyrstu keppni og sérstaklega núna eftir að hafa verið á hliðarlínunni í þrjú ár’’. Alls eru 19 bílar skráðir til leiks og þar af eru 15 í sérútbúna flokknum. Í götubílaflokki eru fjórir bílar skráðir, Steingrímur Bjarnason er talinn mjög sigurstranglegur í þeim flokki enda hefur hann verið að keppa í tæp 30 ár.Top Gear mæta til leiks Breski sjónvarpsþátturinn Top Gear verður að mynda Sindratorfæruna um helgina. Tveir þáttastjórnendur þeirra verða að keppa og segjast þeir ætla að sýna Íslendingunum hvernig á að gera þetta. Annar þeirra, fyrrum krikket leikmaðurinn Freddie Flintoff, er að koma nýr inn í Top Gear fyrir seríuna sem verið er að taka upp núna. Hann mun aka Kötlu Túrbó en eigandi bílsins, Guðbjörn Grímsson, hefur verið að endursmíða bílinn í vetur. Keppnin byrjar tímanlega klukkan 11 á laugardaginn og kostar 2000 krónur inn. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hvetur áhorfendur að mæta með seðla svo að miðasalan gangi hraðar fyrir sig. Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur keppnina í 46. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er sú fyrsta í Íslandsmótinu og hefst hún klukkan 11 á laugardaginn. Eknar verða sex brautir og að sjálfsögðu endar keppnin í ánni og mýrinni. Síðastliðin ár hafa gríðarlega margir áhorfendur mætt á Hellutorfæruna og mjög skemmtileg stemning hefur myndast í brekkunum. Rúmlega 90 sjálfboðaliðar FBSH munu sjá til þess að allt fari vel fram og að áhorfendur skemmdi sér sem mest.Íslandsmeistarinn í vandræðumÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er í vandræðum með vélina í bíl sínum. Þór keypti gríðarlega öflugan mótor fyrir síðasta keppnistímabil sem skilaði honum sigri í Sindratorfærunni. Þá sló hann einnig hraðametið yfir ánna er hann mældist á 102 kílómetra hraða ofan á vatninu. Nú hefur sá mótor verið sendur til Bandaríkjanna í viðgerð og mun Þór því keppa með annan mótor á Hellu. Þegar fréttaritari Vísis náði tali af Þór var bíllinn ekki enn farinn að ganga almennilega. ,,Það lýtur út fyrir að ventill hafi bognað, þetta er smá vesen en við erum staðráðnir í að mæta á Hellu’’ sagði Þór Þormar. Áhorfendur fá alltaf nóg af tilþrifum á Hellu.Bergur BergssonÞað verða margir að berjast á toppnumAtli Jamil Ásgeirsson endaði annar til Íslandsmeistara í fyrra eftir mjög harða baráttu við Þór Þormar. Atli ætlar að taka sér pásu frá torfærunni í ár sem að ætti að opna dyrnar fyrir aðra ökumenn. ,,Það hefur verið mjög lítill munur milli manna síðustu ár og trúi ég að það verði áfram svoleiðis í sumar’’ sagði Ingólfur Guðvarðarson sem ekur Guttanum Reborn. Ingólfur náði sínum fyrsta sigri í torfærukeppni í fyrra og endaði mótið í þriðja sæti, sem er hans besti árangur til þessa. Geir Evert Grímsson ekur Sleggjunni og endaði fjórði í Íslandsmótinu árið 2018. Geir var kokhraustur er Vísir hafði samband við hann. ,,Við stefnum alltaf á fyrsta sætið og verður staðið við það í ár’’. Geir Evert hefur verið að keppa síðan 2015 og hefur reglulega endað á verðlaunapalli, hann er þó enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Haukur Viðar Einarsson á Heklu náði rétt eins og Ingólfur sínum fyrsta sigri í fyrra. Undirbúningur fyrir komandi tímabil hefur gengið vel hjá liðinu og segir Haukur allt vera tilbúið fyrir Hellu. Ingólfur Guðvarðarson komst alla leið í mýrinni í fyrraBergur BergssonLightfoot ennþá í tolliJón Vilberg Gunnarsson mun snúa aftur til leiks eftir þriggja ára pásu. Jón á að baki þrjá titla í götubílaflokki en mun nú mæta til leiks í flokki sérútbúna bíla. Í vetur festi hann kaup á einum besta torfærubíls heims, Lightfoot frá Noregi. ,,Bíllinn losnar ekki úr tolli fyrr en á föstudaginn, þá verður vonandi bara brunað með hann beint á Hellu og hann prófaður þar’’ sagði Jón Vilberg sem er spenntur að fara að keyra á ný. ,,Það er alltaf mikil spenna fyrir fyrstu keppni og sérstaklega núna eftir að hafa verið á hliðarlínunni í þrjú ár’’. Alls eru 19 bílar skráðir til leiks og þar af eru 15 í sérútbúna flokknum. Í götubílaflokki eru fjórir bílar skráðir, Steingrímur Bjarnason er talinn mjög sigurstranglegur í þeim flokki enda hefur hann verið að keppa í tæp 30 ár.Top Gear mæta til leiks Breski sjónvarpsþátturinn Top Gear verður að mynda Sindratorfæruna um helgina. Tveir þáttastjórnendur þeirra verða að keppa og segjast þeir ætla að sýna Íslendingunum hvernig á að gera þetta. Annar þeirra, fyrrum krikket leikmaðurinn Freddie Flintoff, er að koma nýr inn í Top Gear fyrir seríuna sem verið er að taka upp núna. Hann mun aka Kötlu Túrbó en eigandi bílsins, Guðbjörn Grímsson, hefur verið að endursmíða bílinn í vetur. Keppnin byrjar tímanlega klukkan 11 á laugardaginn og kostar 2000 krónur inn. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hvetur áhorfendur að mæta með seðla svo að miðasalan gangi hraðar fyrir sig.
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira