Fjármálaráðherra segir kjör öryrkja og eldri borgara taka mið af almennri þróun Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 12:06 Bjarni Benediktsson segir kjör aldraðra fara eftir lögum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira