Brunaútsala á áður rándýrum leikmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Gareth Bale kostaði Real Madrid fúlgur fjár en fer líklega frítt frá félaginu vísir/getty Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira