Stærsta partýið í Tel Aviv í garðinum hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 17:45 Hótel íslenska hópsins með Eurovision-merkingu á gaflinum. Þúsundir voru í Eurovision Village á sjöunda tímanum þegar Vísismenn litu við. Vísir/Kolbeinn Tumi Segja má að stærsta partýið í Tel Aviv sé í bakgarði Hatara. Frá tíu á morgnana og langt fram á kvöld. Eurovision Village er afdrep Eurovision aðdáenda og annarra við ströndina í Tel Aviv. Þar kemur fólk saman til að hlusta á tónlist, fá sér að borða, baða sig í sólinni og skemmta sér.Neðst í fréttinni má sjá innlag frá heimsókn í Euro Village.Gestir í garðinum eru í áskrift að sól og blíðu líkt og aðrir sem staddir eru í Tel Aviv.Vísir/Kolbeinn TumiEin umferðargata skilur að Dan Panorama hótelið þar sem Hatari og íslenski hópurinn dvelur og þorpið. Lætin frá þorpinu eru mikil stærstan hluta dagsins enda risastórir hátalarar sem sjá til þess að hljóðið berist sem víðast, hvort sem fólki líkar betur eða verr.Stærsta sviðið í þorpinu.Vísir/Kolbeinn TumiÞorpið er þó alls ekkert þorp að stærð. Það spannar afar stórt svæði og þegar fulltrúar Vísis litu við á sjöunda tímanum að staðartíma voru mörg þúsund manns mætt til að skemmta sér. Þá voru enn þrír til fjórir tímar þar til síðara undanúrslitakvöldið í Eurovision hæfist.Kunnugleg andlit en alls konar listamenn selja varning í garðinum.Vísir/Kolbeinn TumiÍ garðinum er hægt að hlusta á lifandi tónlist á nokkrum sviðum, kaupa sér að því er virðist allan mögulegan mat, njóta áfengra sem óáfengra drykkja og kaupa Eurovision-varning eða aðrar vörur. Þótt margan Eurovision-aðdáandann sé að finna í garðinum þá fjölmenna heimamenn frá Ísrael í garðinn til að skemmta sér.Þessi fjölskylda verður vonandi ekki fyrir vonbrigðum með myndina af sér.Vísir/Kolbeinn TumiHeimamenn sem blaðamenn ræddu við voru allir á einu máli um að þeir kynnu virkilega vel að meta Ísland. Íslenska lagið? Það voru skiptar skoðanir um það og sumir höfðu hreinlega ekki heyrt um Hatara. Vísir tók púlsinn á gestum í þorpinu. Eurovision Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Segja má að stærsta partýið í Tel Aviv sé í bakgarði Hatara. Frá tíu á morgnana og langt fram á kvöld. Eurovision Village er afdrep Eurovision aðdáenda og annarra við ströndina í Tel Aviv. Þar kemur fólk saman til að hlusta á tónlist, fá sér að borða, baða sig í sólinni og skemmta sér.Neðst í fréttinni má sjá innlag frá heimsókn í Euro Village.Gestir í garðinum eru í áskrift að sól og blíðu líkt og aðrir sem staddir eru í Tel Aviv.Vísir/Kolbeinn TumiEin umferðargata skilur að Dan Panorama hótelið þar sem Hatari og íslenski hópurinn dvelur og þorpið. Lætin frá þorpinu eru mikil stærstan hluta dagsins enda risastórir hátalarar sem sjá til þess að hljóðið berist sem víðast, hvort sem fólki líkar betur eða verr.Stærsta sviðið í þorpinu.Vísir/Kolbeinn TumiÞorpið er þó alls ekkert þorp að stærð. Það spannar afar stórt svæði og þegar fulltrúar Vísis litu við á sjöunda tímanum að staðartíma voru mörg þúsund manns mætt til að skemmta sér. Þá voru enn þrír til fjórir tímar þar til síðara undanúrslitakvöldið í Eurovision hæfist.Kunnugleg andlit en alls konar listamenn selja varning í garðinum.Vísir/Kolbeinn TumiÍ garðinum er hægt að hlusta á lifandi tónlist á nokkrum sviðum, kaupa sér að því er virðist allan mögulegan mat, njóta áfengra sem óáfengra drykkja og kaupa Eurovision-varning eða aðrar vörur. Þótt margan Eurovision-aðdáandann sé að finna í garðinum þá fjölmenna heimamenn frá Ísrael í garðinn til að skemmta sér.Þessi fjölskylda verður vonandi ekki fyrir vonbrigðum með myndina af sér.Vísir/Kolbeinn TumiHeimamenn sem blaðamenn ræddu við voru allir á einu máli um að þeir kynnu virkilega vel að meta Ísland. Íslenska lagið? Það voru skiptar skoðanir um það og sumir höfðu hreinlega ekki heyrt um Hatara. Vísir tók púlsinn á gestum í þorpinu.
Eurovision Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira